Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Snýst um meira en nokkra laxa

Fyr­ir­hug­uð bygg­ing Hvamms­virkj­un­ar myndi stefna laxa­stofni Þjórsár í veru­lega hættu, að mati banda­ríska fiski­fræð­ings­ins Marga­ret­ar J. Fil­ar­do.

Snýst um meira en nokkra laxa
Hvammsvirkjun Landsvirkjun hyggst reisa Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Mynd: Landsvirkjun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra ákvað í morgun að fresta því að taka fyrir umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Ástæðan er minnisblað bandaríska fiskifræðingsins Margaretar J. Filardo sem málar upp dökka mynd af þeim áhrifum sem virkjunin gæti haft á lífríkið í Þjórsá. 

Oddviti sveitarstjórnarinnar, Eggert Valur Guðmundsson, segir að nú muni umhverfisnefnd sveitarfélagsins fara vel yfir það sem Filardo nefnir í minnisblaðinu.

„Við verðum að vanda okkur við þetta þó það taki einhvern smá tíma í viðbót,“ segir Eggert. „Við erum ekki þarna í umboði Landsvirkjunar, við erum í umboði íbúanna.“ 

Skeiða- og Gnúpverjahreppur gaf sitt samþykki

Filardo hefur þriggja áratuga reynslu af rannsóknum á áhrifum af rekstri vatnsaflsvirkjana á fiskistofna, m.a. í Kólumbíufljóti og Snákafljóti og gefur lítið fyrir sumar mótvægisaðgerðir sem nefndar hafa verið.

„Mat það sem lagt hefur verið á afkomu og farsæla niðurgöngu seiða í Hvammsvirkjun er ofmat,“ skrifar Filardo. „Seiðaveita mun ekki koma í veg fyrir hnignun fiskistofna Þjórsár.“

Virkjunin yrði staðsett innan bæði Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps síðdegis.

Halldór Þór Jónsson, sveitarstjóri hreppsins og oddviti sveitarstjórnar, segir vitað mál að virkjunin sé inngrip í náttúruna og muni valda miklum áhrifum, þó ekki sé ljóst nákvæmlega hver þau verði.

Aftur á móti sé um að ræða virkjun sem fór í nýtingarflokk árið 2015, þegar Alþingi samþykkti það, og var innleidd í skipulag hreppsins á síðasta kjörtímabili. Því sé einfaldlega verið að veita leyfi fyrir framkvæmd sem þegar er búið að setja inn í skipulagið.

„Ef við myndum hafna framkvæmdaleyfi sem þegar hefur verið samþykkt af sveitarfélaginu í skipulag myndi það ávallt leiða til málaferla,“ segir Halldór.

Hann bendir sömuleiðis á að 16 fyrirvarar, sem ætlað er að lágmarka neikvæð áhrif virkjunarinnar, séu útlistaðir í greinargerð sveitarfélaganna tveggja um framkvæmdaleyfið. Hluti þeirra nær til lífríkisins á svæðinu.

Þurfa að geta svarað fyrir samþykkið

Íbúar í sveitarfélögunum tveimur hafa bæði stutt áformin og mótmælt þeim.

„Sumir segja að við megum ekki hafna uppbyggingu og framförum út af einhverjum nokkrum löxum en þetta er bara miklu stærra mál en það,“ segir Eggert sem telur vænlegast að umhverfisnefndin skoði málið. 

„Fari svo að við samþykkjum þetta framkvæmdaleyfi þurfa allir þeir sem taka þátt í þeirri afgreiðslu að geta svarað fyrir það hvers vegna.“

Filardo telur ekki að nægilega öflugar greiningar hafi verið gerðar á lífríkinu í Þjórsá. Hún segir að þær taki ekki til allra fiskitegunda árinnar eða mismunandi lífsferils fiska. Sömuleiðis hafi ekki verið horft til hugsanlegra áhrifa loftslagsbreytinga á svæðinu. 

„Breytingar á hitastigi, sem leiða til breytinga á rennslisháttum, gætu haft djúpstæð áhrif samfara hlýnun sjávar,“ skrifar Filardo.

Heildaráhrifin „virt að vettugi“

Þá segir hún að umrædd virkjun myndi ekki einungis snerta Þjórsá sjálfa og að ekki hafi verið tekið tillit til þess í umfjöllun um virkjunina. 

„Heildaráhrif á líffræðilegan fjölbreytileika svæðisins eru virt að vettugi.“

Sveitarstjórn Rangárþings Ytra mun funda aftur um málið í næstu viku en ekki er víst að ákvörðun verði tekin þá, að sögn Eggerts. Umhverfisnefndin mun fá þann tíma sem hún þarf til þess að leggjast yfir málið. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár