Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Draga úr launahækkun ráðamanna og hækka lífeyri almannatrygginga

Rík­is­stjórn­in hef­ur kynnt að­gerð­ir sem sporna eiga við verð­bólgu og draga úr þenslu. Auka á við stuðn­ing til leigj­enda og stuðn­ing við upp­bygg­ingu í íbúða á leigu­mark­aði. Þá verða launa­hækk­an­ir æðstu ráða­manna 2,5% í stað 6%. Laun for­sæt­is­ráð­herra hækka því um 62 þús­und krón­ur á mán­uði í stað 148 þús­und króna.

Draga úr launahækkun ráðamanna og hækka lífeyri almannatrygginga
Berjast gegn verðbólgu Ríkisstjórnin tekst á við verðbólgudrauginn. Mynd: Bára Huld Beck

Laun ráðamanna hækka minna en ráð var fyrir gert, lífeyrir almannnatryggingar verður hækkaður, frítekjumark húsnæðisbóta leigjenda verður hækkað afturvirkt, stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða og hlutdeildarlán verða aukin og framkvæmdum á vegum hins opinbera verður frestað. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórninn hefur kynnt, sem miða að því að takast á við verðbólgu.

Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem umræddar aðgerðir eru tíundaðar er lögð áhersla á að afkoma ríkissjóðs fari stórbatnandi miðað við áætlanir og frumjöfnuður verði jákvæður um 44 milljarða króna, 90 milljörðum betri afkoma en reiknað var með við samþykkt fjárlaga í desember síðastliðnum.

„Þannig er tryggt að laun æðstu ráðamanna auki ekki verðbólguþrýsting“
úr tilkynningu ríkisstjórnarinnar

Til viðbótar við þessa bættu afkomu sé því nú ráðist í aðgerðir til að vinna gegn verðbólgu og gegn hækkun vaxta, til að styðja við aðgerðir Seðlabankans og sporna gegn þenslu. Þar ber fyrst að nefna að leggja á fram frumvarp um að launahækkanir þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins verði í ár 2,5 prósent, í stað 6 prósent. „Þannig er tryggt að laun æðstu ráðamanna auki ekki verðbólguþrýsting,“ segir í tilkynningunni. Laun Katrínar Jakobsdóttur munu því sem dæmi hækka um tæpar 62 þúsund krónur á mánuði, í stað þess að hækka um 148 þúsund krónur. Eftir hækkunina verður forsætisráðherra með 2.532.293 krónur í mánaðarlaun.

Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að til verja kaupmátt örorku- og ellilifeyrisþega verði lífeyrir almannatrygginga hækkaður um 2,5 prósent frá miðju ári, ogan á 7,4 prósent hækkun í upphafi árs.

Hækka frítekjumark leigjenda

Frítekjumark húsnæðisbóta leigjenda verður hækkað um 2,5 prósent afturvirkt frá ársbyrjun og unnið er að lagabreytingum sem muni bæta réttarstöðu leigjenda. Á starfshópur að skila niðurstöðum þar um fyrir 1. júlí.

Samkvæmt tillögunum á að kanna lagabreytingar er lúta að heimagistingu, með það að markmiði að draga úr þrýsting á húsnæðismarkað. Að sama skapi á að tvöfalda stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða inna almenna íbúðakerfisins. Framlög til hlutdeildarlána verða einnig tvöfölduð þannig að á árunum 2024 og 2025 verði byggðar árlega 1.000 íbúðir með stuðningi ríkisins. Þá verði 250 íbúðum aukið við áætlanir yfirstandandi árs.

Þá á að draga saman seglin í rekstri ríkisins með frestun framkvæmda og því að draga úr þensluhvetjandi skattaívilnunum. Meðal þeirra framkvæmda sem verður frestar eru nýbygging stjórnarráðsins, sem raunar hefur áður verið frestað, og samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila. Þá á að afla nýrra tekna upp á rúma 18 milljarða með ýmsum leiðum.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár