Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Misvísandi upplýsingar í matarkörfu Verðgáttarinnar

Þann 7. júní opn­uðu stjórn­völd nýja vef­síðu, Verð­gátt­ina, sem á að auð­velda neyt­end­um að fylgj­ast með verð­breyt­ing­um á nauð­synja­vör­um. Hag­fræð­ing­ur hjá BHM kall­ar vef­síð­una Verð­sam­ráðs­gátt­ina. Villa í gögn­um gaf ranga mynd af heild­ar­verði mat­ar­körfu.

Misvísandi upplýsingar í matarkörfu Verðgáttarinnar
Vöruverð Í Verðgáttinni geta neytendur borið saman verð á vörum í Bónus, Krónunni og Nettó. Mynd: Heiða Helgadóttir

Nýja vefsíðan Verðgáttin var opnuð þann 7. júní síðastliðinn. Tilgangur Verðgáttarinnar er tvíþættur, annars vegar eiga neytendur matvörubúðanna Bónus, Krónunnar og Nettó að geta borið saman verð á nauðsynjavörum. Hins vegar á þetta nýja fyrirkomulag, þar sem verslanirnar senda daglega frá sér gögn um verðþróun, að stuðla að aðhaldi og koma í veg fyrir of miklar verðhækkanir. 

Aðeins sólarhring eftir að hún fór í loftið vaknaði grunur meðal glöggra neytenda um verðsamráð, en athygli vakti að matarkörfur verslananna þriggja kostuðu allar rétt rúmar 42 þúsund krónur. Vefsíðan er samstarfsverkefni milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Fyrst greindi Vísir frá því að grunur væri á kreiki um að fyrrnefndar verslanir hefðu samstillt verð á vörum rétt áður en að Verðgáttin var opnuð. Inni á Verðgáttinni er hægt að sjá verðsögu tiltekinnar vöru en hún nær aðeins aftur um 10 daga. 

Villa í gögnum Verðgáttarinnar

Benjamin Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, skrifaði pistil 8. júní þar sem hann tók saman gögn um verðbreytingar fyrir opnun verðgáttarinnar. Í umfjöllun sinni fjallar Benjamin meðal annars um verðhækkun Bónus á morgunkorninu Kellogg's Special K. Þann 5. júní kostaði pakki af Special K morgunkorninu 879 krónur í Bónus en hafði hækkað um 33% daginn eftir í 1.172 krónur. Á sama tíma lækkuðu Krónan verðið úr 1.173 krónum í 880 krónur. Í hádeginu 9. júní höfðu matarkörfur allra verslana hækkað um 385-1.113 krónur vegna þess að fleiri vörum var bætt við vefsíðuna og voru mistök við upphaflega uppsetningu Verðgáttarinnar leiðrétt, þar á meðal verð á Special K morgunkorni og ferskum eggjum.

MatarkarfanÓdýrasta matarkarfan er í Krónunni þann 9. júní.

Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur hjá BHM, segir samtökin hafa gagnrýnt Verðgáttina við stjórnvöld en að á þá gagnrýni hafi ekki verið hlustað. „Við höfum margsinnis, bæði í samtali við þingmenn og einstaka þingnefndir, varað við því að þessi matvörugátt stjórnvalda muni verða skaðleg fyrir samkeppni á markaði.“

Vilhjálmur HarðasonHagfræðingur hjá BHM gagnrýnir Verðgáttina.

Aðeins eru upplýsingar um 77 vörur aðgengilegar á Verðgáttinni og segir Vilhjálmur það of fáar vörutegundir. Það er bara líklegt til þess að auka samráð milli verslana og verða skaðlegt fyrir samkeppni fremur en að vinna með neytendum.

44-46 þúsund krónur fyrir matarkörfu

Í fyrri umfjöllun Heimildarinnar um Verðgáttina gagnrýndi forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, einnig vörufjöldann. „Hægt væri að bregðast við þessari hættu með því að safna verðum í fleiri vöruflokkum, en að opinber birting taki til færri vöruflokka í einu og breytist frá einu tímabili til annars.“

Vilhjálmur segir það stjórnvöldum til skammar að hafa ekki hlustað á gagnrýni verkalýðsfélaga og Samkeppniseftirlitsins. „Við höfum svona í kaldhæðni kallað þetta einfaldlega Verðsamráðsgáttina.“

Um heildarverð matvörukarfa verslananna sem stóð í rúmum 42 þúsundum þann 8. júní sagði Vilhjálmur: „Það munar um 50-100 krónum á heildarverðinu milli verslana á þessum 42 þúsund krónum. Ég veit ekki hvernig stjórnvöld ætla að bregðast við þessu því að verslanirnar vilja ekki taka þátt í verðeftirliti þar sem eru tilviljanakenndar vörur og meiri ófyrirsjáanleiki. Ég sé ekki neina aðra leið út úr þessu heldur en að þau loki þessari matvörugátt því að það er mjög lítill ábati af henni“. Hann bætir við að nú þurfi verkalýðshreyfingin að stórefla verðlagseftirlit sitt. 

Aðspurður hvort að það sé mögulegt fyrir neytendur að fylgjast með verðbreytingum á vefsíðu án þess að verslanir geti nýtt sér hana til samráðs telur Vilhjálmur það lykilatriði að hætta að bera saman vörumerki. „Leiðin er sú í fyrsta lagi að stórauka fjöldann af vörum í svona verðeftirliti, að hafa það ófyrirsjáanlegt og handahófskennt. Þá skiptir líka máli að hætta að bera saman vörumerki. Það er að segja að verðkannanir byggi frekar á þörfum.“

Verðkannanir sýni ekki réttan verðmun

„Búðirnar passa að vera ekki með sömu vörumerki og mótmæla því þegar verið er að bera saman mismunandi vörumerki fyrir sömu vöru, til dæmis hrísgrjón. Þessir glöggu neytendur vita, og þetta hefur ASÍ kannski ekki afhjúpað, að það er mun meiri munur milli Krónunnar og Bónus heldur en verðkannanir sýna. Við vorum að vona það að þessi matvörugátt myndi afhjúpa það en hún hefur ekki gert það.

Vilhjálmur segir að með því að lækka verð á vörum í Verðgáttinni geti verslanir blekkt neytendur. „Svona geta þau blekkt neytendur og passað að þessi 74 vörumerki séu ekkert endilega á lager í verslununum þegar neytendur koma inn. Þessa blekkingu var ASÍ að benda á.“ 

Athugið að fréttin hefur verið uppfærð. Þar sagði áður ranglega að verð á vörum hefði hækkað en síðar kom í ljós að upplýsingar í Verðgáttinni voru misvísandi. 

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Þetta segir okkur eina ferðina enn hversu kaupmennska og brask sem er augséð afsprengi þess samkeppnis og lýðræðis samfélags sem okkur talin trú um að sé best.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
1
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
3
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
6
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
7
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
8
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
9
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
10
Erlent

Hryll­ing­ur á barna­spítal­an­um eft­ir að Ísra­els­her neyddi lækna til að skilja eft­ir unga­börn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
7
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu