Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Til hvers er ríkið ef það er ekki til að bregðast við ástandi sem þessu?“

For­seti Al­þing­is varð við beiðni for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um þing­fund vegna efna­hags­mála lands­ins. Þing­menn tóku und­ir að brýn nauð­syn væri á slík­um fundi og að­gerð­um frá stjórn­völd­um á Al­þingi í dag.

„Til hvers er ríkið ef það er ekki til að bregðast við ástandi sem þessu?“
Kristrún Frostadóttir Óskaði eftir því að haldinn yrði þingfundur vegna stöðu efnahagsmála. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Til hvers er ríkið ef það er ekki til að bregðast við ástandi sem þessu, til að dreifa högginu af því áfalli sem nú stendur yfir?“ spurði formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, á þingi í dag.  

Forseti Alþingis samþykkti beiðni Samfylkingarinnar um að efna til þingfundar um efnahagsmál í kjölfar 1,25 prósentustiga hækkunar Seðlabanka Íslands á stýrivöxtum nú í morgun. Von er á að fundur verði næstkomandi þriðjudag. 

Þingmenn fögnuðu samþykki Birgi Ármannssonar forseta Alþingis og  kölluðu eftir svörum frá ríkisstjórn. Þar á meðal var þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson. „Ég tek undir þá beiðni sem hefur komið fram um að hafa þingfund til að ræða stöðu efnahagsmála af því að það er alveg augljóst að efnahagsstjórnin er að mistakast.“ 

Þá hvatti Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokk fólksins einnig til þess að haldinn yrði fundur og sagði ríkisstjórnina vera steinsofandi. „Hún sér ekkert, talar ekkert, heyrir ekkert og gerir ekkert. Það er kominn tími til að við höldum hérna almennan fund og vekjum hana þannig að hún fari nú að hjálpa þeim sem þurfa virkilega á hjálp að halda.“

Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar tók undir með formanni sínum í pontu. „Við þurfum að verja leigjendur fyrir snjóhengju á leigumarkaði með breytingum á húsaleigulögum. Við þurfum að hækka vaxtabætur, sérstaklega til þeirra heimila sem eru í senn, tekjulág og finna fyrir æ meiri greiðslubyrði [...].“

Þingmaður Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson, telur neyðarástand ríkja í efnahagsmálum þjóðarinnar. „Hagstjórnin hér á landi er í molum. Það er fullt af fólki sem er að taka á sig alveg svakalegt högg, fyrirtæki líka. Þetta er að hafa gríðarleg áhrif inn í framtíðina. Við erum að búa til nýja húsnæðisbólu og lítið er verið að gera í ríkisstjórninni.“

Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokk fólksins, hvatti þingmenn þá til þess að leita sér þekkingar og ráðgjafar svo að hægt yrði að takast á við efnahagsmálin í næstu viku. 

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Þar sé þessi ríkisstjórn virðist bara gera eitt, það er að gefa einkavinum Sjálfstæðisflokksins peningana okkar, er þá ekki komið nóg hjá Framsóknarflokknum og VG ?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu