Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hlutfall tekjuhárra heimila hæst á Seltjarnarnesi og í Garðabæ

Hag­stof­an hef­ur birt nýj­ar töl­ur úr mann­tali árs­ins 2021 sem sýna að Seltjarn­ar­nes og Garða­bær skera sig úr, hvað varð­ar hlut­fall heim­ila sem eru í efsta tekjufimmt­ungi heim­ila á landsvísu.

Hlutfall tekjuhárra heimila hæst á Seltjarnarnesi og í Garðabæ
Seltjarnarnes Heimili á Seltjarnarnesi og Garðabæ eru líklegri til þess að vera í efsta tekjufimmtungi en heimili í nokkrum öðrum sveitarfélögum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sveitarfélögin Seltjarnarnes og Garðabær skera sig úr á landsvísu ef litið er til hlutfalls heimila í efsta tekjufimmtungi, en 34 prósent heimila á Seltjarnarnesi voru í þeim hópi og 33,4 prósent heimila í Garðabæ, samkvæmt tölum sem Hagstofan hefur birt úr manntali ársins 2021.

Næst á lista koma Snæfellsbær og Grýtubakkahreppur, en þar voru 28,8 og 27,6 prósent heimila í efsta tekjufimmtungi. Þar á eftir koma Kópavogur og Fjarðabyggð, þar sem um og yfir 24 prósent heimila voru í efsta tekjufimmtungi.

Í nokkrum sveitarfélögum hefur þetta hlutfall lækkað talsvert frá manntalinu 2011, sér í lagi í Vestmannaeyjum, á Skagaströnd og í Fjarðabyggð. Í þessum sveitarfélögum voru yfir 30 prósent heimila í efsta tekjufimmtungi árið 2011, en öllu lægri nú. Allra mest var breytingin í Vestmannaeyjum, þar sem hlutfall heimila í efsta tekjufimmtungi lækkaði um 8,1 prósentustig. 

Á hinum enda skalans sést í tölum Hagstofunnar að hlutfallslega fæst heimili í Þingeyjarsveit, Húnaþingi vestra og Hrunamannahreppi voru í efsta tekjufimmtungi  heimila í landinu, eða innan við 11 prósent heimila í hverju sveitarfélagi um sig.

Mörg tekjulág heimili á Ásbrú og miðborg Reykjavíkur

Hagstofan hefur einnig tekið saman upplýsingar um það hvernig hlutfall heimila í lægsta tekjufimmtungi eru innan svokallaðra smásvæða í landinu. Þar má sjá nokkur svæði skera sig úr. Hæst er hlutfallið á skilgreindu svæði sem nær yfir Ásbrú í Reykjanesbæ, en 42 prósent heimila þar voru í lægsta tekjufimmtungi samkvæmt manntalinu.

Í og við miðborg Reykjavíkur er hlutfall tekjulágra heimila einnig hátt, eða allt upp í rúm 38 prósent á einu svæði miðsvæðis. 

Á hinum enda þessa skala var eitt skilgreint smásvæði á Seltjarnarnesi, þar sem 8,2 prósent heimila voru í lægsta tekjufimmtungi og svæði á Akranesi þar sem 8,6 prósent heimila voru í lægsta tekjufimmtungi. Þar á eftir komu svo fjögur smásvæði í Garðabæ.

Eins og gefur að skilja hefur gerð heimila mest um það að segja hvernig tekjur þess eru. Þannig voru um 70 prósent heimilanna sem féllu í lægsta tekjufimmtunginn heimili með einungis einum einstakling, eða þá heimili einstæðra mæðra og feðra.










Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár