Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkinu gert að greiða hátt í milljarð til Vinnslustöðvarinnar og Hugins

Tvær út­gerð­ir, sem feng­ið höfðu mak­ríl­kvóta að millj­arða verð­mæti end­ur­gjalds­laust, fá nú einnig greidd­ar 844 millj­ón­ir króna auk vaxta og drátt­ar­vaxta eft­ir dóm sem féll ís­lenska rík­inu í óhag í dag. Upp­haf­lega stefndu sjö út­gerð­ir rík­inu til greiðslu bóta en fimm féllu frá máls­sókn­inni eft­ir hörð við­brögð í sam­fé­lag­inu.

Ríkinu gert að greiða hátt í milljarð til Vinnslustöðvarinnar og Hugins
Hrósar sigri Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Mynd: mbl / Óskar Pétur Friðriksson

Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum og dótturfélagi hennar, Huginn ehf, alls um 844 milljónir króna, auk vaxta og dráttarvaxta, vegna fjártjóns sem útgerðirnar urðu fyrir sökum þess að þeim var úthlutað minni makrílkvóta en skylt var. Þá var ríkinu gert að greiða málskostnað útgerðanna beggja, alls 25 milljónir króna.

Útgerðarfyrirtækin stefndu ríkinu sumarið 2019 og kröfðust þá bóta upp á rúma 1,8 milljarða samanlagt, auk hæstu mögulegu dráttarvaxta. Síðan þá höfðu fyrirtækin hins vegar lækkað bótakröfur sínar umtalsvert, eða um þriðjung og fóru þær fram á að ríkissjóður greiddi þeim rúmlega 1,2 milljarð króna í bætur, auk dráttarvaxta. Þetta var gert eftir að niðurstöður dómkvaddra matsmanna á meintu mögulegu tjóni þeirra lágu fyrir, en þær sýndu hið ætlaða tjón minna en Vinnslustöðin og Huginn höfðu áður áætlað. 

Langur aðdragandi

844
milljónir þarf ríkið að greiða

Forsaga málsins er sú að árið 2018 komst Hæstiréttur, í máli sem stórútgerðir höfðuðu á hendur ríkinu, að þeirri niðurstöðu að úthlutun kvóta á öðrum grundvelli en veiðireynslu hefði verið ólögmæt. Sú úthlutun, sem var rót dómsmálsins, var byggð á reglugerð sem Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, setti árið 2010 og átti að miða að því að smærri útgerðir gætu í meira mæli veitt makríl.

„Reikn­ing­­­ur­inn vegna þess verður þá að koma frá grein­inni. Það er bara svo ein­falt“
Bjarni Benediktsson
fjármála- og efnahagsráðherra, um kröfur útgerðanna

Eftir að dómur Hæstaréttar lá fyrir samþykkti Alþingi, í byrjun árs 2019, lagafrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sem þá var sjávarútvegsráðherra, um að makríll yrði kvótasettur á grundvelli veiðireynslu. Fengu útgerðir kvótann því gefins, kvóta að verðmæti tugi milljarða króna. Sjö stórútgerðir kröfðust hins vegar frekari bóta. Meðal þeirra voru Vinnslustöðin og Huginn. Hin fyrirtækin féllu hins vegar frá málssókninni, eftir hörð viðbrögð þegar í ljós kom að kröfur fyrirtækjanna sjö námu rúmum 10 milljörðum króna. Þær fréttir voru fluttar í miðjum efnahagsþrengingum vegna kórónaveirufaraldursins, og fóru ekki vel ofan í fólk. Meðal annars sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra á Alþingi að í hans huga myndi reikningurinn, ef málið tapaðist, ekki verða sendur á skattgreiðendur. „Reikn­ing­­­ur­inn vegna þess verður þá að koma frá grein­inni. Það er bara svo ein­falt.“

Tvær útgerðir bökkuðu ekki

Vinnslustöðin og Huginn héldu hins vegar kröfum sínum til streitu, og vísuðu til þess að þó tímarnir væru erfiðir giltu í landinu lög. Fyrirtækin sem fengið höfðu makrílkvóta að virði tug milljarða að gjöf töldu sig enn eiga inni hjá ríkissjóði.

Málið var dómtekið í mars síðastliðnum og dómar féllu í dag. Samkvæmt dómnum var Hugin dæmdar tæpar 329 milljónir króna í bætur, auk vaxta og dráttarvaxta, og ríkinu gert að greiða fyrirtækinu 10 milljónir króna í málskostnað. Vinnslustöðinni voru dæmdar 515 milljónir króna í bætur, auk vaxta og dráttarvaxta, og þá var íslenska ríkinu gert að greiða fyrirtækinu 15 milljónir króna í málskostnað.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Meiri viðbjóðurinn!
    2
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Ég held að flestir séu nú farnir að vita hverjir eiga raunverulega Ísland.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár