Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkinu gert að greiða hátt í milljarð til Vinnslustöðvarinnar og Hugins

Tvær út­gerð­ir, sem feng­ið höfðu mak­ríl­kvóta að millj­arða verð­mæti end­ur­gjalds­laust, fá nú einnig greidd­ar 844 millj­ón­ir króna auk vaxta og drátt­ar­vaxta eft­ir dóm sem féll ís­lenska rík­inu í óhag í dag. Upp­haf­lega stefndu sjö út­gerð­ir rík­inu til greiðslu bóta en fimm féllu frá máls­sókn­inni eft­ir hörð við­brögð í sam­fé­lag­inu.

Ríkinu gert að greiða hátt í milljarð til Vinnslustöðvarinnar og Hugins
Hrósar sigri Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Mynd: mbl / Óskar Pétur Friðriksson

Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum og dótturfélagi hennar, Huginn ehf, alls um 844 milljónir króna, auk vaxta og dráttarvaxta, vegna fjártjóns sem útgerðirnar urðu fyrir sökum þess að þeim var úthlutað minni makrílkvóta en skylt var. Þá var ríkinu gert að greiða málskostnað útgerðanna beggja, alls 25 milljónir króna.

Útgerðarfyrirtækin stefndu ríkinu sumarið 2019 og kröfðust þá bóta upp á rúma 1,8 milljarða samanlagt, auk hæstu mögulegu dráttarvaxta. Síðan þá höfðu fyrirtækin hins vegar lækkað bótakröfur sínar umtalsvert, eða um þriðjung og fóru þær fram á að ríkissjóður greiddi þeim rúmlega 1,2 milljarð króna í bætur, auk dráttarvaxta. Þetta var gert eftir að niðurstöður dómkvaddra matsmanna á meintu mögulegu tjóni þeirra lágu fyrir, en þær sýndu hið ætlaða tjón minna en Vinnslustöðin og Huginn höfðu áður áætlað. 

Langur aðdragandi

844
milljónir þarf ríkið að greiða

Forsaga málsins er sú að árið 2018 komst Hæstiréttur, í máli sem stórútgerðir höfðuðu á hendur ríkinu, að þeirri niðurstöðu að úthlutun kvóta á öðrum grundvelli en veiðireynslu hefði verið ólögmæt. Sú úthlutun, sem var rót dómsmálsins, var byggð á reglugerð sem Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, setti árið 2010 og átti að miða að því að smærri útgerðir gætu í meira mæli veitt makríl.

„Reikn­ing­­­ur­inn vegna þess verður þá að koma frá grein­inni. Það er bara svo ein­falt“
Bjarni Benediktsson
fjármála- og efnahagsráðherra, um kröfur útgerðanna

Eftir að dómur Hæstaréttar lá fyrir samþykkti Alþingi, í byrjun árs 2019, lagafrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sem þá var sjávarútvegsráðherra, um að makríll yrði kvótasettur á grundvelli veiðireynslu. Fengu útgerðir kvótann því gefins, kvóta að verðmæti tugi milljarða króna. Sjö stórútgerðir kröfðust hins vegar frekari bóta. Meðal þeirra voru Vinnslustöðin og Huginn. Hin fyrirtækin féllu hins vegar frá málssókninni, eftir hörð viðbrögð þegar í ljós kom að kröfur fyrirtækjanna sjö námu rúmum 10 milljörðum króna. Þær fréttir voru fluttar í miðjum efnahagsþrengingum vegna kórónaveirufaraldursins, og fóru ekki vel ofan í fólk. Meðal annars sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra á Alþingi að í hans huga myndi reikningurinn, ef málið tapaðist, ekki verða sendur á skattgreiðendur. „Reikn­ing­­­ur­inn vegna þess verður þá að koma frá grein­inni. Það er bara svo ein­falt.“

Tvær útgerðir bökkuðu ekki

Vinnslustöðin og Huginn héldu hins vegar kröfum sínum til streitu, og vísuðu til þess að þó tímarnir væru erfiðir giltu í landinu lög. Fyrirtækin sem fengið höfðu makrílkvóta að virði tug milljarða að gjöf töldu sig enn eiga inni hjá ríkissjóði.

Málið var dómtekið í mars síðastliðnum og dómar féllu í dag. Samkvæmt dómnum var Hugin dæmdar tæpar 329 milljónir króna í bætur, auk vaxta og dráttarvaxta, og ríkinu gert að greiða fyrirtækinu 10 milljónir króna í málskostnað. Vinnslustöðinni voru dæmdar 515 milljónir króna í bætur, auk vaxta og dráttarvaxta, og þá var íslenska ríkinu gert að greiða fyrirtækinu 15 milljónir króna í málskostnað.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Meiri viðbjóðurinn!
    2
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Ég held að flestir séu nú farnir að vita hverjir eiga raunverulega Ísland.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu