Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ríkinu gert að greiða hátt í milljarð til Vinnslustöðvarinnar og Hugins

Tvær út­gerð­ir, sem feng­ið höfðu mak­ríl­kvóta að millj­arða verð­mæti end­ur­gjalds­laust, fá nú einnig greidd­ar 844 millj­ón­ir króna auk vaxta og drátt­ar­vaxta eft­ir dóm sem féll ís­lenska rík­inu í óhag í dag. Upp­haf­lega stefndu sjö út­gerð­ir rík­inu til greiðslu bóta en fimm féllu frá máls­sókn­inni eft­ir hörð við­brögð í sam­fé­lag­inu.

Ríkinu gert að greiða hátt í milljarð til Vinnslustöðvarinnar og Hugins
Hrósar sigri Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Mynd: mbl / Óskar Pétur Friðriksson

Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum og dótturfélagi hennar, Huginn ehf, alls um 844 milljónir króna, auk vaxta og dráttarvaxta, vegna fjártjóns sem útgerðirnar urðu fyrir sökum þess að þeim var úthlutað minni makrílkvóta en skylt var. Þá var ríkinu gert að greiða málskostnað útgerðanna beggja, alls 25 milljónir króna.

Útgerðarfyrirtækin stefndu ríkinu sumarið 2019 og kröfðust þá bóta upp á rúma 1,8 milljarða samanlagt, auk hæstu mögulegu dráttarvaxta. Síðan þá höfðu fyrirtækin hins vegar lækkað bótakröfur sínar umtalsvert, eða um þriðjung og fóru þær fram á að ríkissjóður greiddi þeim rúmlega 1,2 milljarð króna í bætur, auk dráttarvaxta. Þetta var gert eftir að niðurstöður dómkvaddra matsmanna á meintu mögulegu tjóni þeirra lágu fyrir, en þær sýndu hið ætlaða tjón minna en Vinnslustöðin og Huginn höfðu áður áætlað. 

Langur aðdragandi

844
milljónir þarf ríkið að greiða

Forsaga málsins er sú að árið 2018 komst Hæstiréttur, í máli sem stórútgerðir höfðuðu á hendur ríkinu, að þeirri niðurstöðu að úthlutun kvóta á öðrum grundvelli en veiðireynslu hefði verið ólögmæt. Sú úthlutun, sem var rót dómsmálsins, var byggð á reglugerð sem Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, setti árið 2010 og átti að miða að því að smærri útgerðir gætu í meira mæli veitt makríl.

„Reikn­ing­­­ur­inn vegna þess verður þá að koma frá grein­inni. Það er bara svo ein­falt“
Bjarni Benediktsson
fjármála- og efnahagsráðherra, um kröfur útgerðanna

Eftir að dómur Hæstaréttar lá fyrir samþykkti Alþingi, í byrjun árs 2019, lagafrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sem þá var sjávarútvegsráðherra, um að makríll yrði kvótasettur á grundvelli veiðireynslu. Fengu útgerðir kvótann því gefins, kvóta að verðmæti tugi milljarða króna. Sjö stórútgerðir kröfðust hins vegar frekari bóta. Meðal þeirra voru Vinnslustöðin og Huginn. Hin fyrirtækin féllu hins vegar frá málssókninni, eftir hörð viðbrögð þegar í ljós kom að kröfur fyrirtækjanna sjö námu rúmum 10 milljörðum króna. Þær fréttir voru fluttar í miðjum efnahagsþrengingum vegna kórónaveirufaraldursins, og fóru ekki vel ofan í fólk. Meðal annars sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra á Alþingi að í hans huga myndi reikningurinn, ef málið tapaðist, ekki verða sendur á skattgreiðendur. „Reikn­ing­­­ur­inn vegna þess verður þá að koma frá grein­inni. Það er bara svo ein­falt.“

Tvær útgerðir bökkuðu ekki

Vinnslustöðin og Huginn héldu hins vegar kröfum sínum til streitu, og vísuðu til þess að þó tímarnir væru erfiðir giltu í landinu lög. Fyrirtækin sem fengið höfðu makrílkvóta að virði tug milljarða að gjöf töldu sig enn eiga inni hjá ríkissjóði.

Málið var dómtekið í mars síðastliðnum og dómar féllu í dag. Samkvæmt dómnum var Hugin dæmdar tæpar 329 milljónir króna í bætur, auk vaxta og dráttarvaxta, og ríkinu gert að greiða fyrirtækinu 10 milljónir króna í málskostnað. Vinnslustöðinni voru dæmdar 515 milljónir króna í bætur, auk vaxta og dráttarvaxta, og þá var íslenska ríkinu gert að greiða fyrirtækinu 15 milljónir króna í málskostnað.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Meiri viðbjóðurinn!
    2
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Ég held að flestir séu nú farnir að vita hverjir eiga raunverulega Ísland.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár