Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Níu mínútna fréttaskammtur

Rót­gró­ið breskt við­skipta­blað held­ur úti snörpu dag­legu frétta­hlað­varpi sem óhætt er að mæla með.

Níu mínútna fréttaskammtur
FT Sagt er á greinargóðan hátt frá tíðindum úr viðskiptaheiminum í hlaðvarpinu News Briefing.

Breska dagblaðið Financial Times hefur, eins og mörg önnur fjölmiðlafyrirtæki, farið af nokkrum krafti í framleiðslu eigin hlaðvarpsþátta á undanförnum misserum. Blaðið gefur út nokkra hlaðvarpsþætti með reglulegu millibili, m.a. um fjármál, stjórnmál og alþjóðamál sem hlýða má á, ókeypis, í öllum hlaðvarpsveitum. 

Gideon Rachman, sem í hátt í tvo áratugi hefur verið helsti álitsgjafi blaðsins um alþjóðamál, heldur til dæmis úti viðtalsþættinum Rachman Review þar sem hann á oft áhugaverð samtöl við leikendur og greinendur á sviði alþjóðastjórnmála.

En ég er ekki að skrifa þennan stutta pistil til að vegsama þann þátt, heldur fréttahlaðvarpið FT News Briefing, sem kemur út alla virka morgna, fyrir fótaferðartíma flestra Íslendinga.

Fyrir þau sem vilja byrja daginn á örskammti af áhugaverðri fréttaumfjöllun um viðskipti og alþjóðamál, hvort sem það er á leið til vinnu eða yfir morgunbollanum, má sannarlega mæla með þessu knappa hlaðvarpi. 

Í hefðbundnum þætti er farið yfir 3-4 fréttir úr Financial Times og rætt við blaðamennina um efni þeirra, í snörpum og skemmtilegum samtölum sem auðheyrilega eru vel undirbúin. Þættirnir eru alla jafna í umsjón bandaríska blaðamannsins Marc Filippino, sem hefur einkar áheyrilega rödd.

Að jafnaði eru þættirnir um níu mínútna langir og það er eiginlega hálfgert afrek hvað Filippino og félögum hjá Financial Times tekst að koma miklu af áhugaverðum upplýsingum, oft um fréttamál sem fá litla athygli íslenskra fjölmiðla, inn í eyrun á manni á þessari stuttu stund.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár