Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Stærsti sigur náttúruverndar á Íslandi í nokkurn tíma“

Virkj­un­ar­leyfi sem Orku­stofn­un veitti Lands­virkj­un fyr­ir Hvamms­virkj­un í des­em­ber síð­ast­liðn­um hef­ur ver­ið fellt úr gildi.

„Stærsti sigur náttúruverndar á Íslandi í nokkurn tíma“
Hvammsvirkjun Landsvirkjun hyggst reisa Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Mynd: Friðþjófur Helgason

Sigrún Bjarnadóttir, íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, kærði leyfisveitingu Orkustofnunar til Landsvirkjunar vegna Hvammsvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) í byrjun desember. Nokkrum dögum síðar gerðu Veiðifélag Kálfár, NASF á Íslandi, Náttúrugrið og Náttúruverndarsamtök Íslands slíkt hið sama. 

Úrskurðarnefndin felldi virkjunarleyfið úr gildi í dag og mun Landsvirkjun því þurfa að sækja aftur um leyfið ef hún vill freista þess að fá að reisa hina umdeildu Hvammsvirkjun í Þjórsá. 

„Þetta er stærsti sigur náttúruverndar á Íslandi í nokkurn tíma,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriðar um málið.

Verið að hlífa fiskunum“

Í gær samþykkti sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni. Hitt sveitarfélagið sem virkjunin á að liggja í er Rangárþing ytra. Sveitarstjórnin þar ákvað í gær að fresta ákvörðun um framkvæmdaleyfi vegna minnisblaðs bandaríska fiskifræðingsins Margaretar J. Filardo sem málaði upp dökka mynd af þeim áhrifum sem virkjunin gæti haft …

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Gunnlaugur H. Jónsson skrifaði
  Virkjanir og miðlanir í Þjórsá hafa margfaldað laxgengd í ánni. Það er ekki bara laxveiði í Þjórsá sem batnar með vatnsaflsvirkjunum og miðlun rennslis. Það er að vaxa upp laxastofn í Jökulsá á Dal með Kárahnjúkastíflu. Í Blöndu er ekki lengur þórf á að húkka í gruggugu vatni með þungri þríkrækju. Laxinn bítur á.🎉
  0
 • PH
  Pétur Hilmarsson skrifaði
  Ólíklegt að þetta verði nokkuð annað en frestun á framkvæmdum. Slæmt fyrir almenning í landinu ef okkar eigið fyrirtæki Landsvirkjun fær ekki að auka framleiðslu sína á meðan vindmyllu lukkuriddarar ríða um héruð og aðrir einkaðilar eru að reisa virkjanir.
  0
 • KÞM
  Kristín Þ. Magnúsdóttir skrifaði
  Sigur fyrir náttúruna😀
  2
 • Vilborg Þorgeirsdóttir skrifaði
  Húrra !
  2
 • Guðrún Ingimundardóttir skrifaði
  Ég gleðst í hjartanu og finn til þakklætis og léttis.
  2
 • Hlynur Hallsson skrifaði
  Góðar fréttir.
  2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
5
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt
2
Skýring

KS kaup­ir Kjarna­fæði – Skag­firska efna­hags­svæð­ið orð­ið Norð­ur­land allt

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga mun ekki þurfa að bera kaup sín á Kjarna­fæði und­ir Norð­lenska Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, eft­ir að Al­þingi und­an­skyldi fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um. KS fær yf­ir­burð­ar­stöðu á kjöt­mark­aði. Kjarna­fæði sam­ein­að­ist Norð­lenska fyr­ir tveim­ur ár­um með ströng­um skil­yrð­um, sem falla nú nið­ur. Verð­laus hlut­ur þing­manns, sem harð­ast barð­ist fyr­ir sam­keppn­isund­an­þág­un­um, í KN, er orð­inn millj­óna­virði.
„Það er ekkert eftir“
3
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár