Heilsukvíði

Sófa­kartafl­an rýn­ir í Well­mania sem hún hélt að væri ástr­alskt Bridget Jo­nes eða Muriel sam­tím­ans og ætti í vænd­um skemmti­lega seríu þar sem gert yrði grín að heilsu­brjál­æði nú­tím­ans.

Heilsukvíði

Áhugi minn á góðu, miðlungs og slöppu sjónvarpsefni kviknaði snemma. Við fyrrverandi lyklabörn eigum það til að kalla sjónvarpið „Þriðja foreldrið“ og eru flest okkar sjóaðir áhorfendur eftir að hafa stundað glápið í marga áratugi. Ég hef því oft gerst sek um yfirlæti þegar kemur að kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, ég snobba upp og niður eftir hentisemi og tel sjálfri mér trú um að ég geti þekkt gott efni frá slæmu á einu augabragði.

„Ég bjó mig undir að hlæja að skottulækningum, Gwyneth Paltrow-týpum og heilsuæði með tilheyrandi peningaplokki en varð fyrir vonbrigðum.“

Fallið var því hátt þegar ég hlammaði mér til að horfa á Wellmania í góðri trú eftir að hafa séð auglýsingu. Ég hélt að ég myndi upplifa ástralska Bridget Jones eða Muriel samtímans og ætti í vændum skemmtilega seríu þar sem gert yrði grín að heilsubrjálæði nútímans. Ég bjó mig undir að hlæja að skottulækningum, Gwyneth Paltrow-týpum og heilsuæði með tilheyrandi peningaplokki en varð fyrir vonbrigðum.

Wellmania er hvorki fugl né fiskur, ekki nægilega fyndin til að teljast grínsería og ekki nógu áhugaverð til að flokkast sem eitthvað annað en bara skítsæmilegur bakgrunnur til að brjóta saman þvott eða spila leik í símanum. Celeste Barber leikur vinsælan matargagnrýnanda og partípinna í New York sem stendur á tímamótum á sínum starfsferli. Hún ákveður að bregða sér til heimalandsins Ástralíu til að mæta í afmæli bestu vinkonu sinnar en þegar þangað er komið verður hún fyrir því óláni að tapa græna kortinu. Hún kemst að því að til að fá nýtt grænt kort þurfi hún að uppfylla ýmis heilsufarsleg skilyrði sem reynist erfitt fyrir fertugt partíljón.

Fortíð hennar og samband við fjölskyldu kemur smám saman upp á yfirborðið en mig langaði bara að garga: Látið þessa konu fá græna kortið svo við getum öll farið að gera eitthvað annað! Mig grunar að Wellmania hangi á þeirri hugmynd að Celeste Barber sé fyndin og heillandi og dáð í heimalandi sínu. Kannski þyrfti ég að vera áströlsk til að skilja snilldina. Mér datt í hug að ef til vill væri hún eins og Ólafía Hrönn sem hefur þau áhrif á mína heilastarfsemi að um leið og ég sé hana á skjánum eða sviði hugsa ég: Nú verður sko gaman.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sófakartaflan

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár