Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hinar góðu mæður gegn mafíunni

Nafn kala­brísku mafíunn­ar 'Ndrang­heta þýð­ir um það bil Sam­tök hinna heið­virðu og hug­rökku karla. Í magn­aðri nýrri sjón­varps­seríu, The Good Mot­h­ers, er hins veg­ar fjall­að um bar­áttu heið­virðra og hug­rakkra kvenna gegn glæpa­mönn­un­um, sem oft eru eig­in­menn þeirra og feð­ur.

Hinar góðu mæður gegn mafíunni

Nú fyrir örfáum dögum birtust í Evrópu fréttir sem náðu ekki hingað til lands en vöktu athygli víða. Þúsundir lögreglumanna tóku þátt í samræmdum aðgerðum í mörgum löndum og handtóku á annað hundrað glæpamanna sem grunaðir eru um aðild að ítölsku glæpaklíkunni Ndrangheta. Einnig birtust fréttir um að lögreglan í Genúa á Ítalíu hefði handtekið miðaldra karlmann sem var að koma úr dómkirkju borgarinnar og þar hefði reynst vera á ferð einn æðsti yfirmaður Ndrangheta, Pasquale Bonavota, sem lögreglan hafði verið á höttunum eftir árum saman.

Meiri háttar sigur unninn gegn glæpalýðnum, tilkynnti lögreglan stolt.

Og vissulega var þetta ágætur árangur. Öll sem þekkja til Ndrangheta vita þó að þótt einn haus sé af þessum grimmu samtökum höggvinn, þá spretta fljótlega fram tveir nýir í staðinn.

Ndrangheta-mafían er upprunnin og hefur enn aðalbækistöðvar sínar í héraðinu Kalabríu, yst á „tánni“ á Ítalíuskaga. Hún kom fram á sjónarsviðið á 18. öld og saga hennar er svipuð og saga hinnar eiginlegu Mafíu á Sikiley og Camorra í Napólí. Lengi vel lét Ndrangheta þó lítið að sér kveða utan hins fátæka landbúnaðarhéraðs Kalabríu en það tók að breytast á efsta hluta 20. aldar og sér í lagi síðustu 30 árin.

Ísbílar þvætta eiturlyfjagróða

‘Ndrangheta mun nú ráða að mestu kókaínmarkaðnum í Evrópu í samvinnu við Suður-Ameríkumenn og er farin að teygja sig ótrúlega víða, enda leggur hún sérstaka áherslu á að kaupa sig inn í venjuleg fyrirtæki, bæði stór og smá. Pylsuvagnar og ísbílar á Ítalíu munu til dæmis ótrúlega oft borga „skatt“ til ‘Ndrangheta eða taka þátt í að þvætta gróðann af eiturlyfjum, mansali, vændi, okurlánum og öðru því sem samtökin fást við. Þau vinna oft með albönsku mafíunni og ýmsum rússneskum mafíum sem sumar eru taldar hafa furðu náin tengsl við rússnesk yfirvöld.

‘Ndrangheta mun vera enn harðsvíraðri og lokaðri en aðrar ítalskar mafíur og siðareglur strangari. Og ofbeldið jafnvel hrottalegra ef eitthvað er. Nánast engir fá inngöngu í ‘Ndrangheta nema þeir sem eru fæddir inn í þær ættir sem þar ráða ríkjum. Piltar eru aldir upp frá blautu barnsbeini til að taka við glæpaverkum feðra sinna.

Þegja, hlýða og þjóna

Stúlkur eru hins vegar aldar upp til að þegja, hlýða og þjóna og það er athyglisvert að einmitt nú, þegar þessi (líklega tímabundni) sigur hefur unnist á ‘Ndrangheta, þá skuli vera á ferð á streymisveitum ný og mögnuð sjónvarpssería sem fjallar um tilraunir kvenna til að brjótast úr hlekkjum feðraveldis ‘Ndrangheta með samvinnu við yfirvöld. Serían heitir upp á ensku The Good Mothers og er til sýnis bæði á Disney + og Hulu, ef mér skjöplast ekki, og óhætt er að mæla mjög eindregið með henni.

Serían er gerð eftir „non-fiction“ bók bandaríska blaðamannsins Alex Perrys sem kom út 2018 og greindi frá öðrum áfanga í endalausri baráttu ítalskra yfirvalda gegn ‘Ndrangheta. Þar er athyglinni einkum beint að þremur konum sem yfirvöldin vonast til að fá til samvinnu við sig, en þar er við ramman reip að draga. Konurnar þurfa að yfirvinna aldagömul viðhorf, hörkulegt uppeldi og stöðuga kúgun áður en þær fást til að íhuga einu sinni samvinnu við yfirvöldin, samvinnu sem þær vita fullvel að setur þær í mikla og beina lífshættu.

Og börnunum óhikað beitt sem vopnum gegn mæðrum sínum.

Illskeytt systir

Leikstjórar eru tveir, gamalreyndur Breti að nafni Julian Jarrold, og hin ítalska Elisa Amoruso, sem gefur honum ekkert eftir í þeirri drungalegu og nærri titrandi spennu sem einkennir þættina. Leikarar eru hver öðrum betri. Þekktastir þeirra eru líklega þær Barbara Chichiarelli, sem lék systurina illskeyttu í seríunum Suburra (þar sem aldeilis annar póll er tekinn á mafíuna en í þessari seríu) en er hér fulltrúi þrautseigra yfirvaldanna, og svo Gaia Girace, sem lék Lílu í Framúrskarandi vinkonu.

Það er svo nýjast að fyrirmynd einnar persónunnar í seríunni (Guiseppinu Pesci, leikin eftirminnilega af Valentinu Bellè) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún fullyrðir að þótt söguþráðurinn hvað hana varðar sé í stórum dráttum réttur, þá sé farið alltof frjálslega með annað. Pabbi hennar, sem í þáttunum er ruddi og hrotti, sé til dæmis voða elskulegur kall í rauninni! Stúlkur verða vitaskuld að gæta þess að ekki falli blettur á pabba, hvað sem á gengur, það vitum við.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár