Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjárkúgunarmál á hendur Vítalíu fellt niður

Hér­aðssak­sókn­ari hef­ur fellt nið­ur rann­sókn sem hófst með kæru Ara Edwald, Hreggviðs Jóns­son­ar og Þórð­ar Más Jó­hann­es­son­ar á hend­ur Vítal­íu Lazarevu. Kærðu þre­menn­ing­arn­ir hana, ásamt Arn­ari Grant, fyr­ir til­raun til fjár­kúg­un­ar, hót­an­ir og fyr­ir brot á frið­helgi einka­lífs.

Fjárkúgunarmál á hendur Vítalíu fellt niður
Segir reynt að þagga niður í sér Vítalía segir að hún hafi verið beitt ofbeldi og kæra þremenninganna hafi verið áframhaldandi ofbeldi. Mynd: Anton Brink

Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn máls á hendur Vítalíu Lazarevu varðandi meinta fjárkúgun hennar á hendur þremur mönnum; þeim Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Niðurstaða embættis héraðssaksóknara var að rannsóknargögn málsins bæru ekki með sér að málið væri líklegt til sakfellingar.

Arnar Grant var einnig til rannsóknar í sama máli en Heimildin hefur ekki fengið staðfest að mál á hendur honum hafi verið fellt niður líka.

Þremenningarnir kærðu Vítalíu og Arnar til héraðssaksóknara í júní í fyrra fyrir tilraun til fjárkúgunar, fyrir hótanir og fyrir brot gegn friðhelgi einkalífsins. Málið allt á sér langa forsögu en hófst með því að í október 2021 birti Vítalía frásögn á Instagram af því að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi þriggja manna í heitum potti og í sumarbústað á Vesturlandi árið 2020. Nafngreindi Vítalía mennina þrjá í frásögninni. Þá greindi Vítalía einnig frá því að Arnar hefði fengið hana til að koma í umræddan sumarbústað, en þau áttu þá í ástarsambandi.

Sagði að gengið hefði verið yfir öll mörk

Vítalía steig síðar fram í hlaðvarpsþættinum Eigin konur, í janúar 2022, og lýsti þar upplifun sinni frekar. Hún nafngreindi hins vegar mennina ekki í því viðtali. Í viðtalinu lýsti hún hvernig þeir hafi allir farið yfir hennar mörk. „Fólk er held ég ekki að átta sig á því hversu stórt þetta var. Margir til dæmis halda að þetta hafi „bara“ verið eitthvert þukl. Þetta fór alveg yfir öll mörk,“ sagði hún. 

Vítalía kærði mennina þrjá fyrir kynferðisbrot gegn sér á síðasta ári. Embætti héraðssaksóknara hætti hins vegar rannsókn þess máls í apríl síðastliðnum. Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Vítalíu, staðfesti við Heimildina að ákvörðun héraðssaksóknara þar um hefði verið kærð til ríkissaksóknara.

Stundin greindi frá því í apríl á síðasta ári að viðræður hefðu staðið milli lögmanns Vítalíu og lögmanns á vegum þremenninganna um að ljúka málinu milli þeirra með svokölluðum þöggunarsamningi. Var það til umræðu áður en Vítalía opnaði sig opinberlega um málið. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var rætt um að Vítalía fengi mánaðarlegar greiðslur frá mönnunum og samkvæmt sömu heimildum var ein talan sem nefnd var 25 milljónir króna yfir fimm ára tímabil.

Í umfjöllun Stundarinnar kom ekki fram hver hefði haft frumkvæði að viðræðum um slíkan samning. Þau Vítalía og Ari vildu ekki tjá sig um málið við Stundina og ekki náðist í Þórð Má eða Hreggvið.

Ekki nóg fram komið til að ákæra

Það sem næst gerðist í málinu var hins vegar að þeir Ari, Hreggviður og Þórður Már kærðu Vítalíu og Arnar fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins, sem fyrr segir. Um er að ræða kæru í málinu sem nú hefur verið fellt niður. Í kærunni voru tilgreind atriði í 35 töluliðum sem þeir þremenningar töldu að væru refsiverð.

Við rannsókn málsins voru meðal annars teknar skýrslur þeim Ara, Hreggviði, Þórði Má, Vítalíu sjálfri og vitnum. Í niðurfellingarbréfi héraðssaksóknara segir að með hliðsjón af rannsóknargögnum málsins „verður ekki talið að það sem fram er komið sé nægilegt eða líklegt til sakfellis og er málið hér með fellt niður“.

Í yfirlýsingu sem lögmaður Vítalíu sendi Heimildinni segir hún að réttlætið hafi sigrað í þessu tilviki. „Ég tel að réttlætið hafi raunverulega sigrað hvað varðar þetta mál,“ hefur lögfræðingurinn þar eftir Vítalíu. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár