Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Alls 1.291 íbúð í eigu einstaklinga sem eiga fimm íbúðir eða fleiri

Rúm­lega fimmt­ung­ur allra íbúða í land­inu er í eigu lög­að­ila og rúm­lega fjórð­ung­ur þeirra íbúða sem ein­stak­ling­ar eru skráð­ir fyr­ir eru í eigu slíkra sem eiga tvær eða fleiri íbúð­ir.

Alls 1.291 íbúð í eigu einstaklinga sem eiga fimm íbúðir eða fleiri
Fyrirspyrjandi Hanna Katrín Friðriksson spurði innviðaráðherra um íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga og lögaðila. Mynd: Bára Huld Beck

Alls eru 33.479 íbúðir á Íslandi í eigu einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð. Það eru 26,5 prósent allra íbúa einstaklinga í landinu, en þær eru 126.338 talsins. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Hönnu Katrínar Friðriksson, þingmanns Viðreisnar, um málið sem birt var á vef Alþingis í dag.

Langflestir þeirra sem eiga íbúð umfram þá sem þeir búa í eiga tvær íbúðir, en 22.769 íbúðir eru í eigu þeirra sem þannig háttar um. Alls 7.291 íbúðir eru í eigu einstaklinga sem eiga þrjár íbúðir, 2.128 íbúðir í eigu þeirra sem eiga fjórar og 1.291 íbúð í eigu þeirra sem eiga fimm eða fleiri. Séu eigendur fleiri en einn er íbúðin flokkuð eftir þeim eiganda sem á flestar íbúðir á landinu í svarinu, með þeim fyrirvara að ef íbúð er bæði í eigu einstaklings og lögaðila telst hún eign lögaðila.

Hanna Katrín spurði Sigurð Inga einnig að því hversu margar íbúðir væru alls í eigu lögaðila, og þar með ekki í eigu einstaklinga líka og hefðbundið er með heimili. Í svari hans kom fram að alls 26.074 íbúðir eru í slíkri eigu, eða 20,6 prósent allra íbúða á landinu.

Allar líkur standa til þess að þorri þeirra íbúða sem eru í eigu einstaklinga eða lögaðila séu í einhverskonar útleigu, og myndi þar með tekjur fyrir viðkomandi eiganda. Þær eru því fjárfestingareign, ekki heimili. Leigan getur til að mynda verið til lengri tíma til íbúa hérlendis eða skammtímaleiga til ferðamanna sem dvelja hér í nokkra daga eða vikur. Þá fer leigan oftar en ekki fram í gegnum Airbnb eða sambærilega vettvanga.

2.618 íbúðir í eigu þeirra sem eiga þrjár eða fleiri

Í annarri fyrirspurn sem einnig barst svar við í dag spurði Hanna Katrín sama ráðherra um íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Í svari Sigurðar Inga kom fram að 45.704 fullbúnar íbúðir í eigu einstaklinga eru í höfuðborginni. Þar af eru 9.060 í eigu slíkra sem eiga fleiri en eina íbúð, eða fimmta hver eign. Af þeim eru 2.618 íbúðir í eigu einstaklinga sem eiga fleiri þrjár eða fleiri íbúðir. 

Auk þess eru 11.498 íbúðir í eigu lögaðila. Langflestar þeirra, eða 9.966 íbúðir, eru í eigu slíkra aðila sem eiga að minnsta kosti þrjár íbúðir. Það þýðir að 87 prósent allra íbúða sem eru í eigu lögaðila í Reykjavík tilheyra slíkum sem eiga að minnsta kosti þrjár íbúðir. 

101 stendur upp úr

Svar Sigurðar Inga um íbúðir í Reykjavík er skipt niður á póstnúmer. Þar kemur í ljós að langalgengast er að einstaklingar eigi þrjár eða fleiri íbúðir í póstnúmeri 101. Þar eru 743 íbúðir í eigu einstaklinga sem þannig háttar um, eða 28,8 prósent allra íbúða eigu einstaklinga sem eiga þrjár eða fleiri eignir. Til að setja það hlutfall í samhengi þá eru íbúðir í eigu einstaklinga í þessu póstnúmeri, í miðbænum, alls 13,4 prósent allra íbúða sem eru í slíkri eigu í höfuðborginni. Alls eru 12,2 prósent allra íbúða í þannig eignarhaldi í póstnúmeri 101 í eigu einstaklinga sem eiga þrjár eða fleiri íbúðir.

Þegar kemur að íbúðareignum lögaðila sem eiga þrjár eða fleiri eignir þá eru þær flestar í póstnúmeri 105, eða 1.548 talsins. Póstnúmer 101 kemur þó fast á hæla þess með 1.330 eignir í slíku eignarhaldi.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Siggi Rey skrifaði
    Ímynduð ykkur svo hve margar af þessum íbúðum eru leigðar svart!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
5
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár