Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Garðrækt í safni í súld

Doktor Gunni rýn­ir í tvær plöt­ur ís­lenskra tón­list­ar­kvenna: How To Start a Garden með Nönnu og Muse­um með JF­DR.

Garðrækt í safni í súld

Nanna – How To Start a Garden

   

Útgefandi: Republic

Eins og alkunna er eiga fjölmargir íslenskir tónlistarmenn fínu gengi að fagna erlendis. Nú þegar plötusala er í mýflugumynd eru streymistölur á Spotify stundum notaðar til að mæla vinsældir tónlistarfólks. Of Monsters and Men eiga sennilega mest streymda íslenska lagið, Little Talk er núna með 873.500.000 spilanir á Spotify – alveg galinn hellingur! Hljómsveitin er algjörlega búin að meika það, hefur túrað heiminn þvers og kurs og gefið út þrjár plötur síðan sveitin sigraði Músiktilraunir 2010. Það er því saga til næstu plötubúðar þegar söngkona sveitarinnar og annað aðalandlit hennar, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, tekur sig til og gefur út sólóplötu, Hvernig á að hefja garðrækt.

Öfugt við suma tónlistarmenn hefur Of Monsters and Men aldrei auglýst það sérstaklega að vera íslensk hljómsveit, enda er erfitt að benda á hið „íslenska“ í hljóðheimi hennar, öfugt við t.d. Sigur Rós, þar sem fólk þykist finna fyrir alíslenskum fjöllum og firnindum. Sólóplata Nönnu hljómar þó mun meira „íslensk“ en Monsters, oft glittir í fossbarða hamraveggi, snjófjúk á heiði og einmana hrafn á flugi. Nanna er mjög melankólískt stemmd, platan er mjög hæg, angurvær og jafnvel drungaleg – samt kraftmikil þegar hún vill það. Melódíurnar eru lengi að sýna sig, stundum springa þær út eins og fallegt blóm, stundum gerist ekkert. Það mun hafa verið einangrun á Covid-tímum, sem hleypti þessari harmrænu heimsendadepurð í Nönnu og fyrir vikið er platan ansi seintekin og skriðþung – eins og ört minnkandi skriðjökull á hamfarahlýnunartímum, gæti einhver erlendur poppskríbent jafnvel sagt.

Nanna bakkar upp melankólíuna með dapurlegum ástarsorgar- og einangrunartextum og gengur oft nærri sér og berar inn að beini. Í Crybaby, einu af bestu lögum plötunnar, syngur hún til að mynda: When all the very best of me was / Given to the dogs in the street / Well, I don't have a problem / With crawling on fours … og maður tekur andköf og hugsar: Æ, æ, aumingja stelpan. Það er vitanlega vandað vel til verka í allri framleiðslu, enda er Aaron Dessner úr hljómsveitinni The National með puttana í hljóðvinnslunni. Nanna syngur mjög vel og er góður túlkandi. Það er smá kántrífílingur víðs vegar, heildin er mjög snyrtilegt indie-folk, sem stundum fær lánað út hljóðheimi Sigur Rósar. Fín en frekar erfið plata – og ekki það auðgrípanlega indie-popp, sem úr þessari átt hefur komið áður. Það er ekki skilyrði að vera þunglyndur, í ástarsorg, eða almennt niðurdreginn vegna ótta við heimsenda til að samsvara sig við verkið, en það hjálpar eflaust til.

JFDR – Museum

   

Útgefandi: Houndstooth

Jófríður Ákadóttir var bráðung byrjuð að búa til tónlist með systur sinni og fleiri stelpum í hljómsveitinni Pascal Pinon, sem var yngsta bandið í því sem var stundum kallað krútt í kringum árið 2010. Hún var í Samaris og fleiri grúppum en sólóferil hefur hún ástundað síðan 2017 þegar fyrsta JFDR-platan, Brazil, kom út. Museum er þriðja sólóplata hennar og varð til upp úr sjálfskoðun á Covid-tímum, mikið unnin með eiginmanni hennar, Ástralanum Joshua Wilkinson. Líkt og Nanna er Jófríður mest í hægagangi á plötunni sinni. Hún er leitandi í tónlistarsköpuninni og tekst oft vel upp í að búa til andríkt og dreymandi gáfnaljósapopp eins og t.d. í fyrstu tveimur lögunum: The Orchid með sinni sterku melódíu og skemmtilegu hljóðfæraskipan og Life Man, sem býður sömuleiðis upp á sterka melódíu og nánast sprettharðan danstakt. Eftir þessa sterku byrjun tekur við mikil eyðimerkurganga um letilegar og seinteknar ballöður, sem mynda eins konar súldarlega innistemningu, með nokkrum hápunktum þó – Air Unfolding er sem dæmi góð angurvær og blíð píanóballaða og lokalagið Underneath The Sun er nett kassagítardrifin ballaða, sem tekur mann út að ljósinu við enda ganganna. Þá er lagið Spectator glimrandi fínt og langspil gefur ósungna laginu Flower Bridge draugalegt yfirbragð.

Platan hefði getað verið enn betri með meiri fjölbreytni – allur þessi innhverfi og hvísl-listræni baðsloppafílingur, sem sjaldan er með næga innistæðu í melódíubankanum, verður dálítið þreytandi til lengdar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
2
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið
7
Fréttir

Kaup­mátt­ur eykst lít­il­lega eft­ir langt sam­drátt­ar­skeið

Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann jókst lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, eða um 0,1 pró­sent. Á síð­ustu þrem­ur árs­fjórð­ung­um í fyrra hafði kaup­mátt­ur dreg­ist sam­an. Vaxta­gjöld heim­il­anna halda áfram að vega þungt í heim­il­is­bók­haldi lands­manna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi greiddu heim­ili lands­ins sam­an­lagt um 35 millj­arða króna í vaxta­gjöld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
6
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
7
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
8
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
10
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár