Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Til hvers er ríkið ef það er ekki til að bregðast við ástandi sem þessu?“

For­seti Al­þing­is varð við beiðni for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um þing­fund vegna efna­hags­mála lands­ins. Þing­menn tóku und­ir að brýn nauð­syn væri á slík­um fundi og að­gerð­um frá stjórn­völd­um á Al­þingi í dag.

„Til hvers er ríkið ef það er ekki til að bregðast við ástandi sem þessu?“
Kristrún Frostadóttir Óskaði eftir því að haldinn yrði þingfundur vegna stöðu efnahagsmála. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Til hvers er ríkið ef það er ekki til að bregðast við ástandi sem þessu, til að dreifa högginu af því áfalli sem nú stendur yfir?“ spurði formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, á þingi í dag.  

Forseti Alþingis samþykkti beiðni Samfylkingarinnar um að efna til þingfundar um efnahagsmál í kjölfar 1,25 prósentustiga hækkunar Seðlabanka Íslands á stýrivöxtum nú í morgun. Von er á að fundur verði næstkomandi þriðjudag. 

Þingmenn fögnuðu samþykki Birgi Ármannssonar forseta Alþingis og  kölluðu eftir svörum frá ríkisstjórn. Þar á meðal var þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson. „Ég tek undir þá beiðni sem hefur komið fram um að hafa þingfund til að ræða stöðu efnahagsmála af því að það er alveg augljóst að efnahagsstjórnin er að mistakast.“ 

Þá hvatti Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokk fólksins einnig til þess að haldinn yrði fundur og sagði ríkisstjórnina vera steinsofandi. „Hún sér ekkert, talar ekkert, heyrir ekkert og gerir ekkert. Það er kominn tími til að við höldum hérna almennan fund og vekjum hana þannig að hún fari nú að hjálpa þeim sem þurfa virkilega á hjálp að halda.“

Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar tók undir með formanni sínum í pontu. „Við þurfum að verja leigjendur fyrir snjóhengju á leigumarkaði með breytingum á húsaleigulögum. Við þurfum að hækka vaxtabætur, sérstaklega til þeirra heimila sem eru í senn, tekjulág og finna fyrir æ meiri greiðslubyrði [...].“

Þingmaður Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson, telur neyðarástand ríkja í efnahagsmálum þjóðarinnar. „Hagstjórnin hér á landi er í molum. Það er fullt af fólki sem er að taka á sig alveg svakalegt högg, fyrirtæki líka. Þetta er að hafa gríðarleg áhrif inn í framtíðina. Við erum að búa til nýja húsnæðisbólu og lítið er verið að gera í ríkisstjórninni.“

Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokk fólksins, hvatti þingmenn þá til þess að leita sér þekkingar og ráðgjafar svo að hægt yrði að takast á við efnahagsmálin í næstu viku. 

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Þar sé þessi ríkisstjórn virðist bara gera eitt, það er að gefa einkavinum Sjálfstæðisflokksins peningana okkar, er þá ekki komið nóg hjá Framsóknarflokknum og VG ?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár