Ísland er lítið land. Hér búa um 391 þúsund manns, sem er svipaður fjöldi og býr í rúmensku borginni Iasi eða pólsku borginni Szczecin. Þrátt fyrir smæðina hefur stéttaskipting aukist hratt hérlendis á ekkert svo löngum tíma. Þröngur hópur efsta lagsins hefur tekið til sín mun stærri hluta af verðmætasköpuninni en allir hinir.
Þetta er einn hluta umfjöllunar Heimildarinnar um samfélag elítunnar sem birtist í dag. Hægt er að nálgast blað dagsins með því að smella hér.
Á árunum 2010 til 2020 fór til að mynda um 44 prósent af öllum nýjum auð sem varð til í vasa þeirra tíu prósent landsmanna sem þénuðu mest. Í kórónuveirufaraldrinum jókst þessi misskipting skarpt, meðal annars vegna aðgerða sem stjórnvöld og Seðlabanki Íslands gripu til og gögnuðust fjármagnseigendum langt umfram aðra. Árið 2021 fór til að mynda 54,4 prósent af nýjum auð til …
Elskurnar þar vísa nefnilega í greinina, augljóslega í hefndarskyni og benda á að höfundur hennar búi sjálfur, ásamt fjölskyldu sinni í 4 herbergja "glæsiíbúð". 140 fm á þriðju hæð í blokk í póstnúmeri 105. Íbúðin hans er meira að segja með svölum!!
Hann sé því hluti af elítunni. :D
Kostulegt barasta. :)