Korda Samfónía
Korda Samfónía er stórkostlegt verkefni þar sem sannað er að fátt er eins mannbætandi og tónlist og sköpun. Megi hún halda áfram að vaxa og dafna.
Korda Samfónía hélt stórtónleika í Silfurbergi í Hörpu mánudagskvöldið 22. maí sl. Korda kynnir sig sem óvenjulegustu hljómsveit landsins og það er sjálfsagt ekki fjarri lagi en sveitin er skipuð faglegu tónlistarfólki, nemendum úr Listaháskóla Íslands og fólki sem lent hefur í ýmiss konar áföllum og er á mismunandi stöðum í endurhæfingarferli, fólk sem ekkert endilega hefur komið mikið nálægt tónlistarflutningi og sköpun áður. Sigrún Sævarsdóttir Griffiths heldur svo utan um allt batteríið en hún hlaut menntun sína í Guildhall School of music and drama í London og kennir hún nú við þann sama skóla. Ég fékk að fylgjast með því í fyrrasumar, á Nordklang-kórahátíðinni, hvernig ófaglærðir söngvarar (samt sumt vant kórfólk) göldruðu fram söngverk á þremur dögum undir hennar handleiðslu og fluttu síðan á tónleikum í Eldborg og það var mögnuð upplifun svo vægt sé til orða tekið.
Mismunandi stílar
Korda flytur líka einungis eigin tónlist sem meðlimir hafa …
Athugasemdir