Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vitrari en ég

Ju­lia Lou­is Dreyfus vill læra af eldri kon­um, kon­um sem eru vitr­ari en hún. Eldri kon­ur eru að henn­ar mati með lífs­reynslu og þekk­ingu sem sam­fé­lag­ið má ekki leyfa sér að missa af.

Vitrari en ég
Ósýnilegar konur fá rödd Í hlaðvarpinu Vitrari en ég fá eldri konur pláss og rödd og þeir sem hlusta fá tækifæri til að læra af þeim.

Hin margverðlaunaða leikkona, Julia Louis Dreyfus, sem er kannski hvað best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Elaine í Seinfeld, spyr í lýsingu hlaðvarpsins Vitrari en ég „af hverju í andskotanum“ við heyrum ekki meira frá eldri konum, konum sem eru eldri en hún, en leikkonan er sjálf  62 ára gömul. Það kom því ekki annað til greina í hennar huga en að setjast niður með þessum vitru konum og fara á trúnó með þeim, enda eru þær hoknar af reynslu og lífi. Hún býður konum á borð við Jane Fonda, Carol Burnett, Isabel Allende og fleiri vitringum í hlaðvarpið til þess að læra af þeim hvernig man lifir þýðingarmiklu og innihaldsríku lífi, eins og þær virðast svo sannarlega hafa gert. 

Samkvæmt Juliu er kúltúrinn okkar þannig þræddur að þessar vitru konur verða ósýnilegar með aldrinum og það sést hvorki í þeim né heyrist, sem henni finnst mikil skömm af. „Við erum að missa af svo mikilli þekkingu og reynslu frá svo stórum hluta samfélagsins,“ lýsir hún.  Þetta er fyrsta hlaðvarp sem leikkonan stjórnar og kemur út vikulega. Í einum þættinum sest hún niður með og fær að læra af Fran Lebowitz, 72 ára rithöfundi, og samkvæmt Juliu, „legendi“. Fran gefur henni góð ráð um það hvernig sé best að plotta um hefnd, vera léleg kærasta og forðast nútímatækni. 76 ára tísku ækonið Diane Von Furstenberg segir henni hvernig hún hefur alltaf hlakkað til að eldast og hvernig mamma hennar kenndi henni frá unga aldri að vera óttalaus. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu