Félagið Hraunprýði byggingar ehf., sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra stofnaði í mars í fyrra, keypti lóðina Hrauntungu við Álftanesveg skömmu síðar. Frétt Heimildarinnar um lóðaviðskiptin vakti talsverða athygli síðastliðið vor, af ýmsum ástæðum.
Fyrri eigandi Hrauntungu, Ólafur Björnsson, eigandi heildsölunnar Innnes ehf., hafði um nokkurra ára skeið reynt án árangurs að fá leyfi til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á lóðinni en bæjaryfirvöld neitað. Ástæðan er sú að upphaflegir eigendur lóðarinnar tóku það loforð af bænum að ekki yrði byggt á lóðinni heldur yrði áratuga skógrækt þeirra á lóðinni varðveitt sem grænt svæði. Tilraunir Ólafs í Innnesi til að fá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála til að hnekkja ákvörðun bæjarins gengu heldur ekki eftir þegar það var reynt fyrir nokkrum árum.
Það að nýstofnað félag hefði ákveðið að kaupa lóðina á 300 milljónir króna fyrir ári, þótti því ekki bara athyglisvert í ljósi þess hverjir stóðu að baki …
Athugasemdir (2)