Meðalverð íbúða er langhæst á Seltjarnarnesi og í Garðabæ, samkvæmt nýbirtu fasteignamati næsta árs. Heildarverðmæti íbúða, hvort sem er í séreign eða fjölbýli, er 192 milljarðar á Seltjarnarnesi en 765 milljarðar í Garðabæ. Á nesinu eru þó aðeins 1.716 íbúðir en í Garðabæ eru þær 7.081 íbúð. Meðalverðmæti íbúða á Seltjarnarnesi er því 111,7 milljónir króna og 108 milljónir í Garðabæ. Það er bara í þessum tveimur sveitarfélögum sem meðalverð íbúða er yfir 100 milljónum króna.
Upplýsingar sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti á miðvikudag innihalda tölur um heildarmat fasteigna í mismunandi flokkum í öllum sveitarfélögum landsins. Úr þeim tölum má lesa hversu margar skráðar íbúðir eru í hverju sveitarfélagi, hvert heildarvirði þeirra er samkvæmt mati HMS, og því hvar meðalverðmæti íbúða er hæst.
Verðmætustu eignirnar er allar að finna á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir utan Seltjarnarnesbæ og Garðabæ eru það Mosfellsbær, …
Athugasemdir