Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Stærsti sigur náttúruverndar á Íslandi í nokkurn tíma“

Virkj­un­ar­leyfi sem Orku­stofn­un veitti Lands­virkj­un fyr­ir Hvamms­virkj­un í des­em­ber síð­ast­liðn­um hef­ur ver­ið fellt úr gildi.

„Stærsti sigur náttúruverndar á Íslandi í nokkurn tíma“
Hvammsvirkjun Landsvirkjun hyggst reisa Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Mynd: Friðþjófur Helgason

Sigrún Bjarnadóttir, íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, kærði leyfisveitingu Orkustofnunar til Landsvirkjunar vegna Hvammsvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) í byrjun desember. Nokkrum dögum síðar gerðu Veiðifélag Kálfár, NASF á Íslandi, Náttúrugrið og Náttúruverndarsamtök Íslands slíkt hið sama. 

Úrskurðarnefndin felldi virkjunarleyfið úr gildi í dag og mun Landsvirkjun því þurfa að sækja aftur um leyfið ef hún vill freista þess að fá að reisa hina umdeildu Hvammsvirkjun í Þjórsá. 

„Þetta er stærsti sigur náttúruverndar á Íslandi í nokkurn tíma,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriðar um málið.

Verið að hlífa fiskunum“

Í gær samþykkti sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni. Hitt sveitarfélagið sem virkjunin á að liggja í er Rangárþing ytra. Sveitarstjórnin þar ákvað í gær að fresta ákvörðun um framkvæmdaleyfi vegna minnisblaðs bandaríska fiskifræðingsins Margaretar J. Filardo sem málaði upp dökka mynd af þeim áhrifum sem virkjunin gæti haft …

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gunnlaugur H. Jónsson skrifaði
    Virkjanir og miðlanir í Þjórsá hafa margfaldað laxgengd í ánni. Það er ekki bara laxveiði í Þjórsá sem batnar með vatnsaflsvirkjunum og miðlun rennslis. Það er að vaxa upp laxastofn í Jökulsá á Dal með Kárahnjúkastíflu. Í Blöndu er ekki lengur þórf á að húkka í gruggugu vatni með þungri þríkrækju. Laxinn bítur á.🎉
    0
  • PH
    Pétur Hilmarsson skrifaði
    Ólíklegt að þetta verði nokkuð annað en frestun á framkvæmdum. Slæmt fyrir almenning í landinu ef okkar eigið fyrirtæki Landsvirkjun fær ekki að auka framleiðslu sína á meðan vindmyllu lukkuriddarar ríða um héruð og aðrir einkaðilar eru að reisa virkjanir.
    0
  • KÞM
    Kristín Þ. Magnúsdóttir skrifaði
    Sigur fyrir náttúruna😀
    2
  • Vilborg Þorgeirsdóttir skrifaði
    Húrra !
    2
  • Guðrún Ingimundardóttir skrifaði
    Ég gleðst í hjartanu og finn til þakklætis og léttis.
    2
  • Hlynur Hallsson skrifaði
    Góðar fréttir.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár