Einstæð móðir á fimmtugsaldri, sem býr í félagslegri íbúð á Seltjarnarnesi ásamt tveimur börnum, segir að þegar hún hafi fyrst sótt um slíka íbúð hjá sveitarfélaginu þá hafi henni verið bent á að leita annað. „Þegar ég fór fyrst í félagsþjónustuna var sagt við mig að þau ættu í mesta lagi 10 íbúðir og að 90 prósent af þeim væru öryrkjar. Ég fékk bara það viðmót: Leitaðu annars staðar. Þú munt ekki fá neina íbúð hér, bærinn er ekkert að kaupa neinar nýjar íbúðir. Þau vildu bara bola mér burt,“ segir konan, sem ekki vill láta nafns síns getið.
Einn félagsráðgjafi sem hún leitaði til hjá bænum sagði henni að nota frekar sparnaðinn sinn til að leigja sér íbúð en að bíða eftir félagslegri íbúð hjá bænum. Konan lét sér hins vegar …
Athugasemdir