Lúkas Emil Johansen aðstoðaði við framleiðslu, auk þess að leika í því, og er nú á leið með hinum á Berlin Music Video Awards – en þangað fara einnig Konráð Kárason Þormar, sem skaut myndbandið og Hermann Jónsson, sem var framleiðandi ásamt leikstjóranum og tónskáldinu.
Undirrituð heyrði um myndbandið hjá Lúkasi Emil sem er stundum á vappi á ritstórn Heimildarinnar vegna fjölskyldutengsla. Forvitni kviknaði að heyra um myndbandið, sem vinum hans tókst að fjármagna sjálfum og er nú á leiðinni á fræga hátíð í útlöndum.
Lúkas segir myndbandið ekki keppa til verðlauna í Berlín heldur vera í silfurúrvalinu. En þarna séu stærstu nöfn í heimi að keppa til verðlauna; The Weeknd, Ed Sheeran, Red Hot Chili Peppers, Harry Styles og Lil wayne – svo einhverjir séu nefndir.
Hann bendir einnig á að lagið hafi komið út 31. maí á Spotify og bætir við: „Það var tekið upp í Toppstöðinni …
Athugasemdir