Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sjónvarpsstjóri gjaldþrota N4 til Byggðastofnunar

María Björk Ingva­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri gjald­þrota sjón­varps­stöðv­ar­inn­ar N4 á Ak­ur­eyri, hef­ur ver­ið ráð­in til Byggða­stofn­un­ar. Hún á þar að sinna tíma­bundnu verk­efni við að auka upp­lýs­inga­miðl­un um verk­efni stofn­un­ar­inn­ar.

Sjónvarpsstjóri gjaldþrota N4 til Byggðastofnunar
María Björk stýrði N4 um árabil en er nú komin til Byggðastofnunar. Mynd: Davíð Þór

Byggðstofnun hefur ráðið Maríu Björk Ingvadóttur í tímabundið starf við að auka upplýsingamiðlun af verkefnum stofnunarinnar. Hún á meðal annars að stýra vef og samfélagsmiðlum stofnunarinnar, miðla fréttum til fjölmiðla og fræða starfsfólk um hvernig það geti aukið sýnileika Byggðastofnunar. María Björk starfaði síðast sem framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar N4, sem tekin var til gjaldþrotaskipta í byrjun febrúar.

Í tilkynningu um ráðninguna á vef Byggðastofnunar er haft eftir Arnari Má Elíassyni, forstjóra stofnunarinnar, að nýbúið sé að ljúka umfangsmikilli stefnumótum og að hluti nýrrar stefnu sé að auka sýnileika. Kynna þurfi „þau þýðingarmiklu og fjölbreytttu verkefni sem hér eru unnin frekar fyrir landsmönnum öllum“. 

Byggðastofnun var einn hluthafi sjónvarpsstöðvarinnar í gegnum sameiginlegt fjárfestingafélag sitt og Síldarvinnslunar í Neskaupstað. Stofnunin átti einnig í viðskiptum við sjónvarpsstöðina og keypti af henni þjónustu; svo sem við framleiðslu á kynningarefni um verkefni stofnunarinnar. María Björk er því kunnug starfseminni en undir hennar stjórn framleiddi sjónvarpsstöðin innslög á borð við Hvað gerir Byggðastofnun?

Byggðastofnun lét N4 líka framleiða myndefni og myndbönd fyrir ársfund stofnunarinnar. 

María Björk var upphaflega ráðin til N4 árið 2013 en tveimur árum síðar var hún orðin framkvæmdastjóri fyrirtækisins við hlið Hildu Jönu Gísladóttur,  sem síðar hvarf til annarra starfa og María stóð ein eftir. Reksturinn gekk þó brösuglega og var að stórum hluta kostaður með samstarfssamningum við sveitarfélög víða um land, sem borguðu sjónvarpsstöðinni fyrir umfjöllun, og kostuðum umfjöllunum af fyrirtækjum. Í janúar síðastliðnum var hins vegar ljóst að sveitarfélögin væru ekki lengur til í tangó. 

Norðurþing, Akureyri og Fjallabyggð höfnuðu til að mynda erindi sem María Björk hafði sent þeim um samstarf um fréttaflutning af svæðinu. Í erindinu kom fram að 4,6 milljónir hefðu þegar fengist frá sveitarfélögum vegna framleiðslu á þættinum Að norðan en að búið væri að taka upp efni fyrir þann pening. Nú þyrfti meira. 

Bréfið var dagsett 9. desember en viku áður hafði hún skrifað bréf til fjárlaganefndar og beðið um fjárstuðning ríkisins. Það bréf varð til þess að meirihluti fjárlaganefndar ákvað að eyrnamerkja N4 100 milljónir króna. Það féll þó í grýttan jarðveg og var fjárlaganefnd gerð afturreka með það. Hundrað milljónunum var þó aukalega varið í almenna fjölmiðlastyrki. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár