Ný rannsókn Steinunnar Helgu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðings varpar ljósi á skaðlega framkomu gegn konum í yfirþyngd á íslenskum vinnumarkaði. Framkoman hefur leitt til þunglyndis, kvíða og lágs sjálfsmats. Steinunn kallar eftir því að lögum verði breytt svo að þau verndi fólk gegn fordómum vegna holdafars.
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar er ein af þeim konum sem mætt hafa fordómum vegna holdafars á vinnumarkaði. Hún léttist um tugi kílóa árið 2019 og sá í kjölfarið skýrar hve miklum fordómum hún hafði orðið fyrir á vinnumarkaði vegna þyngdar.
„Ég þarf að hafa miklu minna fyrir því núna að fólk trúi að ég hafi eitthvað að segja,“ segir Kristjana, sem vó um 140 kíló áður en hún fór í magahjáveituaðgerð, þá 39 ára gömul. „Fólk tekur meira mark á mér, hlustar betur og spyr mig frekar álits.“
Þetta rímar við reynslu kvennanna sjö sem Steinunn tók viðtöl við. Stundum komu þær með hugmyndir sem ekki …
Athugasemdir