Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra segir að þeir framleiðendur eða innflytjendur á vörum sem eru pakkaðar í óendurvinnanlegar umbúðir, eða umbúðir sem erfitt er að endurvinna, muni þurfa að borga hærra gjald en þeir sem notast við umbúðir sem auðvelt er að endurvinna. Verður það gert með svokölluðum þrepaskiptum gjöldum.
„Við erum búin að breyta fyrirkomulaginu, við erum að fara í þrepaskiptingu til þess að þeir aðilar sem eru með framleiðsluvöru sem er auðvelt að endurvinna fái að njóta þess fjárhagslega. Ef við ætlum að vera með vörur sem er mjög erfitt, eða ekki hægt að endurvinna, með tilheyrandi kostnaði og umhverfisáhrif, þá verður þú að greiða meira. Og hugmyndin er sú að hvetja ekki bara með hvatningu heldur líka með fjárhagslegum hvötum að framleiðendur fari í auðveldlega endurvinnanlegar umbúðir ef þannig má að orði komast.“
Þökk sé ráðherra!?!?
Les: Neytendur munu borga meira.