Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjögur hundruð ára og ber aldurinn vel

Gegnt Sí­valaturni við Købma­gerga­de í Kaup­manna­höfn stend­ur lát­laust múr­steins­rautt hús, með boga­göng­um. Þetta hús sem teyg­ir sig milli Store Kannikestræde og Krystal­ga­de og in­neft­ir þeim báð­um má með nokkr­um rétti kalla fóst­ur­garð ís­lenskra mennta. Re­gensen er 400 ára.

Fjögur hundruð ára og ber aldurinn vel

Fullu nafni heitir þessi bygging sem almennt gengur undir nafninu Regensen Collegium Domus Regiæ – ”Det kongelige Kollegium”. Íslendingar sem ætíð hafa leitast við að íslenska dönsk nöfn kalla húsið Garð, sumir jafnvel Gamla-Garð.

Garður var tekinn í notkun árið 1623, í stjórnartíð Kristjáns IV. Húsið skemmdist talsvert í stórbrunanum 1728 en var endurbyggt. Bogagöngin sem snúa að Købmagergade voru gerð á árunum 1906 -1909 til að létta á aukinni umferð um götuna. Sumir höfðu reyndar lagt til að Sívaliturn yrði fluttur, til að breikka götuna, kannski var sú hugmynd sett fram meira í gamni en alvöru.

Forréttindi með konungsbréfi

Árið 1579 þegar Hafnarháskóli var 100 ára skipaði Friðrik II, með sérstöku konungsbréfi, svo fyrir að 20 Íslendingar sem hygðu á nám við Hafnarháskóla og næðu inntökuprófum, fengju ókeypis vist á Garði meðan þeir lykju grunnnámi. Danir gátu ekki sótt um vist á Garði fyrr en þeir hefðu lokið eins til tveggja ára námi við skólann. Frá upphafi hefur verið pláss fyrir 100 nemendur á Garði, yfirleitt í tveggja manna herbergjum. Íslensku námsmennirnir höfðu rétt á að borða ókeypis í mötuneyti skólans, sem staðsett var við Nørregade. Matstofa þessi nefndist Klaustur, fæðið þótti nokkuð misjafnt og nemendur kölluðu mötuneytið „kannibalen“, mannætuna.

Þegar Garður var tekinn í notkun 1623 gilti enn skipun Friðriks II um forgang Íslendinga að ókeypis vist á Garði. 

Þegar Friðrik II gaf út áðurnefnt konungsbréf voru siðaskiptin nýlega yfirstaðin, lúterskan tekin við af kaþólskunni. Mikill skortur var á prestum til að boða hinn nýja sið í kirkjum á Íslandi en framan af öldum voru það fyrst og fremst prestar sem luku námi frá Hafnarháskóla.

Ekki bara synir hinna efnuðu    

Ákvörðun konungs gerði mörgum efnalitlum, en efnilegum, íslenskum piltum sem sýnt höfðu mikla námshæfileika kleift að komast til náms. Slíkt hefði annars verið ógerlegt. Rétt er að nefna að stúlkur fengu fyrst aðgang að háskólanum árið 1875, og vist á Garði var þeim ekki heimiluð fyrr en árið 1971. Garðsréttindi Íslendinga sem tóku gildi árið 1579, eins og áður sagði, voru afnumin árið 1918. Samtals munu að minnsta kosti 800 íslenskir námsmenn hafa búið á Garði. Flestir bjuggu þeir í álmunni sem snýr að Købmagergade. Margar frásagnir eru til af Íslendingum á Garði og snúast fæstar um bóklestur og kristilegt líferni. 

Mörg kunnugleg nöfn

Engin leið er í pistli sem þessum að geta allra þeirra Íslendinga sem bjuggu á Garði, en í þeim hópi voru meðal annars Jón Sigurðsson forseti, Guðmundur Kamban rithöfundur, Grímur Thomsen skáld, Jónas Hallgrímsson skáld og náttúrufræðingur, Grímur Thorkelin leyndarskjalavörður, Sigfús Blöndal bókavörður, Hannes Hafstein ráðherra og Finnur Magnússon prófessor. 

Listi þjóðþekktra Dana er vitaskuld miklu lengri en meðal þeirra má nefna Søren Gyldendal, bóksala og útgefanda, Niels Ryberg Finsen lækni og nóbelsverðlaunahafa, Kaj Munk prest og skáld, Jens Otto Krag forsætisráðherra, Simon Spies ferðamálafrömuð, Mogens Glistrup stjórnmálamann, Bente Klarlund lækni og prófessor og Sørine Gotfredsen prest.

Tíundi hver umsækjandi fær pláss

Margt hefur breyst síðan fyrstu háskólanemarnir báru pjönkur sínar inn á Garð árið 1623. Þá voru nemendur háskólans tiltölulega fámennur hópur en í dag eru nemendurnir rétt um 40 þúsund. Á sama tíma hefur fátt breyst á Garði, fyrir utan ýmiskonar tæknileg þægindi, rafmagn, heitt vatn og upphitun o.fl þessháttar. Íbúafjöldinn er enn í kringum 100, og einungis tíundi hluti þeirra, sem uppfylla búsetuskilyrðin, fær inni. Þótt margir stúdentagarðar taki Garði fram hvað varðar þægindi af ýmsu tagi er Garður eigi að síður toppurinn á kransakökunni, ef svo má að orði komast. Það eru ekki margar opinberar byggingar í Kaupmannahöfn sem geta státað sig af 400 árum, með sömu notkun og í upphafi. 

Fast haldið í siðina

Á Garði ríkja ýmsir siðir og venjur, sem íbúar halda fast í. Einn þessara siða, og kannski sá sem flestir hafa heyrt um,  tengist linditré sem stendur í bakgarðinum. Linditré hefur staðið þarna frá árinu 1785 og Lindin eins og það er kallað er verndarvættur Garðs og ár hvert er haldið upp á afmæli trésins í byrjun maí. Þá er hvítur hanski settur á eina grein trésins og allir sem búa á Garði safnast saman og taka í „höndina“ á trénu, bukka sig og beygja og votta með því trénu virðingu sína. Að þeirri athöfn lokinni er haldin hátíð í garðinum, kölluð lindarhátíð. Núverandi linditré var gróðursett árið 1952 og er önnur kynslóð, gasleki í lögnum í garðinum varð fyrsta trénu að aldurtila. 

Geymir merka sögu

Eins og minnst var á í upphafi þessa pistils lætur rauða múrsteinsbyggingin með bogagöngunum við Købmagergade ekki mikið yfir sér. Hún geymir þó merka sögu og Íslendingar sem beina sjónum sínum að Sívalaturni vita kannski ekki að við gluggana á annarri hæð, gegnt turninum hafa íslenskir námsmenn iðulega staðið og virt fyrir sér mannlífið fyrir utan. Í hópi námsmannanna eru margir sem sett hafa svip sinn á sögu íslensku þjóðarinnar. 

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár