Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Umhverfisráðherra hefur semsagt enga skoðun á hvalveiðum Íslendinga“

Þing­mað­ur Við­reisn­ar ósk­aði eft­ir af­stöðu um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra til hval­veiða Ís­lend­inga í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Al­þingi í dag. Ráð­herra svar­aði með því að segja að nýta eigi auð­lind­ir, bæði til sjós og lands, með sjálf­bær­um hætti.

„Umhverfisráðherra hefur semsagt enga skoðun á hvalveiðum Íslendinga“
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, spurði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra út í afstöðu hans til hvalveiða. Ráðherra svaraði með því að segja að nýta eigi auðlindir, bæði til sjós og lands, með sjálfbærum hætti. Mynd: Bára Huld Beck

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, ræddi hvalveiðar út frá umhverfissjónarmiðum í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 

„Það liggur fyrir að hvalir eru mikilvægur, jafnvel ómissandi, hluti af heilbrigðu vistkerfi sjávar. Og þvert á það sem sumir hafa haldið fram þá styrkir tilvist þeirra til að mynda fiskistofna,“ sagði Hanna Katrín sem beindi fyrirspurn sinni til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. 

„Ég spyr hæstvirtan umhverfisráðherra í ljósi þeirra jákvæðu áhrifa sem hvalir hafa á vistkerfi sjávar og vistkerfi almennt, hver er afstaða ráðherra til hvalveiða Íslendinga?“

Hvalur hf. hefur leyfi til að veiða langreyðar við Íslandsstrendur út þetta sumar en svo þarf matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, að ákveða hvort félagið fái áframhaldandi heimild til veiðanna næstu fjögur árin eða ekki. Hvalveiðarnar eru umdeildar og hafa verið fyrirferðamiklar í umræðunni eftir að Matvælastofnun birti upplýsingar um langvinnt dauðastríð og þjáningar langreyða sem Hvalur hf. hefur skotið.

Um helmingur landsmanna andvígur hvalveiðum

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu er um helmingur landsmanna andvígur hvalveiðum. 51 prósent svarenda eru andvíg hvalveiðum, samanborið við 42 prósent árið 2019. Andstaðan er 57 prósent á höfuðborgarsvæðinu en 41 prósent á landsbyggðinni. 24 prósent höfuðborgarbúa eru hlynntir hvalveiðum og 40 prósent íbúa á landsbyggðinni. 

Höfuðborgarbúum sem eru andvígir hvalveiðum hefur fjölgað um sjö prósent frá síðustu könnun en fjölgunin er meiri á landsbyggðinni. 27 prósent íbúa á landsbyggðinni voru andvígir hvalveiðum fyrir fjórum árum en hefur nú fjölgað um 13 prósent. 

Karlar eru hlynntari hvalveiðum en konur samkvæmt könnun Maskínu. 41,4 prósent karla eru hlynntir veiðunum en aðeins 15,4 prósent kvenna. Á sama tíma eru 62,2 prósent kvenna andvígar hvalveiðum en 41,4 prósent karla. Því eldra sem fólk er, því líklegra er það til að vera hlynnt hvalveiðum. Þannig eru 43,5 prósent 60 ára og eldri hlynnt hvalveiðum en aðeins 16 prósent á aldrinum 18-49 ára. 67,5 prósent yngsta aldurshópsins, 18-49 ára, eru andvíg hvalveiðum. 

Íslendingar ráði sínum málum sjálf

Drög að starfsleyfi Hvals hf. liggja fyrir hjá heilbrigðiseftirliti Vesturlands og heimilt er að veita andmæli við því til 9. júní. Eftir það hefur heilbrigðiseftirlitið fjórar vikur til að afgreiða umsóknina. Hann Katrín spurði ráðherra jafnframt að því, í ljósi upplýsinga um að Hvalur hf. hafi ekki brugðist við ýmsum frávikum frá fyrri starfsleyfum, hvort fyrirhugað væri að bregðast við beiðni fyrirtækisins um þessa sérstöku undanþágu. 

„Er, að mati ráðherra, rétt að veita fyrirtæki sem ekki hefur starfað í samræmi við reglur í landinu undanþágu frá lögbundnu starfsleyfi, sérstaklega í máli sem er jafn umdeilt og raun ber vitni, þegar kemur að hvalveiðum Íslendinga?“ spurði Hanna Katrín. 

Guðlaugur Þór sagðist ekki ætla að greina frá niðurstöðu í þingsal í máli sem er í formlegum farvegi í ráðuneytinu. „Það væru nú ekki vinnubrögð sem væru sæmandi,“ sagði ráðherra. 

Hvað afstöðu hans til hvalveiða sagði Guðlaugur Þór að þegar nýta eigi auðlindir eigi að gera það með sjálfbærum hætti, nokkuð sem ráðherra hefur sagt áður. „Við höfum ávallt lagt áherslu á það Íslendingar, alls staðar, og að við ráðum þeim málum sjálf. Svo getum við tekist á um það hvað er rétt að gera og hvað við viljum gera. Það er gríðarlega mikilvægt, og heyrir beint undir lífsákvörðun íslenskrar þjóðar, að sjálfbærni sé alltaf höfð að leiðarljósi og að við ráðum sjálf okkar málum. Við gætum verið í þeirri stöðu ef sumir flokkar ná hér fram sínum áherslum að við værum bara álitsgjafar og að þessar ákvarðanir verði teknar annars staðar. Og það er af fullri alvöru sem ég minni á þetta hér.“

Sjálfbærni„Það er gríðarlega mikilvægt, og heyrir beint undir lífsákvörðun íslenskrar þjóðar, að sjálfbærni sé alltaf höfð að leiðarljósi og að við ráðum sjálf okkar málum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

„Umhverfisráðherra hefur semsagt enga skoðun á hvalveiðum Íslendinga. Jafnvel minni skoðun á áhrifum þeirra á lífríki sjávar en hann hefur áhyggjur af lífríki Skerjafjarðar ef byggt verður þar,“ svaraði Hann Katrín, og hélt áfram: 

„Ég velti því fyrir mér, vegna þess þegar menn verða ráðþrota þá eru þetta alltaf síðustu rökin, að við ætlum að fá að ráða þessu sjálf. Getur ráðherra ekki verið sammála mér í því að það að fá að ráða hlutum sjálf felst í því að það er bæði hægt að segja já og nei.“

Þá sagði Hanna Katrín að engin stoð sjálfbærni syðji hvalveiðar. „Ekki efnahagslega stoðin, ekki sú félagslega og ekki sú umhverfislega. Þá er kannski ástæða til að líta til hagsmuna Íslendinga frekar en hagsmuna Hvals hf. og segja nei við hvalveiðum. En fyrst og fremst þætt mér, í alvöru, ágætt að fá skoðun ráðherrans á hvalveiðum.“

Guðlaugur Þór gagnrýndi Hönnu Katrínu fyrir að halda því fram að hann hefði enga skoðun á lífríki sjávar. „Það er algjörlega skýrt í mínum huga og liggur alveg fyrir að við nýtum auðlindir, bæði sjós og lands, með sjálfbærum hætti.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
3
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár