Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Rík elíta sem býr í einbýlishúsum, er með húshjálp og keyrir um á Teslu

Elít­ur og valda­kjarn­ar á Ís­landi eru lík­legri til að hreiðra um sig í tveim­ur sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en öðr­um bú­setu­kjörn­um lands­ins, á Seltjarn­ar­nesi og í Garða­bæ. Hag­töl­ur sýna svart á hvítu að þar eru áhersl­ur, stjórn­mála­skoð­an­ir og sam­setn­ing íbúa allt önn­ur en í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um.

Ísland er lítið land. Hér búa um 391 þúsund manns, sem er svipaður fjöldi og býr í rúmensku borginni Iasi eða pólsku borginni Szczecin. Þrátt fyrir smæðina hefur stéttaskipting aukist hratt hérlendis á ekkert svo löngum tíma. Þröngur hópur efsta lagsins hefur tekið til sín mun stærri hluta af verðmætasköpuninni en allir hinir. 

Þetta er einn hluta umfjöllunar Heimildarinnar um samfélag elítunnar sem birtist í dag. Hægt er að nálgast blað dagsins með því að smella hér.

Á árunum 2010 til 2020 fór til að mynda um 44 prósent af öllum nýjum auð sem varð til í vasa þeirra tíu prósent landsmanna sem þénuðu mest. Í kórónuveirufaraldrinum jókst þessi misskipting skarpt, meðal annars vegna aðgerða sem stjórnvöld og Seðlabanki Íslands gripu til og gögnuðust fjármagnseigendum langt umfram aðra. Árið 2021 fór til að mynda 54,4 prósent af nýjum auð til …

Kjósa
116
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna María Sverrisdóttir skrifaði
    Mér var bent á að Moggafólki hafa sárnað þessi skrif frekar illa.

    Elskurnar þar vísa nefnilega í greinina, augljóslega í hefndarskyni og benda á að höfundur hennar búi sjálfur, ásamt fjölskyldu sinni í 4 herbergja "glæsiíbúð". 140 fm á þriðju hæð í blokk í póstnúmeri 105. Íbúðin hans er meira að segja með svölum!!
    Hann sé því hluti af elítunni. :D

    Kostulegt barasta. :)
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Elítusamfélagið á Nesinu

Slagurinn um hvort Nesið eigi bara að vera fyrir Seltirninga
ViðtalElítusamfélagið á Nesinu

Slag­ur­inn um hvort Nes­ið eigi bara að vera fyr­ir Seltirn­inga

Guð­mund­ur Ari Sig­ur­jóns­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Seltjarn­ar­nesi, seg­ir að sveit­ar­fé­lag­ið sé í áð­ur óþekktri krísu vegna þess að það á ekki leng­ur lóð­ir til að selja. Ekki ná­ist sátt um það hvort bær­inn eigi að standa vörð um op­in­bera þjón­ustu eða vera lág­skatta­sam­fé­lag með skerta þjón­ustu. Hann lýs­ir því hvernig minni­hluti hægri sinn­aðra sjálf­stæð­is­manna hafi mik­il völd og áhrif í bæn­um.
Ásgerður um baráttuna við háværa minnihlutann sem vill rukka 4500 í sund
ViðtalElítusamfélagið á Nesinu

Ás­gerð­ur um bar­átt­una við há­væra minni­hlut­ann sem vill rukka 4500 í sund

Ás­gerð­ur Hall­dórs­dótt­ir, sem var bæj­ar­stjóri á Seltjarn­ar­nesi í 13 ár, seg­ir ákveð­inn arm sjálf­stæð­is­manna á Seltjarn­ar­nesi hafa í gegn­um tíð­ina beitt sér fyr­ir því að lág­marka kostn­að­ar­þátt­töku bæj­ar­fé­lags­ins í op­in­berri þjón­ustu. Hún nefn­ir sem dæmi hug­mynd­ir um að rukka bæj­ar­búa um kostn­að­ar­verð fyr­ir að­gang að sund­laug­inni og leik­skóla­pláss, sem væri um 310 þús­und á mán­uði.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár