Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Tugir eða hundruð hvala muni hljóta kvalafullan dauðdaga í sumar

Formað­ur Við­reisn­ar gagn­rýn­ir mat­væla­ráð­herra harð­lega fyr­ir þá full­yrð­ingu að ekki sé hægt að aft­ur­kalla leyfi Hvals hf. til veiða á lang­reyði í sum­ar. „Þetta þarf ekki að vera svona,“ seg­ir Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir.

Tugir eða hundruð hvala muni hljóta kvalafullan dauðdaga í sumar
Kvalir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir mikla orðsporshættu fylgja áframhaldandi hvalveiðum. Mynd: Bára Huld Beck

Hvalveiðar heyra fortíðinni til og þessi skýrsla ætti að vera skýr skilaboð til stjórnvalda um að stöðva þær strax,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.

Skýrslan sem hún vísar til var birt í gær. Um er að ræða eftirlitsskýrslu um hvalveiðar síðasta sumars sem Matvælastofnun, sem hefur lögbundið hlutverk að tryggja dýravelferð, vann.

Stofnunin telur upp fjölda „alvarlegra frávika“ við veiðarnar síðasta sumar, þ.e. að langreyðarnar sem veiddar voru hefðu margar hverjar verið skotnar ítrekað. Fjórðungur þeirra 148 dýra sem voru veidd voru skotin oftar en einu sinni áður en þau gáfu upp öndina. Dauðastríð þeirra varði í allt að tvær klukkustundir. 

Niðurstaða Matvælastofnunar er að veiðarnar séu ekki í samræmi við markmið laga um velferð dýra frá árinu 2013 en þar segir m.a. að ávallt skuli staðið að veiðum þannig að valda dýrunum sem minnstum sársauka og að aflífun þeirra taki sem skemmstan tíma.

Hvað skammur tími þýðir er hins vegar ekki rakið í lögunum eða greinargerð þeirra og niðurstaðan MAST er: Engin lög voru brotin við veiðarnar. Við þær er stuðst við þekktar aðferðir og þær bestu miðað við aðstæður. Stofnunin spyr hins vegar hvort að veiðar á stórhvelum, þar sem skotið er sprengiskutlum úr skipi á hreyfingu, á dýr sem er á hreyfingu undir yfirborði sjávar, geti yfir höfuð samrýmst markmiðum laga um velferð dýra.

 Dýraníð

„Stór hluti heimsbyggðarinnar lítur á hvalveiðar sem dýraníð,“ skrifar Þorgerður Katrín á Facebook-síðu sína. „Á því erum við Íslendingar engin undantekning.“ Skoðanakönnun frá því í fyrra gefi til kynna að um 65% Íslendinga telji hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor landsins. 

„Hvalveiðar eru bæði ósiðaðar og frumstæðar,“ heldur hún áfram. „Við vitum það öll. Dýrin þjást í margar mínútur eftir sprengiskutla, stundum marga í senn. Ávinningurinn af veiðunum er óljós, ef einhver – en orðsporsáhættan er óumdeild.“ Hún bendir svo á að hvalir búi auk alls þessa yfir þeim „einstaka eiginleika að binda kolefni sem nemur 1500 trjám á líftíma sínum“.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagði niðurstöður MAST „sláandi“ en að ekki sé hægt að stöðva fyrirhugaðar hvalveiðar í sumar þrátt fyrir þær. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði ráðherrann út í framhald veiðanna á Alþingi í gær.  „Það er vandkvæðum háð að afturkalla leyfi sem nú er í gildi en það vakna sannarlega ýmsar spurningar um það hvort þær aðferðir sem beitt er við þessar veiðar og samræmast tæpast lögum um dýravelferð gerir það ekki að verkum að við séum stöndum frammi fyrir því að endurskoða það hvort þessi atvinnugrein tilheyri ekki fortíð frekar en framtíð,“ svaraði Svandís.

Andrés Ingi mat svar ráðherra svo að áform um endurnýjun leyfisins hlytu að vera í lausu lofti. Hann endurtók spurningu sína til ráðherra og sagði: „Hún er skýr. Hún snýst ekkert um vandkvæði í framtíðinni. Hún snýst ekkert um breiðan grunn. Hún snýst um það að fjórðungur hvala sem voru veiddir á síðasta ári voru pyntaðir. Varúðarreglan segir okkur að hér þurfi að taka í handbremsuna. Mun ráðherra sjá til þess að hvalveiðar fari ekki fram á þessu ári?“

Svandís sagði ákvarðanir sínar byggja á lagagrundvelli. „Eins og kom fram í mínu fyrra svari þá er það svo að mínar ákvarðanir þurfa auðvitað að byggja á lagagrunni og sá grundvöllur er ekki fyrir hendi að því er mín þekking, eða [...] þekkingin í ráðuneytinu leggur til grundvallar og upplýsir mig um.“

Þorgerður gagnrýnir matvælaráðherra harðlega fyrir þau svör að ekki sé hægt að afturkalla leyfið sem Hvalur hf., eina fyrirtækið sem stundar hvalveiðar við Ísland, byggi heimild sína til veiðanna á. „Það þýðir að tugir eða hundruð hvala muni hljóta kvalafullan dauðdaga í sumar og alþjóðlegt orðspor okkar verður dregið í gegnum svaðið. Þetta þarf ekki að vera svona.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Hættum þessum Nyðingskap strax þetta eru omaneskjulegar aðferðir og GLÆPAMENSKA.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár