Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fyrstu tvær innrásir okkar í Evrópu mistókust

Hing­að til hafa menn tal­ið að Ne­and­er­dals­mað­ur­inn og Homo sapiens hafi bú­ið hvor­ir inn­an um ann­an í Evr­ópu í 10–20 þús­und ár. Nýj­ar rann­sókn­ir í helli í Frakklandi leika þá frið­sælu mynd illa.

Fyrstu tvær innrásir okkar í Evrópu mistókust
Neanderdalsmaður og Sapiens Hinir hollensku Kennis-bræður sköpuðu þessi líkön af frændunum Neanderdalsmanni og Sapiens.

Barnið var veikt og þetta leit ekki vel út. Móðirin hafði það á brjósti eins mikið og hún gat en það virtist samt ekki nærast almennilega. Kannski var mjólkin ekki næg. Móðirin fékk oft sjálf ekki alveg nóg að borða. Þó kom veiðifólkið yfirleitt með þokkalega bráð á nokkurra daga fresti og þau liðu ekki beinlínis hungur þarna í skútanum undir hlíðinni.

Þar hafði fólkið búið síðan Afi og Amma komu með hópinn upp þennan dal fyrir fjörutíu sumrum og ráku Dalafólkið úr hellinum. Þá var dalurinn grösugur. Nú voru Afi og Amma löngu dáin og það hafði fækkað í hópnum. Dalafólkið sem fyrir var um allt héraðið hafði ekki tekið nýja fólkinu vel og kannski ekki von. Stundum hafði verið barist og Dalafólkið hafði drepið allnokkra úr hópi Afa og Ömmu. Að vísu var langt síðan, síðan hafði friður ríkt en nú var eins og gróskan í dalnum færi …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár