Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Vitrari en ég

Ju­lia Lou­is Dreyfus vill læra af eldri kon­um, kon­um sem eru vitr­ari en hún. Eldri kon­ur eru að henn­ar mati með lífs­reynslu og þekk­ingu sem sam­fé­lag­ið má ekki leyfa sér að missa af.

Vitrari en ég
Ósýnilegar konur fá rödd Í hlaðvarpinu Vitrari en ég fá eldri konur pláss og rödd og þeir sem hlusta fá tækifæri til að læra af þeim.

Hin margverðlaunaða leikkona, Julia Louis Dreyfus, sem er kannski hvað best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Elaine í Seinfeld, spyr í lýsingu hlaðvarpsins Vitrari en ég „af hverju í andskotanum“ við heyrum ekki meira frá eldri konum, konum sem eru eldri en hún, en leikkonan er sjálf  62 ára gömul. Það kom því ekki annað til greina í hennar huga en að setjast niður með þessum vitru konum og fara á trúnó með þeim, enda eru þær hoknar af reynslu og lífi. Hún býður konum á borð við Jane Fonda, Carol Burnett, Isabel Allende og fleiri vitringum í hlaðvarpið til þess að læra af þeim hvernig man lifir þýðingarmiklu og innihaldsríku lífi, eins og þær virðast svo sannarlega hafa gert. 

Samkvæmt Juliu er kúltúrinn okkar þannig þræddur að þessar vitru konur verða ósýnilegar með aldrinum og það sést hvorki í þeim né heyrist, sem henni finnst mikil skömm af. „Við erum að missa af svo mikilli þekkingu og reynslu frá svo stórum hluta samfélagsins,“ lýsir hún.  Þetta er fyrsta hlaðvarp sem leikkonan stjórnar og kemur út vikulega. Í einum þættinum sest hún niður með og fær að læra af Fran Lebowitz, 72 ára rithöfundi, og samkvæmt Juliu, „legendi“. Fran gefur henni góð ráð um það hvernig sé best að plotta um hefnd, vera léleg kærasta og forðast nútímatækni. 76 ára tísku ækonið Diane Von Furstenberg segir henni hvernig hún hefur alltaf hlakkað til að eldast og hvernig mamma hennar kenndi henni frá unga aldri að vera óttalaus. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
5
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár