Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir ríkisstjórnina sitja og stara „út í tómið“

Formað­ur Við­reisn­ar, Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, og Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra ræddu efna­hags­mál á Al­þingi í dag. Hin fyrr­nefnda spurði ráð­herr­ann hvort sjá mætti fram á að­gerð­ir af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Katrín vís­aði því á bug að ekk­ert væri gert í því efna­hags­ástandi sem nú rík­ir.

Segir ríkisstjórnina sitja og stara „út í tómið“
Ríkisstjórnin búin að „yfirgefa leikvöllinn“ Þorgerður Katrín segir að ríkisstjórnin séu búin að yfirgefa leikvöllinn og sitji nú inni í búningsklefa – búin að taka af sér hnéhlífarnar og stari út í tómið og geri lítið annað. Mynd: Bára Huld Beck

„Ég geri mér grein fyrir, hafandi verið aðeins lengur en 2.000 daga á þingi, að það er ákveðinn áfangi að halda ríkisstjórn saman. En það verður samt að hlusta á það sem helstu hagsmunaaðilar hafa verið að segja; verkalýðshreyfingin, Samtök atvinnulífsins, fjármálaráð.“

Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar þegar hún spurði Katrínu Jakobsdóttur út í aðgerðir ríkisstjórnarinnar í erfiðu efnahagsástandi. 

Þorgerður Katrín benti á að greinendur á markaði og hagfræðingar teldu ólíklegt annað en að Seðlabankinn myndi hækka stýrivexti síðar í þessum mánuði, þrettánda skiptið í röð. 

„Þá munum við ná þeim áfanga að hafa hér hæstu stýrivexti í um árabil. Þetta er um svipað leyti og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fagnar 2.000 daga afmæli, sama ríkisstjórn og á að vera helsti liðsfélagi Seðlabankans í baráttunni við verðbólguna. En þessi 2.000 daga gamli liðsfélagi er einfaldlega búinn að yfirgefa leikvöllinn, situr inni í búningsklefa, búinn að taka af sér hnéhlífarnar, starir út í tómið og gerir lítið annað,“ sagði hún. 

Byrðarnar settar á heimilin í landinu

Vísaði Þorgerður Katrín í orð ráðherrans um aðgerðir til þess að liðka fyrir kjaraviðræðum og hjálpa heimilum landsins þar sem hún sagði að stóra verkefnið væri að skapa forsendur fyrir efnahagslegum stöðugleika og að félagslegur stöðugleiki væri ekki síður mikilvægur fyrir vinnandi fólk í landinu. 

„Á sama tíma situr ríkisstjórnin og starir út í tómið og setur reikninginn á þetta sama fólk og verkalýðshreyfingin er að berjast fyrir og það situr uppi með reikninginn af aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar, sama fólkið og hefur ekkert annað val en að borga fyrir mat og fá laun í verðbólgukrónum, annað en stærstu fyrirtækin sem velja annan gjaldmiðil. Byrðarnar eru alltaf settar á heimilin í landinu, á litlu og meðalstóru fyrirtækin. Matvörugátt stjórnvalda – það er verið að benda á hana, hvenær sem hún mun líta dagsins ljós – mun ekki auka þeirra félagslega réttlæti en hún mun kannski draga fram það óréttlæti sem er í íslensku samfélagi.

Ég geri mér grein fyrir, hafandi verið aðeins lengur en 2.000 daga á þingi, að það er ákveðinn áfangi að halda ríkisstjórn saman. En það verður samt að hlusta á það sem helstu hagsmunaaðilar hafa verið að segja; verkalýðshreyfingin, Samtök atvinnulífsins, fjármálaráð. Það er verið að benda á að ríkisstjórnin er ekki að gera nægilega mikið til þess að berjast gegn verðbólgunni og helstu hagfræðingar landsins hafa beinlínis bent á að ríkisstjórnin er að vinna gegn barnafjölskyldum og heimilum í landinu,“ sagði Þorgerður Katrín. 

Spurði hún Katrínu hvort ekki væri öruggt að ríkisstjórnin hefði strax fundað eftir síðustu verðbólgutölur sem leiddu til hækkunar vísitölunnar. „Erum við ekki að sjá fram á aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar? Er ekki ríkisstjórnin að fara að kalla á teppið verðlagsnefnd búvara, sem er einn helsti áhrifavaldurinn í því að verðbólgan er að hækka, og atvinnulífið líka? Hvar er aðhaldið frá ríkisstjórninni, ekki bara á sjálfa sig heldur líka út í atvinnulífið sem slíkt?“ spurði hún. 

Allir þurfi að koma saman en Seðlabankinn beri höfuðábyrgð

Katrín sagði að fólk væri að sjálfsögðu að tala saman. „Í síðustu viku fundaði þjóðhagsráð, endurnýjað þjóðhagsráð sem núverandi ríkisstjórn kom á, sem fjallar einmitt um nákvæmlega þetta, efnahagslegan og félagslegan stöðugleika, þar sem mættu forsvarsmenn heildarsamtaka á vinnumarkaði, þar sem Seðlabankinn mætti, sveitarfélögin. Þar var farið yfir þessa stöðu og hvað er unnt að gera í henni. Ég vísa því að sjálfsögðu á bug þegar því er haldið fram að hér sé ekkert verið að gera. Þar nægir auðvitað að nefna þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur gripið til til að tryggja hinn félagslega stöðugleika og það höfum við gert með því að standa vörð um viðkvæmustu hópana, til dæmis örorkulífeyrisþega, en líka með þeim markvissu aðgerðum sem voru kynntar í tengslum við síðustu kjarasamninga, um húsnæðisstuðning og aukinn stuðning við barnafjölskyldur. 

Gleymum því ekki að um síðustu áramót kynntum við kerfisbreytingar á barnabótakerfinu til að styðja enn betur við barnafólk í landinu. Við lögðum hins vegar fram fjármálaáætlun þar sem er verið að boða aukna tekjuöflun, meðal annars af breiðu bökunum sem háttvirtur þingmaður hefur nefnt og ég þykist vita að hún sé sammála mér um, hvort sem það er fiskeldið, veiðigjöldin eða ferðaþjónustan, í tilfelli gistináttaskatts og sérstaks gjalds á skemmtiferðaskip. Við erum að leggja til viðbótarálag á atvinnulífið í landinu til að standa með okkur í gegnum þetta. En við erum líka að boða hagræðingu, 2 prósent aðhald almennt í kerfinu, viðbótaraðhald á stjórnkerfið en líka sértækar aðgerðir upp á milljarða króna þannig að fjármálaáætlunin talar inn í það verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Ég vek athygli á því að þarna þarf auðvitað allt að koma saman og Seðlabankinn ber höfuðábyrgð. En að halda því fram að stjórnvöld séu ekki að skila sínu – ég vísa því einfaldlega á bug,“ sagði ráðherrann. 

Vísar ásökunum á bugKatrín vísar því á bug að stjórnvöld séu ekki að skila sínu.

Biður um skýr skilaboð út í atvinnulífið og til verkalýðshreyfingarinnar

Þorgerður Katrín sagði í framhaldinu að enginn tæki undir með ríkisstjórninni í þessu. „Það er enginn sem tekur undir það að ríkisstjórnin sé að standa sig í stykkinu, burt séð frá Viðreisn og okkar gagnrýni sem er búin að vera samfelld allt þetta kjörtímabil um að ríkisstjórnin eigi að sýna meira aðhald. Við erum að tala um fjármálaráðið, við erum að tala um Samtök atvinnulífsins, Félag atvinnurekenda, við erum að tala um verkalýðshreyfinguna og svo virta hagfræðinga sem spanna allt litrófið. Það er verið að kalla eftir meira aðhaldi en ríkisstjórnin gerir ekkert.“

Hún spurði því hvort ekki ætti að stíga fastar til jarðar. „Var ekki örugglega boðað til aukafundar í ríkisstjórninni? Annað eins hefur nú verið gert hjá ríkisstjórninni varðandi blaðamannafundi. Hvert er planið? Það er ekkert plan hjá ríkisstjórninni. Hækkaði verðbólgan eða ekki? Vísitalan hækkaði hérna meðan hún er byrjuð að lækka annars staðar, meðal annars í Evrópu. Þar hafa meðal annars samtök fyrirtækja verið kölluð inn á teppið. Þar hafa verið boðaðar almennilegar aðgerðir, ekki bara eitthvað sem er til skamms tíma og tekur ekki á verðbólgutölunum. Ég bið um aðhald í ríkisrekstri. 

Ég bið um skýr skilaboð út í atvinnulífið, til verkalýðshreyfingarinnar, til samfélagsins, að ríkisstjórnin ætli sér að vera liðsfélagi Seðlabankans í þessu gríðarlega mikla verkefni sem er baráttan gegn verðbólgunni. Eins og staðan er núna er ríkisstjórnin að skila auðu.“

Þörf á auknu aðhaldi í verðlagsmálum

Katrín svaraði í annað sinn og sagði að áætlunin væri algerlega skýr. 

„Áætlunin snýst um aukið aðhald í ríkisfjármálum. Áætlunin snýst um aukna tekjuöflun nákvæmlega þar sem fólk er aflögufært og á það hefur verið bent hér þegar við erum að benda á þá aðila sem við boðum auknar álögur á. Við erum hins vegar ekki að fara að fórna þeim árangri sem hefur náðst í að byggja upp heilbrigðiskerfi og ákveðna þætti velferðarkerfisins, hvort sem það er húsnæðisstuðningurinn, sem hafði staðið í stað árum saman þegar við tókum við, eða barnabótakerfið, sem á sama tíma hefur verið stóreflt. Við erum ekki að fara að fórna þeim árangri. 

Við erum vissulega að hægja á tilteknum fjárfestingum en við erum til dæmis ekki að fara að hætta við fjárfestingu í uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu. Því er þetta plan algerlega skýrt og liggur fyrir. Við eigum hins vegar að spyrja okkur – þessi verðbólga er á breiðum grunni. Háttvirtur þingmaður nefnir matvörugáttina sem ég vonast til að opna fyrr en síðar. Það er verkefni sem er unnið með aðilum vinnumarkaðarins og hefði svo sannarlega mátt ganga hraðar. En horfum til dæmis á tölurnar á dagvörumarkaði. Þar vakna vissulega spurningar hjá mér og er greinilega þörf á auknu aðhaldi í verðlagsmálum,“ sagði forsætisráðherra að lokum. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
1
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.
„Þau gáfust upp“
4
FréttirStjórnarslit 2024

„Þau gáf­ust upp“

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, vara­formað­ur þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ist hissa á ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar um að slíta stjórn­ar­sam­starfi og er mjög ósátt. Hún seg­ir ljóst að Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Vinstri græn hafi gefst upp. Ungu Fram­sókn­ar­fólki „blöskr­ar“ ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar. „Okk­ur þyk­ir þetta heig­uls­hátt­ur“ seg­ir í álykt­un sem sam­þykkt var af stjórn Sam­bands ungra Fram­sókn­ar­manna eft­ir blaða­manna­fund Bjarna í stjórn­ar­ráð­inu.
Lilja taldi skynsamlegast að kjósa eftir brotthvarf Katrínar
9
FréttirStjórnarslit 2024

Lilja taldi skyn­sam­leg­ast að kjósa eft­ir brott­hvarf Katrín­ar

„Hún er svo­lít­ið fram­sókn­ar­leg stund­um, hún Katrín,“ sagði Lilja Dögg Al­freðs­dótt­ir, vara­formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, í þjóð­mála­þætt­in­um Pressu um það út­hald sem Katrín Jak­obs­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, hafði er upp kom flók­in staða í stjórn­ar­sam­starf­inu. Brott­hvarf henn­ar hafi þýtt mikl­ar breyt­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
7
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
9
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár