Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ung og töff með stuttskífur

Dr. Gunni er hrif­inn af tveim­ur upp­renn­andi ungst­irn­um: Daniil og Lúpínu.

Ung og töff með stuttskífur

 

Daniil - 600

★★★File:Left half star.svg - Wikimedia Commons

Þrjár og hálf stjarna

Útgefandi: Alda

Það er enginn skortur á nýliðun í íslensku tónlistarsenunni. Nokkrar nýjar stórstjörnur verða til árlega og hellingur af nýstirnum skjótast upp á himinhvolfið og kalla á athygli. Daniil hlaut nýlega titilinn Nýliði ársins á Hlustendaverðlaunum útvarpsstöðva Sýnar. Það var verðskuldað, enda hið drullunetta lag hans og Joey Christ, Ef þeir vilja beef, eitt af flottustu lögum síðasta árs. Það er ekta strákalag sem maður sér fyrir sér gutta á hvítum hlýrabolum með útbelgda brjóstkassa iðka hanaslag við. Beefið er á nýju plötunni auk sjö annarra misáheyrilegra laga. Verkið er nýlega komið á streymi en vínylplata ku væntanleg í sumar.

 Daniil – Daníel Moroshkin – rúmlega tvítugur rappari, hefur alið manninn í Árbæ og þakkaði rapp-unglingastarfi í félagsmiðstöðinni í þakkarræðunni. Hann er mjög vinsæll með góða tölfræði á Spotify. Hann er þó tiltölulega nýbyrjaður, þótt platan 600 sé reyndar hans önnur. Fyrsta, 300, kom út 2019.

 Það er fín framþróun í gangi og 600 mun betri en 300. Daniil er öruggur rappari, flæðir vel og hefur áheyrilega rödd, hvort sem hún er þurr eða mölluð með autotjúni eða öðrum effektum. Hann er með trausta samstarfsmenn, pródúserana Tómas Gauta Óttarsson (eþs Tommy on the tracks) og Matthías Eyfjörð þar fremsta í flokki. Gestagangur er í lögunum, áðurnefndur Joey Christ gerir stórgóða hluti í Beefinu, danski rapparinn Ussel á gott innslag í Ástin mín og sjálfur Friðrik Dór á væna innkomu í Aleinn.

 600 er stutt plata, ekki nema 22 mínútur. Fast á hæla Ef þeir vilja Beef, koma fín lög eins og opnunarlagið 10 af 10, Svört nótt, þar sem sótt er í sarp Lay Low, safaríki poppslagarinn Aleinn og Bakvið grímuna, sem er meira popp en hipphopp og nettur Áttu-fílingur í gangi. Önnur lög eru síðri en platan er fín sem heild. Maður hefur samt á tilfinningunni að enn betri hlutir séu á leiðinni og vonandi verður styttra í 900 en á milli 600 og 300.


Lúpína - Ringluð

★★★File:Left half star.svg - Wikimedia Commons

Þrjár og hálf stjarna

Útgefandi: Fallegt illgresi

Líkt og Daniil er Nína Solveig Andersen nýskriðin yfir tvítugt. Hún notar listamannsnafnið Lúpína og Ringluð er hennar fyrsta sólóplata, 9 lög á tæplega 25 mínútum. Nína býr í Noregi og tónlistin er samin og pródúseruð af henni og skólafélögum hennar í tónlistarskólanum LIMPI í Lillehammer, þar sem boðið er upp á ársnám í tónlistarsköpun.

Tónlist Nínu er rafmagnað og dreymandi popp og hún hefur nefnt Emilíönu Torrini sem innblástur. Ekki heyri ég þó bein áhrif þaðan, heldur minna sum lög mig á Spilverkið, á einhvern einkennilegan hátt. Nína er þó auðvitað engin Diddú. Hún er með fína rödd en ekki eins glaðlega, enda hvílir súrsæt depurð yfir plötunni, sem sýnir sig í fínum íslenskum textum – melankólískum hugleiðingum um ástina og það kjaftæði allt og einmanaleika. Heildarsvipur og hljóðheimur plötunnar er virkilega vel heppnaður. Alls konar óvænt aukahljóð og taktar koma manni skemmtilega á óvart, eins og til dæmis mjög frumlegt „breakdown“ í laginu Ástarbréf, lag sem hefur verið að gera það gott á Tiktok og á streymisveitum (platan er líka til á CD). Ástarbréf er besta lagið á plötunni en önnur stórgóð eru Tveir mismunandi heimar, Ég veit ég vona og Alein. Lagið Lúpínu bossa nova er svo næstum því glaðlegt enda í suðrænum fílingi. Ekki alveg samt því „þrátt fyrir sól og blóm, vantar eitthvað, ég er svo tóm“, eins og hún syngur.

 Lúpína er nafn sem fólk ætti að leggja á minnið, ekki bara sem jurt sem flæðir yfir landið, heldur sem mjög efnilegt poppverkefni. Nína Solveig er svo vonandi bara rétt nýbyrjuð, enda ótvíræðir hæfileikar hér á ferð, hæfileikar sem geta ekki annað en að slípast til og eflst í framtíðinni.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár