Uppskriftirnar sem geta ært heimakokkinn

Flest­ir heima­kokk­ar þekkja þá til­finn­ingu að klúðra upp­skrift­um þar sem hafa þarf eitt eða fleiri tækni­leg at­riði í huga. Be­arnaise-sósa og maj­o­nes eru kannski þekkt­ustu dæm­in um slík­ar upp­skrift­ir sem flest­ir hafa lík­lega klúðr­að ein­hvern tím­ann. Heim­ild­in fékk Nönnu Rögn­vald­ar­dótt­ur og Hrefnu Sætr­an til að deila upp­skrift­um sem geta reynt á færni og þol­in­mæði heima­kokks­ins.

Uppskriftirnar sem geta ært heimakokkinn
Nanna með vel heppnað soufflé Nanna Rögnvaldardóttir valdi soufflé með hindberjum sem dæmi um krefjandi uppskrift sem stundum mistekst. Þegar hún gerði souffléið fyrir Heimildina tókst henni vel til smellti Heiða Helgadóttir þessari mynd af rétt eftir að Nanna hafði tekið það úr ofninum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Flestir heimakokkar þekkja sjálfsagt þá tilfinningu að halda að einhver uppskrift sé þeim ofviða. Bearnaise-sósa, heimagert majones, eitthvert brauð, Pavlova eða bara pitsubotn með sínum frumefnum: hveiti, vatni, geri og salti. Maður treystir sér bara ekki í þetta. 

Svo er ákveðið að ríða bara á vaðið einn daginn, slá til, láta slag standa, kýla á þetta og þá áttar heimakokkurinn sig á því að rétturinn eða uppskriftin sem hann hélt að væri svo flókin er það ekki í raun.

Trikkið sem getur skilið milli feigs og ófeigs

Oft er það bara eitthvert eitt grundvallaratriði sem þarf að hafa í huga til að klúðra ekki uppskriftinni. Ekki ofhita bearnaise-sósuna svo hún skilji sig ekki. Nei, ekki hella of mikilli olíu út í eggjarauðurnar í einu fyrst þegar byrjað er að hræra í majonesið – eins og enski kokkurinn Gordon Ramsay segir þá eru fyrstu þrjátíu sekúndurnar mikilvægastar í majonesgerðinni – því …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SS
    Stefanía Skarphéðinsdóttir skrifaði
    Uppskrift á frönsku? Er það ekki dáldið of avant garde
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár