Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fjögur hundruð ára og ber aldurinn vel

Gegnt Sí­valaturni við Købma­gerga­de í Kaup­manna­höfn stend­ur lát­laust múr­steins­rautt hús, með boga­göng­um. Þetta hús sem teyg­ir sig milli Store Kannikestræde og Krystal­ga­de og in­neft­ir þeim báð­um má með nokkr­um rétti kalla fóst­ur­garð ís­lenskra mennta. Re­gensen er 400 ára.

Fjögur hundruð ára og ber aldurinn vel

Fullu nafni heitir þessi bygging sem almennt gengur undir nafninu Regensen Collegium Domus Regiæ – ”Det kongelige Kollegium”. Íslendingar sem ætíð hafa leitast við að íslenska dönsk nöfn kalla húsið Garð, sumir jafnvel Gamla-Garð.

Garður var tekinn í notkun árið 1623, í stjórnartíð Kristjáns IV. Húsið skemmdist talsvert í stórbrunanum 1728 en var endurbyggt. Bogagöngin sem snúa að Købmagergade voru gerð á árunum 1906 -1909 til að létta á aukinni umferð um götuna. Sumir höfðu reyndar lagt til að Sívaliturn yrði fluttur, til að breikka götuna, kannski var sú hugmynd sett fram meira í gamni en alvöru.

Forréttindi með konungsbréfi

Árið 1579 þegar Hafnarháskóli var 100 ára skipaði Friðrik II, með sérstöku konungsbréfi, svo fyrir að 20 Íslendingar sem hygðu á nám við Hafnarháskóla og næðu inntökuprófum, fengju ókeypis vist á Garði meðan þeir lykju grunnnámi. Danir gátu ekki sótt um vist á Garði fyrr en þeir hefðu lokið eins til tveggja ára námi við skólann. Frá upphafi hefur verið pláss fyrir 100 nemendur á Garði, yfirleitt í tveggja manna herbergjum. Íslensku námsmennirnir höfðu rétt á að borða ókeypis í mötuneyti skólans, sem staðsett var við Nørregade. Matstofa þessi nefndist Klaustur, fæðið þótti nokkuð misjafnt og nemendur kölluðu mötuneytið „kannibalen“, mannætuna.

Þegar Garður var tekinn í notkun 1623 gilti enn skipun Friðriks II um forgang Íslendinga að ókeypis vist á Garði. 

Þegar Friðrik II gaf út áðurnefnt konungsbréf voru siðaskiptin nýlega yfirstaðin, lúterskan tekin við af kaþólskunni. Mikill skortur var á prestum til að boða hinn nýja sið í kirkjum á Íslandi en framan af öldum voru það fyrst og fremst prestar sem luku námi frá Hafnarháskóla.

Ekki bara synir hinna efnuðu    

Ákvörðun konungs gerði mörgum efnalitlum, en efnilegum, íslenskum piltum sem sýnt höfðu mikla námshæfileika kleift að komast til náms. Slíkt hefði annars verið ógerlegt. Rétt er að nefna að stúlkur fengu fyrst aðgang að háskólanum árið 1875, og vist á Garði var þeim ekki heimiluð fyrr en árið 1971. Garðsréttindi Íslendinga sem tóku gildi árið 1579, eins og áður sagði, voru afnumin árið 1918. Samtals munu að minnsta kosti 800 íslenskir námsmenn hafa búið á Garði. Flestir bjuggu þeir í álmunni sem snýr að Købmagergade. Margar frásagnir eru til af Íslendingum á Garði og snúast fæstar um bóklestur og kristilegt líferni. 

Mörg kunnugleg nöfn

Engin leið er í pistli sem þessum að geta allra þeirra Íslendinga sem bjuggu á Garði, en í þeim hópi voru meðal annars Jón Sigurðsson forseti, Guðmundur Kamban rithöfundur, Grímur Thomsen skáld, Jónas Hallgrímsson skáld og náttúrufræðingur, Grímur Thorkelin leyndarskjalavörður, Sigfús Blöndal bókavörður, Hannes Hafstein ráðherra og Finnur Magnússon prófessor. 

Listi þjóðþekktra Dana er vitaskuld miklu lengri en meðal þeirra má nefna Søren Gyldendal, bóksala og útgefanda, Niels Ryberg Finsen lækni og nóbelsverðlaunahafa, Kaj Munk prest og skáld, Jens Otto Krag forsætisráðherra, Simon Spies ferðamálafrömuð, Mogens Glistrup stjórnmálamann, Bente Klarlund lækni og prófessor og Sørine Gotfredsen prest.

Tíundi hver umsækjandi fær pláss

Margt hefur breyst síðan fyrstu háskólanemarnir báru pjönkur sínar inn á Garð árið 1623. Þá voru nemendur háskólans tiltölulega fámennur hópur en í dag eru nemendurnir rétt um 40 þúsund. Á sama tíma hefur fátt breyst á Garði, fyrir utan ýmiskonar tæknileg þægindi, rafmagn, heitt vatn og upphitun o.fl þessháttar. Íbúafjöldinn er enn í kringum 100, og einungis tíundi hluti þeirra, sem uppfylla búsetuskilyrðin, fær inni. Þótt margir stúdentagarðar taki Garði fram hvað varðar þægindi af ýmsu tagi er Garður eigi að síður toppurinn á kransakökunni, ef svo má að orði komast. Það eru ekki margar opinberar byggingar í Kaupmannahöfn sem geta státað sig af 400 árum, með sömu notkun og í upphafi. 

Fast haldið í siðina

Á Garði ríkja ýmsir siðir og venjur, sem íbúar halda fast í. Einn þessara siða, og kannski sá sem flestir hafa heyrt um,  tengist linditré sem stendur í bakgarðinum. Linditré hefur staðið þarna frá árinu 1785 og Lindin eins og það er kallað er verndarvættur Garðs og ár hvert er haldið upp á afmæli trésins í byrjun maí. Þá er hvítur hanski settur á eina grein trésins og allir sem búa á Garði safnast saman og taka í „höndina“ á trénu, bukka sig og beygja og votta með því trénu virðingu sína. Að þeirri athöfn lokinni er haldin hátíð í garðinum, kölluð lindarhátíð. Núverandi linditré var gróðursett árið 1952 og er önnur kynslóð, gasleki í lögnum í garðinum varð fyrsta trénu að aldurtila. 

Geymir merka sögu

Eins og minnst var á í upphafi þessa pistils lætur rauða múrsteinsbyggingin með bogagöngunum við Købmagergade ekki mikið yfir sér. Hún geymir þó merka sögu og Íslendingar sem beina sjónum sínum að Sívalaturni vita kannski ekki að við gluggana á annarri hæð, gegnt turninum hafa íslenskir námsmenn iðulega staðið og virt fyrir sér mannlífið fyrir utan. Í hópi námsmannanna eru margir sem sett hafa svip sinn á sögu íslensku þjóðarinnar. 

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár