Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Er listaverkið tómt ílát?

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir fjall­ar um verk­ið Ör­laga­ten­ing­ur­inn eft­ir Finn Jóns­son (1892-1993) á sýn­ing­unni Við­nám á Lista­safni Ís­lands og seg­ir að hægt sé að gera meiri kröf­ur til safns­ins.

Er listaverkið tómt ílát?
Myndlist

Við­nám

Niðurstaða:

Listamaður: Finnur Jónsson (1892-1993)

Titill verks: Örlagatengurinn, 1925

Sýning: Viðnám

Staður: Listasafn Íslands – Safnahúsið

Stjarna: *

Gefðu umsögn

 

 

Listamaður: Finnur Jónsson (1892–1993)

Titill verks: Örlagateningurinn, 1925

Sýning: Viðnám

Staður: Listasafn Íslands – Safnahúsið

Stjarna: *

 

Það er ekki venja þegar fjallað er um myndlistarsýningar að taka út eitt verk og gera því sérstök skil. Það verður hins vegar gert hér. Á sýningunni Viðnám sem fjallað var um í síðasta tölublaði Heimildarinnar, er að finna verk eftir Finn Jónsson sem ber titilinn Örlagateningurinn. Verkið er frá árinu 1925 og markar ákveðin þáttaskil í sögu íslenskrar myndlistar. Þetta er abstrakt verk þar sem þó má greina hlutbundin form, m.a. tening, tvo hnetti og þrívíða ferninga sem er stillt upp eins og leiksviði á miðju flatarins. Þegar verkið var sýnt fyrst höfðu aldrei áður verið sýnd abstrakt verk á Íslandi, en þó bendir margt til þess að það hafi ekki verið þess vegna sem það fékk blendnar viðtökur. Ástæðan var fremur tenging Finns Jónssonar við Der Sturm galleríið í Berlín. Abstrakt verkin seldust hins vegar ekki og Finnur sneri sér að öðru í bili. Það er margt merkilegt við Örlagateninginn, enda ekki mörg verk eftir íslenska listamenn sem jafn mikið hefur verið skrifað um af fræðimönnum. Þessi skrif tengjast bæði verkinu sjálfu, viðtökusögu verka Finns, sögu nútímalistar á Íslandi og orðræðunni um íslenska myndlist við upphaf 20. aldar.

 

Rými og hugmyndafræði

Á sýningunni Viðnám er verkið að finna í sal á fyrstu hæð Safnahússins, þar sem það hangir á millivegg sem hefur verið sérstaklega byggður inn í sýningarsalinn. Upphenging verksins vekur strax athygli fyrir að vera sérkennileg en verkið hangir eitt á breiðum gafli, á móti innganginum í salinn (sem er lítið meira en stórt herbergi) og við innganginn að rými sem milliveggir afmarka og hefur að geyma vídeóinnsetningu eftir Doddu Maggý. Önnur verk sem sjást á þessum stað hanga hvort sínum megin við mjóan gang, ýmist á öðrum hluta milliveggjarins eða föstum vegg salarins. Þetta eru málverk eftir íslensku samtímalistamennina Sigurð Árna Sigurðsson, Jón B.K. Ransu, Tuma Magnússon og Erlu Þórarinsdóttur. Þegar komið er fyrir horn milliveggjarins, opnast sýn að öðrum, ögn víðari „gangi“ þar sem á vinstri hönd má sjá verk eftir Daníel Örn Halldórsson, Eirúnu Sigurðardóttur og Jóhannes S. Kjarval. Verk Kjarvals, Ekspanótískt artifisjón af landslagi frá 1929, er það eina sem er frá sama tímabil og verk Finns.

