Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Refsistefna ekki rétta leiðin

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að refs­i­stefna sé ekki rétta leið­in til að tak­ast á við vímu­efna­vand­ann. „Við telj­um eðli­legt að við tök­um á þess­um mál­um með öðr­um hætti en við er­um líka með­vit­uð um að það þarf að vanda mjög til verka.“ Þing­flokks­formað­ur Pírata spurði ráð­herr­ann á þingi í dag hvort ekki væri heið­ar­leg­ast að „hætta þess­um fyr­ir­slætti og við­ur­kenna ein­fald­lega“ að þessi rík­is­stjórn muni aldrei af­glæpa­væða vörslu neyslu­skammta vímu­efna.

Refsistefna ekki rétta leiðin
Stjórnvöld ætla að samræma betur verklag lögregluyfirvalda og heilbrigðiskerfisin Forsætisráðherra segir að tillögur heilbrigðisráðherra vegna ópíóíðafaraldursins snúist ekki einungis um að tryggja betur aðgengi að nauðsynlegri meðferð heldur um að samræma betur verklag lögregluyfirvalda og heilbrigðiskerfisins. Mynd: Davíð Þór

Stefna Vinstri grænna varðandi afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta er óbreytt, samkvæmt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og formanni Vinstri grænna. 

Þetta kom fram í máli ráðherrans í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata spurði hana meðal annars hver það væri „í alvörunni“ sem stæði í vegi fyrir því að hér á landi yrði farið í afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta.

Katrín sagði að flokkur hennar teldi að það sem hefur verið kallað refsistefna væri ekki rétta leiðin til að takast á við vímuefnavandann. 

Afsakanir í „allar áttir“

Þórhildur Sunna sagði í fyrirspurn sinni að þegar frumvarp Pírata um afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta vímuefna var fellt árið 2020 hefði því verið haldið fram af hálfu fulltrúa VG að flokkurinn styddi afglæpavæðingu, bara ekki núna. 

Viðkvæmur hópur bíður eftir réttarbótÞórhildur Sunna segir að enn og aftur skuli einn viðkvæmasti hópur landsins bíða eftir réttarbót.

„Rökin sem VG komu með voru að heilbrigðisráðherra væri alveg að fara að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu og þar af leiðandi væri hún handan við hornið. Þegar fyrrverandi heilbrigðisráðherra lagði svo fram sambærilegt mál og okkar strandaði það í nefnd vegna þess að stjórnarliðar höfðu engan vilja til þess að ná því út. Í dag, þremur árum síðar, heyrum við enn afsakanir í allar áttir um hvers vegna enn og aftur eigi að viðhalda refsistefnu sem allir virðast þó sammála um að sé skaðleg og hafi mistekist. Enn og aftur skal einn viðkvæmasti hópur landsins bíða eftir réttarbót, kannski seinna, kannski á morgun, kannski einhvern tímann í haust, alla vega ekki núna,“ sagði hún. 

Þórhildur Sunna spurði í framhaldinu hvort ekki væri heiðarlegast að „hætta þessum fyrirslætti og viðurkenna einfaldlega“ að þessi ríkisstjórn muni aldrei afglæpavæða vörslu neysluskammta vímuefna.

Ber fullt traust til þess að vinna heilbrigðisráðherra muni skila góðum niðurstöðum

Katrín svaraði og sagði að stefna Vinstri grænna í þessum málaflokki væri óbreytt að því leytinu til að þau hefðu tjáð sig mjög skýrt með þeim hætti að þau teldu að það sem hefur verið kallað refsistefna væri ekki rétta leiðin til að takast á við vímuefnavandann. „Við teljum eðlilegt að við tökum á þessum málum með öðrum hætti en við erum líka meðvituð um að það þarf að vanda mjög til verka. Þessi stefna birtist auðvitað í þeirri staðreynd að fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, lagði fram frumvarp hér á þinginu en því var ekki lokið, meðal annars vegna þess að umræðu var ekki lokið um málið á vettvangi nefndar.“

„Það snýst ekki eingöngu um það að við viljum hafna refsistefnunni, það snýst líka um hvernig við ætlum að standa að forvörnum og fræðslu.“
Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra

Benti Katrín á að núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, hefði einnig verið með slíkt mál á þingmálaskrá. Hann hefði sagt að hann teldi mjög mikilvægt að allir aðilar væru kallaðir að borðinu. 

„Ég held að það sé mikilvægt því að auðvitað vekur þetta mál upp fjöldamargar spurningar og það snýst ekki eingöngu um það að við viljum hafna refsistefnunni, það snýst líka um hvernig við ætlum að standa að forvörnum og fræðslu, hvernig við ætlum að ræða þessi mál í heilbrigðiskerfinu, hvernig við viljum tryggja að fíknisjúkdómar séu ekki jaðarsettir í heilbrigðiskerfinu, þannig að það eru fjöldamörg álitamál sem þarf að taka afstöðu til.

Við vorum að ræða þessi mál nú síðast í morgun á vettvangi ráðherranefndar þar sem við vorum að ræða tillögur hæstvirts heilbrigðisráðherra vegna ópíóíðanotkunar og hvernig við getum spyrnt við gagnvart þeim ógnvænlegu tíðindum sem við höfum af vaxandi fjölda dauðsfalla vegna ópíóíðanotkunar,“ sagði hún og bætti því við að heilbrigðisráðherra hefði í hyggju að halda áfram þeirri vinnu sem hann hefði þegar hafið varðandi stefnumörkun um skaðaminnkun. 

„Ég ber fullt traust til þess að sú vinna muni skila góðum niðurstöðum sem við munum taka til umfjöllunar hér á Alþingi, því að ég held að það sé mjög mikilvægt,“ sagði hún. 

Spyr hver stendur í vegi fyrir afglæpavæðingu

Þórhildur Sunna steig aftur í pontu og sagði að það væri gott að ráðherrann minntist á ópíóíðafaraldurinn vegna þess að í baráttunni gegn andlátum vegna ofskömmtunar eða eitrunar af völdum vímuefnanotkunar skipti hver mínúta sem viðbragðsaðilar hafa til lífsbjargandi meðferðar máli. 

„Því er skelfilegt að vita til þess að oft eru viðbragðsaðilar ekki kallaðir til eða of seint vegna ótta viðstaddra um að með því að hringja á hjálp sé á sama tíma verið að hringja í lögregluna sem mætir á staðinn til að handtaka fólk fyrir brot tengd neyslu vímuefna. Því miður er staðan þannig í dag, á meðan ríkisstjórnin situr á rökstólum um einhver útfærsluatriði sem margoft er búið að ræða í velferðarnefnd, margoft hafa verið rædd í þessum sal og er alveg hægt að framkvæma núna strax ef vilji er fyrir hendi,“ sagði hún. 

Spurði hún hver það væri „í alvörunni“ sem stæði í vegi fyrir því að hér yrði farið í afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta. „Eru það fulltrúar Framsóknar sem standa í vegi fyrir því? Er það Sjálfstæðisflokkurinn? Hvaða ráðherra stendur í vegi fyrir því að við afgreiðum strax þetta mikilvæga og lífsbjargandi mál?“ spurði hún. 

Vill tryggja að fræðsla og forvarnir beri árangur

Katrín ítrekaði að Willum Þór ynni nú að tillögum vegna ópíóíðafaraldursins. Þær snerust ekki einungis um að tryggja betur aðgengi að nauðsynlegri meðferð heldur um að samræma betur verklag lögregluyfirvalda og heilbrigðiskerfisins þegar kemur að slíkum tilfellum. 

„Við þurfum líka að mínu viti nákvæmlega að skoða það sem ég nefndi hér áðan varðandi fræðslu og forvarnir því það að breyta hegningarlögum er eitt, eins og hér hefur verið rætt, en við þurfum líka að hafa í huga að ræða hvernig við tryggjum það að við náum sama árangri og við náðum á sínum tíma með svokölluðu íslensku módeli þegar kom að unglingadrykkju, hvernig við tryggjum það að fræðsla og forvarnir beri árangur í þessum málum því að við erum að sjá skelfilegar fréttir berast af ungu fólki sem hefur orðið ópíóíðum að bráð,“ sagði hún. 

Ráðherrann vildi ekki svara hver stæði í vegi og ítrekaði að vanda þyrfti til verka. Hún telur að heilbrigðisráðherra sé að gera það.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár