Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Níu mínútna fréttaskammtur

Rót­gró­ið breskt við­skipta­blað held­ur úti snörpu dag­legu frétta­hlað­varpi sem óhætt er að mæla með.

Níu mínútna fréttaskammtur
FT Sagt er á greinargóðan hátt frá tíðindum úr viðskiptaheiminum í hlaðvarpinu News Briefing.

Breska dagblaðið Financial Times hefur, eins og mörg önnur fjölmiðlafyrirtæki, farið af nokkrum krafti í framleiðslu eigin hlaðvarpsþátta á undanförnum misserum. Blaðið gefur út nokkra hlaðvarpsþætti með reglulegu millibili, m.a. um fjármál, stjórnmál og alþjóðamál sem hlýða má á, ókeypis, í öllum hlaðvarpsveitum. 

Gideon Rachman, sem í hátt í tvo áratugi hefur verið helsti álitsgjafi blaðsins um alþjóðamál, heldur til dæmis úti viðtalsþættinum Rachman Review þar sem hann á oft áhugaverð samtöl við leikendur og greinendur á sviði alþjóðastjórnmála.

En ég er ekki að skrifa þennan stutta pistil til að vegsama þann þátt, heldur fréttahlaðvarpið FT News Briefing, sem kemur út alla virka morgna, fyrir fótaferðartíma flestra Íslendinga.

Fyrir þau sem vilja byrja daginn á örskammti af áhugaverðri fréttaumfjöllun um viðskipti og alþjóðamál, hvort sem það er á leið til vinnu eða yfir morgunbollanum, má sannarlega mæla með þessu knappa hlaðvarpi. 

Í hefðbundnum þætti er farið yfir 3-4 fréttir úr Financial Times og rætt við blaðamennina um efni þeirra, í snörpum og skemmtilegum samtölum sem auðheyrilega eru vel undirbúin. Þættirnir eru alla jafna í umsjón bandaríska blaðamannsins Marc Filippino, sem hefur einkar áheyrilega rödd.

Að jafnaði eru þættirnir um níu mínútna langir og það er eiginlega hálfgert afrek hvað Filippino og félögum hjá Financial Times tekst að koma miklu af áhugaverðum upplýsingum, oft um fréttamál sem fá litla athygli íslenskra fjölmiðla, inn í eyrun á manni á þessari stuttu stund.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu