Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vitrari en ég

Ju­lia Lou­is Dreyfus vill læra af eldri kon­um, kon­um sem eru vitr­ari en hún. Eldri kon­ur eru að henn­ar mati með lífs­reynslu og þekk­ingu sem sam­fé­lag­ið má ekki leyfa sér að missa af.

Vitrari en ég
Ósýnilegar konur fá rödd Í hlaðvarpinu Vitrari en ég fá eldri konur pláss og rödd og þeir sem hlusta fá tækifæri til að læra af þeim.

Hin margverðlaunaða leikkona, Julia Louis Dreyfus, sem er kannski hvað best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Elaine í Seinfeld, spyr í lýsingu hlaðvarpsins Vitrari en ég „af hverju í andskotanum“ við heyrum ekki meira frá eldri konum, konum sem eru eldri en hún, en leikkonan er sjálf  62 ára gömul. Það kom því ekki annað til greina í hennar huga en að setjast niður með þessum vitru konum og fara á trúnó með þeim, enda eru þær hoknar af reynslu og lífi. Hún býður konum á borð við Jane Fonda, Carol Burnett, Isabel Allende og fleiri vitringum í hlaðvarpið til þess að læra af þeim hvernig man lifir þýðingarmiklu og innihaldsríku lífi, eins og þær virðast svo sannarlega hafa gert. 

Samkvæmt Juliu er kúltúrinn okkar þannig þræddur að þessar vitru konur verða ósýnilegar með aldrinum og það sést hvorki í þeim né heyrist, sem henni finnst mikil skömm af. „Við erum að missa af svo mikilli þekkingu og reynslu frá svo stórum hluta samfélagsins,“ lýsir hún.  Þetta er fyrsta hlaðvarp sem leikkonan stjórnar og kemur út vikulega. Í einum þættinum sest hún niður með og fær að læra af Fran Lebowitz, 72 ára rithöfundi, og samkvæmt Juliu, „legendi“. Fran gefur henni góð ráð um það hvernig sé best að plotta um hefnd, vera léleg kærasta og forðast nútímatækni. 76 ára tísku ækonið Diane Von Furstenberg segir henni hvernig hún hefur alltaf hlakkað til að eldast og hvernig mamma hennar kenndi henni frá unga aldri að vera óttalaus. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
3
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.
Kallar saman þingmenn og sérfræðinga vegna varnarmála
5
Viðtal

Kall­ar sam­an þing­menn og sér­fræð­inga vegna varn­ar­mála

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir nýj­um áskor­un­um í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um í breyttu al­þjóð­legu um­hverfi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra trú­ir að varn­ar­samn­ing­ur Ís­lands við Banda­rík­in haldi enn, en tel­ur nauð­syn­legt að bæta við stoð­um í vörn­um lands­ins og úti­lok­ar ekki var­an­legt varn­ar­lið. Hún vill að Ís­land efli eig­in grein­ing­ar­getu í stað þess að treysta al­far­ið á önn­ur ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
4
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.
Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár