Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir ríkisstjórnina sitja og stara „út í tómið“

Formað­ur Við­reisn­ar, Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, og Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra ræddu efna­hags­mál á Al­þingi í dag. Hin fyrr­nefnda spurði ráð­herr­ann hvort sjá mætti fram á að­gerð­ir af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Katrín vís­aði því á bug að ekk­ert væri gert í því efna­hags­ástandi sem nú rík­ir.

Segir ríkisstjórnina sitja og stara „út í tómið“
Ríkisstjórnin búin að „yfirgefa leikvöllinn“ Þorgerður Katrín segir að ríkisstjórnin séu búin að yfirgefa leikvöllinn og sitji nú inni í búningsklefa – búin að taka af sér hnéhlífarnar og stari út í tómið og geri lítið annað. Mynd: Bára Huld Beck

„Ég geri mér grein fyrir, hafandi verið aðeins lengur en 2.000 daga á þingi, að það er ákveðinn áfangi að halda ríkisstjórn saman. En það verður samt að hlusta á það sem helstu hagsmunaaðilar hafa verið að segja; verkalýðshreyfingin, Samtök atvinnulífsins, fjármálaráð.“

Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar þegar hún spurði Katrínu Jakobsdóttur út í aðgerðir ríkisstjórnarinnar í erfiðu efnahagsástandi. 

Þorgerður Katrín benti á að greinendur á markaði og hagfræðingar teldu ólíklegt annað en að Seðlabankinn myndi hækka stýrivexti síðar í þessum mánuði, þrettánda skiptið í röð. 

„Þá munum við ná þeim áfanga að hafa hér hæstu stýrivexti í um árabil. Þetta er um svipað leyti og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fagnar 2.000 daga afmæli, sama ríkisstjórn og á að vera helsti liðsfélagi Seðlabankans í baráttunni við verðbólguna. En þessi 2.000 daga gamli liðsfélagi er einfaldlega búinn að yfirgefa leikvöllinn, situr inni í búningsklefa, búinn að taka af sér hnéhlífarnar, starir út í tómið og gerir lítið annað,“ sagði hún. 

Byrðarnar settar á heimilin í landinu

Vísaði Þorgerður Katrín í orð ráðherrans um aðgerðir til þess að liðka fyrir kjaraviðræðum og hjálpa heimilum landsins þar sem hún sagði að stóra verkefnið væri að skapa forsendur fyrir efnahagslegum stöðugleika og að félagslegur stöðugleiki væri ekki síður mikilvægur fyrir vinnandi fólk í landinu. 

„Á sama tíma situr ríkisstjórnin og starir út í tómið og setur reikninginn á þetta sama fólk og verkalýðshreyfingin er að berjast fyrir og það situr uppi með reikninginn af aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar, sama fólkið og hefur ekkert annað val en að borga fyrir mat og fá laun í verðbólgukrónum, annað en stærstu fyrirtækin sem velja annan gjaldmiðil. Byrðarnar eru alltaf settar á heimilin í landinu, á litlu og meðalstóru fyrirtækin. Matvörugátt stjórnvalda – það er verið að benda á hana, hvenær sem hún mun líta dagsins ljós – mun ekki auka þeirra félagslega réttlæti en hún mun kannski draga fram það óréttlæti sem er í íslensku samfélagi.

Ég geri mér grein fyrir, hafandi verið aðeins lengur en 2.000 daga á þingi, að það er ákveðinn áfangi að halda ríkisstjórn saman. En það verður samt að hlusta á það sem helstu hagsmunaaðilar hafa verið að segja; verkalýðshreyfingin, Samtök atvinnulífsins, fjármálaráð. Það er verið að benda á að ríkisstjórnin er ekki að gera nægilega mikið til þess að berjast gegn verðbólgunni og helstu hagfræðingar landsins hafa beinlínis bent á að ríkisstjórnin er að vinna gegn barnafjölskyldum og heimilum í landinu,“ sagði Þorgerður Katrín. 

Spurði hún Katrínu hvort ekki væri öruggt að ríkisstjórnin hefði strax fundað eftir síðustu verðbólgutölur sem leiddu til hækkunar vísitölunnar. „Erum við ekki að sjá fram á aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar? Er ekki ríkisstjórnin að fara að kalla á teppið verðlagsnefnd búvara, sem er einn helsti áhrifavaldurinn í því að verðbólgan er að hækka, og atvinnulífið líka? Hvar er aðhaldið frá ríkisstjórninni, ekki bara á sjálfa sig heldur líka út í atvinnulífið sem slíkt?“ spurði hún. 

Allir þurfi að koma saman en Seðlabankinn beri höfuðábyrgð

Katrín sagði að fólk væri að sjálfsögðu að tala saman. „Í síðustu viku fundaði þjóðhagsráð, endurnýjað þjóðhagsráð sem núverandi ríkisstjórn kom á, sem fjallar einmitt um nákvæmlega þetta, efnahagslegan og félagslegan stöðugleika, þar sem mættu forsvarsmenn heildarsamtaka á vinnumarkaði, þar sem Seðlabankinn mætti, sveitarfélögin. Þar var farið yfir þessa stöðu og hvað er unnt að gera í henni. Ég vísa því að sjálfsögðu á bug þegar því er haldið fram að hér sé ekkert verið að gera. Þar nægir auðvitað að nefna þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur gripið til til að tryggja hinn félagslega stöðugleika og það höfum við gert með því að standa vörð um viðkvæmustu hópana, til dæmis örorkulífeyrisþega, en líka með þeim markvissu aðgerðum sem voru kynntar í tengslum við síðustu kjarasamninga, um húsnæðisstuðning og aukinn stuðning við barnafjölskyldur. 

Gleymum því ekki að um síðustu áramót kynntum við kerfisbreytingar á barnabótakerfinu til að styðja enn betur við barnafólk í landinu. Við lögðum hins vegar fram fjármálaáætlun þar sem er verið að boða aukna tekjuöflun, meðal annars af breiðu bökunum sem háttvirtur þingmaður hefur nefnt og ég þykist vita að hún sé sammála mér um, hvort sem það er fiskeldið, veiðigjöldin eða ferðaþjónustan, í tilfelli gistináttaskatts og sérstaks gjalds á skemmtiferðaskip. Við erum að leggja til viðbótarálag á atvinnulífið í landinu til að standa með okkur í gegnum þetta. En við erum líka að boða hagræðingu, 2 prósent aðhald almennt í kerfinu, viðbótaraðhald á stjórnkerfið en líka sértækar aðgerðir upp á milljarða króna þannig að fjármálaáætlunin talar inn í það verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Ég vek athygli á því að þarna þarf auðvitað allt að koma saman og Seðlabankinn ber höfuðábyrgð. En að halda því fram að stjórnvöld séu ekki að skila sínu – ég vísa því einfaldlega á bug,“ sagði ráðherrann. 

Vísar ásökunum á bugKatrín vísar því á bug að stjórnvöld séu ekki að skila sínu.

Biður um skýr skilaboð út í atvinnulífið og til verkalýðshreyfingarinnar

Þorgerður Katrín sagði í framhaldinu að enginn tæki undir með ríkisstjórninni í þessu. „Það er enginn sem tekur undir það að ríkisstjórnin sé að standa sig í stykkinu, burt séð frá Viðreisn og okkar gagnrýni sem er búin að vera samfelld allt þetta kjörtímabil um að ríkisstjórnin eigi að sýna meira aðhald. Við erum að tala um fjármálaráðið, við erum að tala um Samtök atvinnulífsins, Félag atvinnurekenda, við erum að tala um verkalýðshreyfinguna og svo virta hagfræðinga sem spanna allt litrófið. Það er verið að kalla eftir meira aðhaldi en ríkisstjórnin gerir ekkert.“

Hún spurði því hvort ekki ætti að stíga fastar til jarðar. „Var ekki örugglega boðað til aukafundar í ríkisstjórninni? Annað eins hefur nú verið gert hjá ríkisstjórninni varðandi blaðamannafundi. Hvert er planið? Það er ekkert plan hjá ríkisstjórninni. Hækkaði verðbólgan eða ekki? Vísitalan hækkaði hérna meðan hún er byrjuð að lækka annars staðar, meðal annars í Evrópu. Þar hafa meðal annars samtök fyrirtækja verið kölluð inn á teppið. Þar hafa verið boðaðar almennilegar aðgerðir, ekki bara eitthvað sem er til skamms tíma og tekur ekki á verðbólgutölunum. Ég bið um aðhald í ríkisrekstri. 

Ég bið um skýr skilaboð út í atvinnulífið, til verkalýðshreyfingarinnar, til samfélagsins, að ríkisstjórnin ætli sér að vera liðsfélagi Seðlabankans í þessu gríðarlega mikla verkefni sem er baráttan gegn verðbólgunni. Eins og staðan er núna er ríkisstjórnin að skila auðu.“

Þörf á auknu aðhaldi í verðlagsmálum

Katrín svaraði í annað sinn og sagði að áætlunin væri algerlega skýr. 

„Áætlunin snýst um aukið aðhald í ríkisfjármálum. Áætlunin snýst um aukna tekjuöflun nákvæmlega þar sem fólk er aflögufært og á það hefur verið bent hér þegar við erum að benda á þá aðila sem við boðum auknar álögur á. Við erum hins vegar ekki að fara að fórna þeim árangri sem hefur náðst í að byggja upp heilbrigðiskerfi og ákveðna þætti velferðarkerfisins, hvort sem það er húsnæðisstuðningurinn, sem hafði staðið í stað árum saman þegar við tókum við, eða barnabótakerfið, sem á sama tíma hefur verið stóreflt. Við erum ekki að fara að fórna þeim árangri. 

Við erum vissulega að hægja á tilteknum fjárfestingum en við erum til dæmis ekki að fara að hætta við fjárfestingu í uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu. Því er þetta plan algerlega skýrt og liggur fyrir. Við eigum hins vegar að spyrja okkur – þessi verðbólga er á breiðum grunni. Háttvirtur þingmaður nefnir matvörugáttina sem ég vonast til að opna fyrr en síðar. Það er verkefni sem er unnið með aðilum vinnumarkaðarins og hefði svo sannarlega mátt ganga hraðar. En horfum til dæmis á tölurnar á dagvörumarkaði. Þar vakna vissulega spurningar hjá mér og er greinilega þörf á auknu aðhaldi í verðlagsmálum,“ sagði forsætisráðherra að lokum. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
2
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið
7
Fréttir

Kaup­mátt­ur eykst lít­il­lega eft­ir langt sam­drátt­ar­skeið

Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann jókst lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, eða um 0,1 pró­sent. Á síð­ustu þrem­ur árs­fjórð­ung­um í fyrra hafði kaup­mátt­ur dreg­ist sam­an. Vaxta­gjöld heim­il­anna halda áfram að vega þungt í heim­il­is­bók­haldi lands­manna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi greiddu heim­ili lands­ins sam­an­lagt um 35 millj­arða króna í vaxta­gjöld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
6
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
7
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
8
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
10
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár