Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Garðrækt í safni í súld

Doktor Gunni rýn­ir í tvær plöt­ur ís­lenskra tón­list­ar­kvenna: How To Start a Garden með Nönnu og Muse­um með JF­DR.

Garðrækt í safni í súld

Nanna – How To Start a Garden

   

Útgefandi: Republic

Eins og alkunna er eiga fjölmargir íslenskir tónlistarmenn fínu gengi að fagna erlendis. Nú þegar plötusala er í mýflugumynd eru streymistölur á Spotify stundum notaðar til að mæla vinsældir tónlistarfólks. Of Monsters and Men eiga sennilega mest streymda íslenska lagið, Little Talk er núna með 873.500.000 spilanir á Spotify – alveg galinn hellingur! Hljómsveitin er algjörlega búin að meika það, hefur túrað heiminn þvers og kurs og gefið út þrjár plötur síðan sveitin sigraði Músiktilraunir 2010. Það er því saga til næstu plötubúðar þegar söngkona sveitarinnar og annað aðalandlit hennar, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, tekur sig til og gefur út sólóplötu, Hvernig á að hefja garðrækt.

Öfugt við suma tónlistarmenn hefur Of Monsters and Men aldrei auglýst það sérstaklega að vera íslensk hljómsveit, enda er erfitt að benda á hið „íslenska“ í hljóðheimi hennar, öfugt við t.d. Sigur Rós, þar sem fólk þykist finna fyrir alíslenskum fjöllum og firnindum. Sólóplata Nönnu hljómar þó mun meira „íslensk“ en Monsters, oft glittir í fossbarða hamraveggi, snjófjúk á heiði og einmana hrafn á flugi. Nanna er mjög melankólískt stemmd, platan er mjög hæg, angurvær og jafnvel drungaleg – samt kraftmikil þegar hún vill það. Melódíurnar eru lengi að sýna sig, stundum springa þær út eins og fallegt blóm, stundum gerist ekkert. Það mun hafa verið einangrun á Covid-tímum, sem hleypti þessari harmrænu heimsendadepurð í Nönnu og fyrir vikið er platan ansi seintekin og skriðþung – eins og ört minnkandi skriðjökull á hamfarahlýnunartímum, gæti einhver erlendur poppskríbent jafnvel sagt.

Nanna bakkar upp melankólíuna með dapurlegum ástarsorgar- og einangrunartextum og gengur oft nærri sér og berar inn að beini. Í Crybaby, einu af bestu lögum plötunnar, syngur hún til að mynda: When all the very best of me was / Given to the dogs in the street / Well, I don't have a problem / With crawling on fours … og maður tekur andköf og hugsar: Æ, æ, aumingja stelpan. Það er vitanlega vandað vel til verka í allri framleiðslu, enda er Aaron Dessner úr hljómsveitinni The National með puttana í hljóðvinnslunni. Nanna syngur mjög vel og er góður túlkandi. Það er smá kántrífílingur víðs vegar, heildin er mjög snyrtilegt indie-folk, sem stundum fær lánað út hljóðheimi Sigur Rósar. Fín en frekar erfið plata – og ekki það auðgrípanlega indie-popp, sem úr þessari átt hefur komið áður. Það er ekki skilyrði að vera þunglyndur, í ástarsorg, eða almennt niðurdreginn vegna ótta við heimsenda til að samsvara sig við verkið, en það hjálpar eflaust til.

JFDR – Museum

   

Útgefandi: Houndstooth

Jófríður Ákadóttir var bráðung byrjuð að búa til tónlist með systur sinni og fleiri stelpum í hljómsveitinni Pascal Pinon, sem var yngsta bandið í því sem var stundum kallað krútt í kringum árið 2010. Hún var í Samaris og fleiri grúppum en sólóferil hefur hún ástundað síðan 2017 þegar fyrsta JFDR-platan, Brazil, kom út. Museum er þriðja sólóplata hennar og varð til upp úr sjálfskoðun á Covid-tímum, mikið unnin með eiginmanni hennar, Ástralanum Joshua Wilkinson. Líkt og Nanna er Jófríður mest í hægagangi á plötunni sinni. Hún er leitandi í tónlistarsköpuninni og tekst oft vel upp í að búa til andríkt og dreymandi gáfnaljósapopp eins og t.d. í fyrstu tveimur lögunum: The Orchid með sinni sterku melódíu og skemmtilegu hljóðfæraskipan og Life Man, sem býður sömuleiðis upp á sterka melódíu og nánast sprettharðan danstakt. Eftir þessa sterku byrjun tekur við mikil eyðimerkurganga um letilegar og seinteknar ballöður, sem mynda eins konar súldarlega innistemningu, með nokkrum hápunktum þó – Air Unfolding er sem dæmi góð angurvær og blíð píanóballaða og lokalagið Underneath The Sun er nett kassagítardrifin ballaða, sem tekur mann út að ljósinu við enda ganganna. Þá er lagið Spectator glimrandi fínt og langspil gefur ósungna laginu Flower Bridge draugalegt yfirbragð.

Platan hefði getað verið enn betri með meiri fjölbreytni – allur þessi innhverfi og hvísl-listræni baðsloppafílingur, sem sjaldan er með næga innistæðu í melódíubankanum, verður dálítið þreytandi til lengdar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár