„Ég auðvitað brenn fyrir íslenskt atvinnulíf og ég mun reyna að nýta mína stöðu til þess að íslenskt atvinnulíf geti blómstrað og búið hér verðmæti til þess að við getum haldið hér uppi öflugu velferðasamfélagi og ég mun leggja mitt af mörkum til þess að svo verði áfram,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fyrir utan Bessastaði í dag en hún tekur við ráðherraembætti Jóns Gunnarssonar nú þegar kjörtímabilið er hálfnað.
Guðrún hefur áður gagnrýnt það að ekki hafi verið fulltrúi Suðurkjördæmis Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og segir þessa breytingu því hafa mikla þýðingu.
„Það hafa verið myndaðar þrjár ríkisstjórnir hér í röð með Sjálfstæðisflokknum án þess að Suðurkjördæmi hafi átt ráðherra og þetta eykur vægi kjördæmisins og hefur mikla þýðingu,“ segir Guðrún í samtali við Heimildina.
Aðspurður sagði fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson: „Þetta hefur nú töluverða pólitíska þýðingu að fólk finni að kjósendur hafi tengsl við ráðamenn og reyndar er ég þeirrar skoðunar að kjördæmi séu of stór. Við ættum helst að skipta þeim upp í tvennt aftur og vera með enn nánari tengingu þingmanna og ráðherra við fólkið í landinu“.
Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, segir það „aldrei að vita“ hvort landsmenn eigi von á fleiri stórum breytingum í ríkisstjórn en bætti þó við: „Það er ekkert slíkt á teikniborðinu“.
Hvernig í veröldinni stendur á því að þessi maður er gerður að fjármálaráðherra ?
Var ferilskránni stungið undir stól með Panamaskjölum og bankabömmerum ?
Og enn frekar ef við mun sem samfélag standa við fullyrðingar um hvað við viljum gera fyrir fólk í vanda frá öðrum þjóðum, hvað þá okkar eigin.
Í sama ANDA og fjármálaráðherra gerði fyrir ótrúlegustu aðila í Covid, þó ekki væri þörf!!!
Ef samfélag okkar stendur undir Covid sukki fjármálaráðherra, þá mun samfélagið fara létt með að vera samfélag meðal þjóða í að styðja þurfandi, bæði okkar sem annara sem leita hingað.
Það á að velja ráðherraefni eftir hæfileikum, ekki eftir kjördæmum. Bjarni reynir að komast hjá ábyrgð með að láta kjördæmin velja í ráðherrastólana. Kjósendur hafa engar forsendur til að meta frambjóðendur, hvort þeir séu hæfir til að gegna ráðherraembætti. Nú eru allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lögfræðingar enda henta prófkjörin vel fyrir slíka, sérstaklega þá sem eru enn virkir í Heimdalli.