Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hækka vexti húsnæðislána yfir 10 prósent

Lands­bank­inn hef­ur hækk­að óverð­tryggða hús­næð­is­lána­vexti um 1,25% beint í kjöl­far stýri­vaxta­hækk­un­ar Seðla­banka Ís­lands. Greiðsla af 50 millj­óna króna hús­næð­is­láni er rúm­lega 150 þús­und hærri á mán­uði en í venju­legu vaxtaum­hverfi.

Hækka vexti húsnæðislána yfir 10 prósent
Hærra verð og hærri vextir Fasteignamat íbúðarhúsnæðis var í dag hækkað að jafnaði um 13,7% til að bregðast við hækkandi fasteignaverði. Af matinu eru ákvörðuð fasteignagjöld. Mynd: Shutterstock

Greiðsla af dæmigerðu 50 milljóna króna óverðtryggðu húsnæðisláni hækkar um 50 þúsund krónur við vaxtahækkun Landsbankans í dag. Með hækkuninni um 1,25%, sem jafngildir hækkun peningastefnunefndar Seðlabankans á stýrivöxtum í síðustu viku, eru húsnæðislánavextir komnir yfir 10% mörkin, í 10,25%.

Ef dæmi er tekið af slíku óverðtryggðu húsnæðisláni til 40 ára, með breytilegum vöxtum, má sjá að greiðslubyrðin hefur meira en tvöfaldast á tveimur árum. Þetta gerist meðan húsnæðislánavextir hafa tæplega þrefaldast, úr 3,5% í júní 2021 í 10,25% í dag. Árið 2021 var þannig mánaðarleg greiðsla af láninu um 194 þúsund krónur á mánuði. Eftir daginn í dag verður greiðslan 435 þúsund krónur, sem er hækkun um 241 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu.

Vextir af húsnæðislánum sveifluðust verulega niður á við árið 2021 þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti snarlega í tilraun til að draga úr kólnun hagkerfisins í Covid-faraldrinum. Þeir vextir voru því ekki dæmigerðir. Tveimur árum áður voru dæmigerðir óverðtryggðir húsnæðislánavextir 6,1%, rétt eins og tveimur árum þar áður, árið 2017. Afborgun af sams konar láni þá er þó 156 þúsund krónum lægri en hún yrði í dag, eða 279 þúsund krónum lægri. Það gerir tæplega 1,9 milljón króna á ársgrundvelli í greiðslur vegna húsnæðisláns frá venjulegu árferði til núverandi vaxtaumhverfis á Íslandi.

Þess ber að geta að fasteignaverð hefur hækkað verulega frá árinu 2021, hvað þá 2019, og því fara lánsfjárhæðir hækkandi.

Frá því á morgun er Landsbankinn ekki í hættu á að fá neikvæða raunvexti á útlánin sín, það er að segja að vextirnir séu lægri en verðbólga. Verðbólgan mældist síðast 9,5% og er henni spáð lækkun. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands er 23. ágúst og er þar spáð enn meiri stýrivaxtahækkun.

Einungis húsnæðislán á breytilegum vöxtum taka breytingum, en stór hluti húsnæðislána Landsbankans á föstum vöxtum uppfærast í ríkjandi vaxtastig árin 2024 og 2025. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, greindi frá því að vanskil hjá bankanum væru aðeins um 0,1%. Vextir bankans á húsnæðislánum hafa hins vegar hækkað á þessu ári úr 7,5% í 10,25% og greiðsla af 50 milljóna króna láni um 105 þúsund krónur á mánuði.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár