Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vitrari en ég

Ju­lia Lou­is Dreyfus vill læra af eldri kon­um, kon­um sem eru vitr­ari en hún. Eldri kon­ur eru að henn­ar mati með lífs­reynslu og þekk­ingu sem sam­fé­lag­ið má ekki leyfa sér að missa af.

Vitrari en ég
Ósýnilegar konur fá rödd Í hlaðvarpinu Vitrari en ég fá eldri konur pláss og rödd og þeir sem hlusta fá tækifæri til að læra af þeim.

Hin margverðlaunaða leikkona, Julia Louis Dreyfus, sem er kannski hvað best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Elaine í Seinfeld, spyr í lýsingu hlaðvarpsins Vitrari en ég „af hverju í andskotanum“ við heyrum ekki meira frá eldri konum, konum sem eru eldri en hún, en leikkonan er sjálf  62 ára gömul. Það kom því ekki annað til greina í hennar huga en að setjast niður með þessum vitru konum og fara á trúnó með þeim, enda eru þær hoknar af reynslu og lífi. Hún býður konum á borð við Jane Fonda, Carol Burnett, Isabel Allende og fleiri vitringum í hlaðvarpið til þess að læra af þeim hvernig man lifir þýðingarmiklu og innihaldsríku lífi, eins og þær virðast svo sannarlega hafa gert. 

Samkvæmt Juliu er kúltúrinn okkar þannig þræddur að þessar vitru konur verða ósýnilegar með aldrinum og það sést hvorki í þeim né heyrist, sem henni finnst mikil skömm af. „Við erum að missa af svo mikilli þekkingu og reynslu frá svo stórum hluta samfélagsins,“ lýsir hún.  Þetta er fyrsta hlaðvarp sem leikkonan stjórnar og kemur út vikulega. Í einum þættinum sest hún niður með og fær að læra af Fran Lebowitz, 72 ára rithöfundi, og samkvæmt Juliu, „legendi“. Fran gefur henni góð ráð um það hvernig sé best að plotta um hefnd, vera léleg kærasta og forðast nútímatækni. 76 ára tísku ækonið Diane Von Furstenberg segir henni hvernig hún hefur alltaf hlakkað til að eldast og hvernig mamma hennar kenndi henni frá unga aldri að vera óttalaus. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Sendu skip til Grænlands
1
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár