Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Alls 1.291 íbúð í eigu einstaklinga sem eiga fimm íbúðir eða fleiri

Rúm­lega fimmt­ung­ur allra íbúða í land­inu er í eigu lög­að­ila og rúm­lega fjórð­ung­ur þeirra íbúða sem ein­stak­ling­ar eru skráð­ir fyr­ir eru í eigu slíkra sem eiga tvær eða fleiri íbúð­ir.

Alls 1.291 íbúð í eigu einstaklinga sem eiga fimm íbúðir eða fleiri
Fyrirspyrjandi Hanna Katrín Friðriksson spurði innviðaráðherra um íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga og lögaðila. Mynd: Bára Huld Beck

Alls eru 33.479 íbúðir á Íslandi í eigu einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð. Það eru 26,5 prósent allra íbúa einstaklinga í landinu, en þær eru 126.338 talsins. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Hönnu Katrínar Friðriksson, þingmanns Viðreisnar, um málið sem birt var á vef Alþingis í dag.

Langflestir þeirra sem eiga íbúð umfram þá sem þeir búa í eiga tvær íbúðir, en 22.769 íbúðir eru í eigu þeirra sem þannig háttar um. Alls 7.291 íbúðir eru í eigu einstaklinga sem eiga þrjár íbúðir, 2.128 íbúðir í eigu þeirra sem eiga fjórar og 1.291 íbúð í eigu þeirra sem eiga fimm eða fleiri. Séu eigendur fleiri en einn er íbúðin flokkuð eftir þeim eiganda sem á flestar íbúðir á landinu í svarinu, með þeim fyrirvara að ef íbúð er bæði í eigu einstaklings og lögaðila telst hún eign lögaðila.

Hanna Katrín spurði Sigurð Inga einnig að því hversu margar íbúðir væru alls í eigu lögaðila, og þar með ekki í eigu einstaklinga líka og hefðbundið er með heimili. Í svari hans kom fram að alls 26.074 íbúðir eru í slíkri eigu, eða 20,6 prósent allra íbúða á landinu.

Allar líkur standa til þess að þorri þeirra íbúða sem eru í eigu einstaklinga eða lögaðila séu í einhverskonar útleigu, og myndi þar með tekjur fyrir viðkomandi eiganda. Þær eru því fjárfestingareign, ekki heimili. Leigan getur til að mynda verið til lengri tíma til íbúa hérlendis eða skammtímaleiga til ferðamanna sem dvelja hér í nokkra daga eða vikur. Þá fer leigan oftar en ekki fram í gegnum Airbnb eða sambærilega vettvanga.

2.618 íbúðir í eigu þeirra sem eiga þrjár eða fleiri

Í annarri fyrirspurn sem einnig barst svar við í dag spurði Hanna Katrín sama ráðherra um íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Í svari Sigurðar Inga kom fram að 45.704 fullbúnar íbúðir í eigu einstaklinga eru í höfuðborginni. Þar af eru 9.060 í eigu slíkra sem eiga fleiri en eina íbúð, eða fimmta hver eign. Af þeim eru 2.618 íbúðir í eigu einstaklinga sem eiga fleiri þrjár eða fleiri íbúðir. 

Auk þess eru 11.498 íbúðir í eigu lögaðila. Langflestar þeirra, eða 9.966 íbúðir, eru í eigu slíkra aðila sem eiga að minnsta kosti þrjár íbúðir. Það þýðir að 87 prósent allra íbúða sem eru í eigu lögaðila í Reykjavík tilheyra slíkum sem eiga að minnsta kosti þrjár íbúðir. 

101 stendur upp úr

Svar Sigurðar Inga um íbúðir í Reykjavík er skipt niður á póstnúmer. Þar kemur í ljós að langalgengast er að einstaklingar eigi þrjár eða fleiri íbúðir í póstnúmeri 101. Þar eru 743 íbúðir í eigu einstaklinga sem þannig háttar um, eða 28,8 prósent allra íbúða eigu einstaklinga sem eiga þrjár eða fleiri eignir. Til að setja það hlutfall í samhengi þá eru íbúðir í eigu einstaklinga í þessu póstnúmeri, í miðbænum, alls 13,4 prósent allra íbúða sem eru í slíkri eigu í höfuðborginni. Alls eru 12,2 prósent allra íbúða í þannig eignarhaldi í póstnúmeri 101 í eigu einstaklinga sem eiga þrjár eða fleiri íbúðir.

Þegar kemur að íbúðareignum lögaðila sem eiga þrjár eða fleiri eignir þá eru þær flestar í póstnúmeri 105, eða 1.548 talsins. Póstnúmer 101 kemur þó fast á hæla þess með 1.330 eignir í slíku eignarhaldi.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Siggi Rey skrifaði
    Ímynduð ykkur svo hve margar af þessum íbúðum eru leigðar svart!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
4
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu