Áratugum saman hafa íbúar Garðabæjar og Seltjarnarness átt pólitískar skoðanir sameiginlegar, þótt aðeins hafi dregið úr einsleitninni þegar að þeim kemur á allra síðustu árum. Ef einstaklingur býr á Seltjarnarnesi eða í Garðabæ er hann mun líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en í hinum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Sá flokkur er með hreinan meirihluta á Seltjarnarnesi og í Garðabæ, þar sem hann fékk um helming allra greiddra atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra, á meðan að stuðningur við hann er rúmlega 24 prósent í Reykjavík og á bilinu 27 til 33 prósent í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Greiða ekki til samneyslunnar
Þeir sem hafa einvörðungu fjármagnstekjur, líkt og algengt er í Garðabæ og á Nesinu, þurfa ekki að greiða útsvar til sveitarfélaga. Það þýðir að þeir taka ekki þátt í að borga fyrir leikskóla, grunnskóla, götulýsingu, gistiskýli, menningarstofnanir, umönnun aldraðra og veikra og allt annað sem útsvar sveitarfélaga fer í.
Athugasemdir