Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Segir ríkisstjórnina sitja og stara „út í tómið“

Formað­ur Við­reisn­ar, Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, og Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra ræddu efna­hags­mál á Al­þingi í dag. Hin fyrr­nefnda spurði ráð­herr­ann hvort sjá mætti fram á að­gerð­ir af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Katrín vís­aði því á bug að ekk­ert væri gert í því efna­hags­ástandi sem nú rík­ir.

Segir ríkisstjórnina sitja og stara „út í tómið“
Ríkisstjórnin búin að „yfirgefa leikvöllinn“ Þorgerður Katrín segir að ríkisstjórnin séu búin að yfirgefa leikvöllinn og sitji nú inni í búningsklefa – búin að taka af sér hnéhlífarnar og stari út í tómið og geri lítið annað. Mynd: Bára Huld Beck

„Ég geri mér grein fyrir, hafandi verið aðeins lengur en 2.000 daga á þingi, að það er ákveðinn áfangi að halda ríkisstjórn saman. En það verður samt að hlusta á það sem helstu hagsmunaaðilar hafa verið að segja; verkalýðshreyfingin, Samtök atvinnulífsins, fjármálaráð.“

Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar þegar hún spurði Katrínu Jakobsdóttur út í aðgerðir ríkisstjórnarinnar í erfiðu efnahagsástandi. 

Þorgerður Katrín benti á að greinendur á markaði og hagfræðingar teldu ólíklegt annað en að Seðlabankinn myndi hækka stýrivexti síðar í þessum mánuði, þrettánda skiptið í röð. 

„Þá munum við ná þeim áfanga að hafa hér hæstu stýrivexti í um árabil. Þetta er um svipað leyti og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fagnar 2.000 daga afmæli, sama ríkisstjórn og á að vera helsti liðsfélagi Seðlabankans í baráttunni við verðbólguna. En þessi 2.000 daga gamli liðsfélagi er einfaldlega búinn að yfirgefa leikvöllinn, situr inni í búningsklefa, búinn að taka af sér hnéhlífarnar, starir út í tómið og gerir lítið annað,“ sagði hún. 

Byrðarnar settar á heimilin í landinu

Vísaði Þorgerður Katrín í orð ráðherrans um aðgerðir til þess að liðka fyrir kjaraviðræðum og hjálpa heimilum landsins þar sem hún sagði að stóra verkefnið væri að skapa forsendur fyrir efnahagslegum stöðugleika og að félagslegur stöðugleiki væri ekki síður mikilvægur fyrir vinnandi fólk í landinu. 

„Á sama tíma situr ríkisstjórnin og starir út í tómið og setur reikninginn á þetta sama fólk og verkalýðshreyfingin er að berjast fyrir og það situr uppi með reikninginn af aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar, sama fólkið og hefur ekkert annað val en að borga fyrir mat og fá laun í verðbólgukrónum, annað en stærstu fyrirtækin sem velja annan gjaldmiðil. Byrðarnar eru alltaf settar á heimilin í landinu, á litlu og meðalstóru fyrirtækin. Matvörugátt stjórnvalda – það er verið að benda á hana, hvenær sem hún mun líta dagsins ljós – mun ekki auka þeirra félagslega réttlæti en hún mun kannski draga fram það óréttlæti sem er í íslensku samfélagi.

Ég geri mér grein fyrir, hafandi verið aðeins lengur en 2.000 daga á þingi, að það er ákveðinn áfangi að halda ríkisstjórn saman. En það verður samt að hlusta á það sem helstu hagsmunaaðilar hafa verið að segja; verkalýðshreyfingin, Samtök atvinnulífsins, fjármálaráð. Það er verið að benda á að ríkisstjórnin er ekki að gera nægilega mikið til þess að berjast gegn verðbólgunni og helstu hagfræðingar landsins hafa beinlínis bent á að ríkisstjórnin er að vinna gegn barnafjölskyldum og heimilum í landinu,“ sagði Þorgerður Katrín. 

Spurði hún Katrínu hvort ekki væri öruggt að ríkisstjórnin hefði strax fundað eftir síðustu verðbólgutölur sem leiddu til hækkunar vísitölunnar. „Erum við ekki að sjá fram á aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar? Er ekki ríkisstjórnin að fara að kalla á teppið verðlagsnefnd búvara, sem er einn helsti áhrifavaldurinn í því að verðbólgan er að hækka, og atvinnulífið líka? Hvar er aðhaldið frá ríkisstjórninni, ekki bara á sjálfa sig heldur líka út í atvinnulífið sem slíkt?“ spurði hún. 

Allir þurfi að koma saman en Seðlabankinn beri höfuðábyrgð

Katrín sagði að fólk væri að sjálfsögðu að tala saman. „Í síðustu viku fundaði þjóðhagsráð, endurnýjað þjóðhagsráð sem núverandi ríkisstjórn kom á, sem fjallar einmitt um nákvæmlega þetta, efnahagslegan og félagslegan stöðugleika, þar sem mættu forsvarsmenn heildarsamtaka á vinnumarkaði, þar sem Seðlabankinn mætti, sveitarfélögin. Þar var farið yfir þessa stöðu og hvað er unnt að gera í henni. Ég vísa því að sjálfsögðu á bug þegar því er haldið fram að hér sé ekkert verið að gera. Þar nægir auðvitað að nefna þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur gripið til til að tryggja hinn félagslega stöðugleika og það höfum við gert með því að standa vörð um viðkvæmustu hópana, til dæmis örorkulífeyrisþega, en líka með þeim markvissu aðgerðum sem voru kynntar í tengslum við síðustu kjarasamninga, um húsnæðisstuðning og aukinn stuðning við barnafjölskyldur. 

Gleymum því ekki að um síðustu áramót kynntum við kerfisbreytingar á barnabótakerfinu til að styðja enn betur við barnafólk í landinu. Við lögðum hins vegar fram fjármálaáætlun þar sem er verið að boða aukna tekjuöflun, meðal annars af breiðu bökunum sem háttvirtur þingmaður hefur nefnt og ég þykist vita að hún sé sammála mér um, hvort sem það er fiskeldið, veiðigjöldin eða ferðaþjónustan, í tilfelli gistináttaskatts og sérstaks gjalds á skemmtiferðaskip. Við erum að leggja til viðbótarálag á atvinnulífið í landinu til að standa með okkur í gegnum þetta. En við erum líka að boða hagræðingu, 2 prósent aðhald almennt í kerfinu, viðbótaraðhald á stjórnkerfið en líka sértækar aðgerðir upp á milljarða króna þannig að fjármálaáætlunin talar inn í það verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Ég vek athygli á því að þarna þarf auðvitað allt að koma saman og Seðlabankinn ber höfuðábyrgð. En að halda því fram að stjórnvöld séu ekki að skila sínu – ég vísa því einfaldlega á bug,“ sagði ráðherrann. 

Vísar ásökunum á bugKatrín vísar því á bug að stjórnvöld séu ekki að skila sínu.

Biður um skýr skilaboð út í atvinnulífið og til verkalýðshreyfingarinnar

Þorgerður Katrín sagði í framhaldinu að enginn tæki undir með ríkisstjórninni í þessu. „Það er enginn sem tekur undir það að ríkisstjórnin sé að standa sig í stykkinu, burt séð frá Viðreisn og okkar gagnrýni sem er búin að vera samfelld allt þetta kjörtímabil um að ríkisstjórnin eigi að sýna meira aðhald. Við erum að tala um fjármálaráðið, við erum að tala um Samtök atvinnulífsins, Félag atvinnurekenda, við erum að tala um verkalýðshreyfinguna og svo virta hagfræðinga sem spanna allt litrófið. Það er verið að kalla eftir meira aðhaldi en ríkisstjórnin gerir ekkert.“

Hún spurði því hvort ekki ætti að stíga fastar til jarðar. „Var ekki örugglega boðað til aukafundar í ríkisstjórninni? Annað eins hefur nú verið gert hjá ríkisstjórninni varðandi blaðamannafundi. Hvert er planið? Það er ekkert plan hjá ríkisstjórninni. Hækkaði verðbólgan eða ekki? Vísitalan hækkaði hérna meðan hún er byrjuð að lækka annars staðar, meðal annars í Evrópu. Þar hafa meðal annars samtök fyrirtækja verið kölluð inn á teppið. Þar hafa verið boðaðar almennilegar aðgerðir, ekki bara eitthvað sem er til skamms tíma og tekur ekki á verðbólgutölunum. Ég bið um aðhald í ríkisrekstri. 

Ég bið um skýr skilaboð út í atvinnulífið, til verkalýðshreyfingarinnar, til samfélagsins, að ríkisstjórnin ætli sér að vera liðsfélagi Seðlabankans í þessu gríðarlega mikla verkefni sem er baráttan gegn verðbólgunni. Eins og staðan er núna er ríkisstjórnin að skila auðu.“

Þörf á auknu aðhaldi í verðlagsmálum

Katrín svaraði í annað sinn og sagði að áætlunin væri algerlega skýr. 

„Áætlunin snýst um aukið aðhald í ríkisfjármálum. Áætlunin snýst um aukna tekjuöflun nákvæmlega þar sem fólk er aflögufært og á það hefur verið bent hér þegar við erum að benda á þá aðila sem við boðum auknar álögur á. Við erum hins vegar ekki að fara að fórna þeim árangri sem hefur náðst í að byggja upp heilbrigðiskerfi og ákveðna þætti velferðarkerfisins, hvort sem það er húsnæðisstuðningurinn, sem hafði staðið í stað árum saman þegar við tókum við, eða barnabótakerfið, sem á sama tíma hefur verið stóreflt. Við erum ekki að fara að fórna þeim árangri. 

Við erum vissulega að hægja á tilteknum fjárfestingum en við erum til dæmis ekki að fara að hætta við fjárfestingu í uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu. Því er þetta plan algerlega skýrt og liggur fyrir. Við eigum hins vegar að spyrja okkur – þessi verðbólga er á breiðum grunni. Háttvirtur þingmaður nefnir matvörugáttina sem ég vonast til að opna fyrr en síðar. Það er verkefni sem er unnið með aðilum vinnumarkaðarins og hefði svo sannarlega mátt ganga hraðar. En horfum til dæmis á tölurnar á dagvörumarkaði. Þar vakna vissulega spurningar hjá mér og er greinilega þörf á auknu aðhaldi í verðlagsmálum,“ sagði forsætisráðherra að lokum. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Reikningar frá Klíníkinni í skoðun hjá Sjúkratryggingum
5
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Reikn­ing­ar frá Klíník­inni í skoð­un hjá Sjúkra­trygg­ing­um

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hafa opn­að mál gegn einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­inu Klíník­inni vegna meintra of hárra reikn­inga til rík­is­ins fyr­ir þjón­ustu við við­skipta­vini. Eitt mál­ið snýst um tugi millj­óna króna. Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands svör­uðu ekki spurn­ing­um þrátt fyr­ir tæp­lega tveggja vikna frest.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
9
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
1
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
3
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
4
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.
María Rut Kristinsdóttir
10
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
4
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu