Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Snýst um meira en nokkra laxa

Fyr­ir­hug­uð bygg­ing Hvamms­virkj­un­ar myndi stefna laxa­stofni Þjórsár í veru­lega hættu, að mati banda­ríska fiski­fræð­ings­ins Marga­ret­ar J. Fil­ar­do.

Snýst um meira en nokkra laxa
Hvammsvirkjun Landsvirkjun hyggst reisa Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Mynd: Landsvirkjun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra ákvað í morgun að fresta því að taka fyrir umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Ástæðan er minnisblað bandaríska fiskifræðingsins Margaretar J. Filardo sem málar upp dökka mynd af þeim áhrifum sem virkjunin gæti haft á lífríkið í Þjórsá. 

Oddviti sveitarstjórnarinnar, Eggert Valur Guðmundsson, segir að nú muni umhverfisnefnd sveitarfélagsins fara vel yfir það sem Filardo nefnir í minnisblaðinu.

„Við verðum að vanda okkur við þetta þó það taki einhvern smá tíma í viðbót,“ segir Eggert. „Við erum ekki þarna í umboði Landsvirkjunar, við erum í umboði íbúanna.“ 

Skeiða- og Gnúpverjahreppur gaf sitt samþykki

Filardo hefur þriggja áratuga reynslu af rannsóknum á áhrifum af rekstri vatnsaflsvirkjana á fiskistofna, m.a. í Kólumbíufljóti og Snákafljóti og gefur lítið fyrir sumar mótvægisaðgerðir sem nefndar hafa verið.

„Mat það sem lagt hefur verið á afkomu og farsæla niðurgöngu seiða í Hvammsvirkjun er ofmat,“ skrifar Filardo. „Seiðaveita mun ekki koma í veg fyrir hnignun fiskistofna Þjórsár.“

Virkjunin yrði staðsett innan bæði Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps síðdegis.

Halldór Þór Jónsson, sveitarstjóri hreppsins og oddviti sveitarstjórnar, segir vitað mál að virkjunin sé inngrip í náttúruna og muni valda miklum áhrifum, þó ekki sé ljóst nákvæmlega hver þau verði.

Aftur á móti sé um að ræða virkjun sem fór í nýtingarflokk árið 2015, þegar Alþingi samþykkti það, og var innleidd í skipulag hreppsins á síðasta kjörtímabili. Því sé einfaldlega verið að veita leyfi fyrir framkvæmd sem þegar er búið að setja inn í skipulagið.

„Ef við myndum hafna framkvæmdaleyfi sem þegar hefur verið samþykkt af sveitarfélaginu í skipulag myndi það ávallt leiða til málaferla,“ segir Halldór.

Hann bendir sömuleiðis á að 16 fyrirvarar, sem ætlað er að lágmarka neikvæð áhrif virkjunarinnar, séu útlistaðir í greinargerð sveitarfélaganna tveggja um framkvæmdaleyfið. Hluti þeirra nær til lífríkisins á svæðinu.

Þurfa að geta svarað fyrir samþykkið

Íbúar í sveitarfélögunum tveimur hafa bæði stutt áformin og mótmælt þeim.

„Sumir segja að við megum ekki hafna uppbyggingu og framförum út af einhverjum nokkrum löxum en þetta er bara miklu stærra mál en það,“ segir Eggert sem telur vænlegast að umhverfisnefndin skoði málið. 

„Fari svo að við samþykkjum þetta framkvæmdaleyfi þurfa allir þeir sem taka þátt í þeirri afgreiðslu að geta svarað fyrir það hvers vegna.“

Filardo telur ekki að nægilega öflugar greiningar hafi verið gerðar á lífríkinu í Þjórsá. Hún segir að þær taki ekki til allra fiskitegunda árinnar eða mismunandi lífsferils fiska. Sömuleiðis hafi ekki verið horft til hugsanlegra áhrifa loftslagsbreytinga á svæðinu. 

„Breytingar á hitastigi, sem leiða til breytinga á rennslisháttum, gætu haft djúpstæð áhrif samfara hlýnun sjávar,“ skrifar Filardo.

Heildaráhrifin „virt að vettugi“

Þá segir hún að umrædd virkjun myndi ekki einungis snerta Þjórsá sjálfa og að ekki hafi verið tekið tillit til þess í umfjöllun um virkjunina. 

„Heildaráhrif á líffræðilegan fjölbreytileika svæðisins eru virt að vettugi.“

Sveitarstjórn Rangárþings Ytra mun funda aftur um málið í næstu viku en ekki er víst að ákvörðun verði tekin þá, að sögn Eggerts. Umhverfisnefndin mun fá þann tíma sem hún þarf til þess að leggjast yfir málið. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
7
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár