Íslandsbanki hefur samþykkt að greiða 1,2 milljarða í sekt vegna brota sem Fjármálaeftirlitið metur „alvarleg“. Málið varðar framkvæmd Íslandsbanka á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% eignarhlut Íslandsbanka þann 22. mars 2022.
Alvarleg brot
Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins var að „lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning og framkvæmd útboðsins, einkum hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum,“ segir í tilkynningu frá bankanum, meðal annars hvað varðar aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna. Innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi heldur ekki verið fullnægjandi.
Fjármálaeftirlitið taldi að bankinn hefði átt að gera sérstakt áhættumat í tengslum við útboðið, sem var ekki gert. Framkvæmd bankans við útboðið hafi ekki verið að öllu leyti í samræmi við „eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum. Er það niðurstaða fjármálaeftirlitsins að brot bankans samkvæmt framangreindu hafi verið alvarleg.“
Gengst við sekt
Stjórn …
https://www.nrk.no/norge/anette-trettebergstuen-gar-av-som-kulturminister-1.16457966