Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Alvotech tapaði 38 milljörðum króna á þremur mánuðum

Mark­aðsvirði Al­votech hef­ur lækk­að um alls 212 millj­arða króna á rúm­um mán­uði, eða síð­an að banda­ríska lyfja­eft­ir­lit­ið synj­aði fé­lag­inu um mark­aðs­leyfi fyr­ir lyk­il­vöru. Hand­bært fé Al­votech í lok mars var um 42 pró­sent af tapi fé­lags­ins á fyrsta árs­fjórð­ungi.

Alvotech tapaði 38 milljörðum króna á þremur mánuðum
Forstjórinn Róbert Wessman er tók sem forstjóri Alvotech um síðustu áramót. Mynd: Nasdaq Iceland

Alvotech tapaði alls 276,2 milljónum Bandaríkjadala á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Miðað við gengi Bandaríkjadals í lok mars eru það 37,6 milljarðar króna. Það er mun meira tap en var hjá félaginu á sama tímabili í fyrra, þegar það tapaði 10,5 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi. Munurinn milli ára er því 27,1 milljarðar króna. 

Þetta tap bætist við þá 70 milljarða króna sem Alvotech tapaði á árinu 2022 og 12,9 milljarða króna sem félagið tapaði 2021. 

Í uppgjörinu kemur fram að Alvotech hafi átt 115,8 milljónir Bandaríkjadali í handbæru fé í lok mars síðastliðins, sem er um 15,8 milljarðar króna á gengi þess gjaldmiðils í lok mars. Það er um 42 prósent af þeim fjármunum sem félagið tapaði á fyrsta ársfjórðungi 2023. Ef Alvotech hefur haldið áfram að tapa fé á sama hraða og félagið gerði á fyrstu þremur mánuðum ársins er ljóst að það fé hefur ekki dugað Alvotech lengi. Innherji, undirvefur Vísis sem fjallar um efnahagsmál og viðskipti, greinir frá því í dag að Alvotech skoði að sækja sér aukið fjármagn í reksturinn. 

Fengu ekki markaðsleyfi

Alvotech varð fyrir miklu áfalli í apríl síðastliðnum þegar bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) tilkynnti að það gæti ekki veitt Alvotech markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðu líftæknigigtarlyfsins Humira sem er mest selda lyf í heimi. Róbert Wessman, forstjóri, stjórnarformaður og helsti eigandi Alvotech, sagði í viðtali í janúar að það væri „mjög ólíklegt“ að bandaríska lyfjaeftirlitið myndi setja fram frekari athugasemdir sem myndu valda því að ekki væri hægt að hefja markaðssetningu á AVT02 í júlí.

Daginn sem niðurstaða lyfjaeftirlitsins átti að liggja fyrir, þann 13. apríl, var markaðsvirði Alvotech 528 milljarðar króna. Síðan þá hefur það fallið gríðarlega og var í lok dags í gær 358 milljarðar króna. Það þýðir að á rúmum mánuði höfðu 170 milljarðar króna skafist af markaðsvirði Alvotech

Markaðurinn hefur ekki tekið vel í ársfjórðungsuppgjörið sem birt var í dag. Bréf í Alvotech hafa fallið um tæplega tólf prósent og markaðsvirðið er komið niður í 316 milljarða króna. Virðið hefur minnkað um alls 212 milljarða króna síðan 13. apríl. 

Hafa óskað eftir fundi með deild

Fjallað er um synjun lyfjaeftirlitsins í tilkynningu til Kauphallar Íslands vegna uppgjörsins. Þar segir að í svari þess hafi verið bent á að Alvotech þurfi að bregðast við athugasemdum sem gerðar voru í kjölfar úttektar eftirlitsins á framleiðsluaðstöðunni í Reykjavík, til þess að eftirlitið geti samþykkt umsókn Alvotech um markaðsleyfi. 

Alvotech er með aðra umsókn um markaðsleyfi fyrirliggjandi hjá eftirlitinu og frestur til að afgreiða hana rennur út 28. júní næstkomandi. „Sú umsókn inniheldur gögn sem staðfesta að lyfið standist kröfur til að markaðsetja megi það sem líftæknilyfjahliðstæðum, auk gagna sem staðfesta að lyfið uppfylli kröfur um útskiptileika við Humira. Skilyrðið sem eftir er að uppfylla til þess að FDA geti afgreitt umsóknina er jákvæð niðurstaða úttektar á aðstöðu fyrirtækisins. Alvotech hefur óskað eftir fundi með þeirri deild FDA sem ber ábyrgð á úttektum á lyfjaframleiðendum (OPMA) til að ræða hvort svör fyrirtækisins við athugasemdum eftirlitsins teljist fullnægjandi.“

Fjár­fest­inga­fé­lagið Aztiq, sem nú heitir Flóki Invest, var stærsti eigandi Alvotech í lok síðasta árs. Það er að stórum hluta í eigu Róberts Wessman og hélt þá á næstum 41 pró­senta hlut í Alvotech. Þar á eftir kom Alvogen, syst­ur­fé­lag Alvotech, með um 36 pró­sent, en Róbert á um þriðj­ung í því félagi. Þessi tvö félög voru langstærstu eigendur Alvotech. Alls eiga aðrir íslenskir fjárfestar um níu prósent í Alvotech. Yfir 900 manns starfa hjá samstæðunni. Langflestir þeirra, rúmlega 700, starfa hérlendis.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár