Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Níu mínútna fréttaskammtur

Rót­gró­ið breskt við­skipta­blað held­ur úti snörpu dag­legu frétta­hlað­varpi sem óhætt er að mæla með.

Níu mínútna fréttaskammtur
FT Sagt er á greinargóðan hátt frá tíðindum úr viðskiptaheiminum í hlaðvarpinu News Briefing.

Breska dagblaðið Financial Times hefur, eins og mörg önnur fjölmiðlafyrirtæki, farið af nokkrum krafti í framleiðslu eigin hlaðvarpsþátta á undanförnum misserum. Blaðið gefur út nokkra hlaðvarpsþætti með reglulegu millibili, m.a. um fjármál, stjórnmál og alþjóðamál sem hlýða má á, ókeypis, í öllum hlaðvarpsveitum. 

Gideon Rachman, sem í hátt í tvo áratugi hefur verið helsti álitsgjafi blaðsins um alþjóðamál, heldur til dæmis úti viðtalsþættinum Rachman Review þar sem hann á oft áhugaverð samtöl við leikendur og greinendur á sviði alþjóðastjórnmála.

En ég er ekki að skrifa þennan stutta pistil til að vegsama þann þátt, heldur fréttahlaðvarpið FT News Briefing, sem kemur út alla virka morgna, fyrir fótaferðartíma flestra Íslendinga.

Fyrir þau sem vilja byrja daginn á örskammti af áhugaverðri fréttaumfjöllun um viðskipti og alþjóðamál, hvort sem það er á leið til vinnu eða yfir morgunbollanum, má sannarlega mæla með þessu knappa hlaðvarpi. 

Í hefðbundnum þætti er farið yfir 3-4 fréttir úr Financial Times og rætt við blaðamennina um efni þeirra, í snörpum og skemmtilegum samtölum sem auðheyrilega eru vel undirbúin. Þættirnir eru alla jafna í umsjón bandaríska blaðamannsins Marc Filippino, sem hefur einkar áheyrilega rödd.

Að jafnaði eru þættirnir um níu mínútna langir og það er eiginlega hálfgert afrek hvað Filippino og félögum hjá Financial Times tekst að koma miklu af áhugaverðum upplýsingum, oft um fréttamál sem fá litla athygli íslenskra fjölmiðla, inn í eyrun á manni á þessari stuttu stund.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
1
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Sendu skip til Grænlands
5
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár