Sigrún Bjarnadóttir, íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, kærði leyfisveitingu Orkustofnunar til Landsvirkjunar vegna Hvammsvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) í byrjun desember. Nokkrum dögum síðar gerðu Veiðifélag Kálfár, NASF á Íslandi, Náttúrugrið og Náttúruverndarsamtök Íslands slíkt hið sama.
Úrskurðarnefndin felldi virkjunarleyfið úr gildi í dag og mun Landsvirkjun því þurfa að sækja aftur um leyfið ef hún vill freista þess að fá að reisa hina umdeildu Hvammsvirkjun í Þjórsá.
„Þetta er stærsti sigur náttúruverndar á Íslandi í nokkurn tíma,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriðar um málið.
„Verið að hlífa fiskunum“
Í gær samþykkti sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni. Hitt sveitarfélagið sem virkjunin á að liggja í er Rangárþing ytra. Sveitarstjórnin þar ákvað í gær að fresta ákvörðun um framkvæmdaleyfi vegna minnisblaðs bandaríska fiskifræðingsins Margaretar J. Filardo sem málaði upp dökka mynd af þeim áhrifum sem virkjunin gæti haft …
Athugasemdir (6)