Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hækka vexti húsnæðislána yfir 10 prósent

Lands­bank­inn hef­ur hækk­að óverð­tryggða hús­næð­is­lána­vexti um 1,25% beint í kjöl­far stýri­vaxta­hækk­un­ar Seðla­banka Ís­lands. Greiðsla af 50 millj­óna króna hús­næð­is­láni er rúm­lega 150 þús­und hærri á mán­uði en í venju­legu vaxtaum­hverfi.

Hækka vexti húsnæðislána yfir 10 prósent
Hærra verð og hærri vextir Fasteignamat íbúðarhúsnæðis var í dag hækkað að jafnaði um 13,7% til að bregðast við hækkandi fasteignaverði. Af matinu eru ákvörðuð fasteignagjöld. Mynd: Shutterstock

Greiðsla af dæmigerðu 50 milljóna króna óverðtryggðu húsnæðisláni hækkar um 50 þúsund krónur við vaxtahækkun Landsbankans í dag. Með hækkuninni um 1,25%, sem jafngildir hækkun peningastefnunefndar Seðlabankans á stýrivöxtum í síðustu viku, eru húsnæðislánavextir komnir yfir 10% mörkin, í 10,25%.

Ef dæmi er tekið af slíku óverðtryggðu húsnæðisláni til 40 ára, með breytilegum vöxtum, má sjá að greiðslubyrðin hefur meira en tvöfaldast á tveimur árum. Þetta gerist meðan húsnæðislánavextir hafa tæplega þrefaldast, úr 3,5% í júní 2021 í 10,25% í dag. Árið 2021 var þannig mánaðarleg greiðsla af láninu um 194 þúsund krónur á mánuði. Eftir daginn í dag verður greiðslan 435 þúsund krónur, sem er hækkun um 241 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu.

Vextir af húsnæðislánum sveifluðust verulega niður á við árið 2021 þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti snarlega í tilraun til að draga úr kólnun hagkerfisins í Covid-faraldrinum. Þeir vextir voru því ekki dæmigerðir. Tveimur árum áður voru dæmigerðir óverðtryggðir húsnæðislánavextir 6,1%, rétt eins og tveimur árum þar áður, árið 2017. Afborgun af sams konar láni þá er þó 156 þúsund krónum lægri en hún yrði í dag, eða 279 þúsund krónum lægri. Það gerir tæplega 1,9 milljón króna á ársgrundvelli í greiðslur vegna húsnæðisláns frá venjulegu árferði til núverandi vaxtaumhverfis á Íslandi.

Þess ber að geta að fasteignaverð hefur hækkað verulega frá árinu 2021, hvað þá 2019, og því fara lánsfjárhæðir hækkandi.

Frá því á morgun er Landsbankinn ekki í hættu á að fá neikvæða raunvexti á útlánin sín, það er að segja að vextirnir séu lægri en verðbólga. Verðbólgan mældist síðast 9,5% og er henni spáð lækkun. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands er 23. ágúst og er þar spáð enn meiri stýrivaxtahækkun.

Einungis húsnæðislán á breytilegum vöxtum taka breytingum, en stór hluti húsnæðislána Landsbankans á föstum vöxtum uppfærast í ríkjandi vaxtastig árin 2024 og 2025. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, greindi frá því að vanskil hjá bankanum væru aðeins um 0,1%. Vextir bankans á húsnæðislánum hafa hins vegar hækkað á þessu ári úr 7,5% í 10,25% og greiðsla af 50 milljóna króna láni um 105 þúsund krónur á mánuði.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár