Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sjónvarpsstjóri gjaldþrota N4 til Byggðastofnunar

María Björk Ingva­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri gjald­þrota sjón­varps­stöðv­ar­inn­ar N4 á Ak­ur­eyri, hef­ur ver­ið ráð­in til Byggða­stofn­un­ar. Hún á þar að sinna tíma­bundnu verk­efni við að auka upp­lýs­inga­miðl­un um verk­efni stofn­un­ar­inn­ar.

Sjónvarpsstjóri gjaldþrota N4 til Byggðastofnunar
María Björk stýrði N4 um árabil en er nú komin til Byggðastofnunar. Mynd: Davíð Þór

Byggðstofnun hefur ráðið Maríu Björk Ingvadóttur í tímabundið starf við að auka upplýsingamiðlun af verkefnum stofnunarinnar. Hún á meðal annars að stýra vef og samfélagsmiðlum stofnunarinnar, miðla fréttum til fjölmiðla og fræða starfsfólk um hvernig það geti aukið sýnileika Byggðastofnunar. María Björk starfaði síðast sem framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar N4, sem tekin var til gjaldþrotaskipta í byrjun febrúar.

Í tilkynningu um ráðninguna á vef Byggðastofnunar er haft eftir Arnari Má Elíassyni, forstjóra stofnunarinnar, að nýbúið sé að ljúka umfangsmikilli stefnumótum og að hluti nýrrar stefnu sé að auka sýnileika. Kynna þurfi „þau þýðingarmiklu og fjölbreytttu verkefni sem hér eru unnin frekar fyrir landsmönnum öllum“. 

Byggðastofnun var einn hluthafi sjónvarpsstöðvarinnar í gegnum sameiginlegt fjárfestingafélag sitt og Síldarvinnslunar í Neskaupstað. Stofnunin átti einnig í viðskiptum við sjónvarpsstöðina og keypti af henni þjónustu; svo sem við framleiðslu á kynningarefni um verkefni stofnunarinnar. María Björk er því kunnug starfseminni en undir hennar stjórn framleiddi sjónvarpsstöðin innslög á borð við Hvað gerir Byggðastofnun?

Byggðastofnun lét N4 líka framleiða myndefni og myndbönd fyrir ársfund stofnunarinnar. 

María Björk var upphaflega ráðin til N4 árið 2013 en tveimur árum síðar var hún orðin framkvæmdastjóri fyrirtækisins við hlið Hildu Jönu Gísladóttur,  sem síðar hvarf til annarra starfa og María stóð ein eftir. Reksturinn gekk þó brösuglega og var að stórum hluta kostaður með samstarfssamningum við sveitarfélög víða um land, sem borguðu sjónvarpsstöðinni fyrir umfjöllun, og kostuðum umfjöllunum af fyrirtækjum. Í janúar síðastliðnum var hins vegar ljóst að sveitarfélögin væru ekki lengur til í tangó. 

Norðurþing, Akureyri og Fjallabyggð höfnuðu til að mynda erindi sem María Björk hafði sent þeim um samstarf um fréttaflutning af svæðinu. Í erindinu kom fram að 4,6 milljónir hefðu þegar fengist frá sveitarfélögum vegna framleiðslu á þættinum Að norðan en að búið væri að taka upp efni fyrir þann pening. Nú þyrfti meira. 

Bréfið var dagsett 9. desember en viku áður hafði hún skrifað bréf til fjárlaganefndar og beðið um fjárstuðning ríkisins. Það bréf varð til þess að meirihluti fjárlaganefndar ákvað að eyrnamerkja N4 100 milljónir króna. Það féll þó í grýttan jarðveg og var fjárlaganefnd gerð afturreka með það. Hundrað milljónunum var þó aukalega varið í almenna fjölmiðlastyrki. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár