„Ungt fólk er að deyja í hrönnum vegna þess að hér geisar ópíóíðafaraldur – eins og í Ameríku og eins og í Evrópu. Auðvitað hlaut hann að koma hingað. En þetta er alls ekki tekið nógu alvarlega,“ segir Bubbi Morthens.
Bubbi greindi frá því á Facebook þann 23. apríl að hann hefði undanfarið ár sungið yfir ellefu einstaklingum sem hafi fallið frá vegna fíknisjúkdóms, þar af sex á þessu ári. Síðan þá hafa fjórar jarðarfarir bæst við, fjórir einstaklingar til viðbótar fallið frá sem Bubbi hefur sungið yfir. En hann er ekki einn um að syngja yfir ungu fólki sem hefur fallið frá vegna fíknisjúkdóms. Við vitum því ekki hver er raunverulegur fjöldi þeirra sem hafa látist af þeim sökum á þessu ári. Við vitum hins vegar að staðan er grafalvarleg.
Athugasemdir