Samkvæmt texta um sýninguna Viðnám tengjast öll verkin sjálfbærni og siðferðilegri orðræðu. Sýningunni er einnig ætlað að brúa bilið milli lista og vísinda. Hvort tveggja hlýtur samkvæmt þessu að eiga við Örlagatening Finns Jónssonar, en verkið hefur verið sett upp í þeim hluta sýningarinnar sem ber yfirskriftina „Lögmál“. Lögmálin tengjast eðlis- og efnafræði samkvæmt áðurnefndum texta, sem fjallar almennt um vísindi og list sem ögrar vísindalögmálum. Nú veit ég ekki hvað Finnur Jónsson hefði sagt um þetta, en verk hans hefur aðallega verið túlkað sem hrein formfræði þótt einnig megi tengja það táknfræði þeirra forma sem verkið er samsett úr og andlegum málefnum sem abstraktlistamenn þriðja áratugar 20. aldar löðuðust að. Finnur tjáði sig aldrei með beinum orðum um þetta verk, eða önnur frá svipuðum tíma, en þó er vitað að hann sótti innblástur í eigin reynsluheim og varð fyrir áhrifum frá expressjónískum listamönnum, m.a. Wassily Kandinsky, á meðan hann var við nám í Þýskalandi.

 

Sögu- og merkingarlaust tóm  

Það vekur athygli að það er ekkert að finna um stórmerkilega sögu verksins í listsögulegu samhengi á sýningunni Viðnám. Þar er ekkert að finna um verkið sjálft, hvernig deilur í Kaupmannahöfn um gildi nútímalistar rötuðu til Íslands né hverjir tóku þátt í að flytja þær deilur hingað til lands. Þá kemur ekkert fram um áhrif síðari heimsstyrjaldarinnar á viðtökur verksins og annarra verka Finns eftir stríð, hvorki í pólitísku né listsögulegu samhengi, né hvernig það hlaut „uppreist æru“ eftir að hafa verið sett upp á sýningu á evrópskri nútímalist í Strassborg árið 1970. Ekkert um endurkomu verksins inn í íslenska listasögu. Það er engu líkara en það hafi aldrei verið neitt sagt um þetta verk eða önnur tengd því á ferli Finns. Það er ekki svo mikið sem ýjað að því sem fræðimenn hafa sagt um áhrif þess, og hefur þó ýmislegt verið rætt og ritað.

Júlíana Gottskálksdóttir var fyrst til að skrifa meistararitgerð um nám og dvöl Finns í Þýskalandi árið 1975 og í kjölfarið grein um viðtökur Örlagateningsins og annarra verka Finns í Árbók Listasafns Íslands árið 1993. Hannes Sigurðsson fjallaði einnig um verk Finns frá þriðja áratugnum í greinini „Landnáma hin nýja“ í Fjölni 1997 sem byggir á meistararitgerð hans í listasögu við Berkeley háskóla. Hubert van den Berg fjallaði síðan um verk Finns frá sjónarhóli framúrstefnufræða í lærðri grein í Ritinu 2006, og í menningarsögu framúrstefnu á Norðurlöndum 2012. Benedikt Hjartarson gerði viðtökum verka Finns skil í Ritinu 2006 og sjálf hef ég gert atlögu að sögu verksins með því að velta upp spurningum um rótina að því að Valtýr Stefánsson taldi ástæðu til að gagnrýna Finn án þess að hafa séð verkin. Valtýr átti síðar eftir að skrifa umfjöllun um sýningu Finns þar sem hann gagnrýndi hann fyrir að vera undir of miklum áhrifum af þýskri myndlist.

Það vekur óneitanlega athygli að Listasafn Íslands, sem er ætlað að miðla þekkingu á íslenskri myndlist og listasögu, skuli takast að sneiða fram hjá þessum skrifum. Sagan er vissulega flókin en henni hafa verið gerð skil frá ýmsum hliðum og því ansi langt gengið að láta eins og Örlagateningurinn sé sögulaust abstraktmálverk sem sjálfsagt sé að fjalla um út frá sjálfbærni og strengjafræði nútíma eðlisfræði. Um leið er látið eins og verkið sé tómt ílát sem hægt er að fylla með þeirri merkingu sem sýningarstjóranum dettur í hug hverju sinni. Það er hægt að gera meiri kröfur til Listasafns Íslands.

 

 

 

 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Jón Kristinn Einarsson
2
PistillUppgjör ársins 2024

Jón Kristinn Einarsson

Hjóm og há­vaði árs­ins 2024

Jón Krist­inn Ein­ars­son, doktorsnemi í sagn­fræði við Há­skól­ann í Chicago, ger­ir upp ár­ið sem fer senn að líða. Eft­ir því sem hann dvel­ur meir í for­tíð­inni hafi mörg af þeim stóru frétta­mál­um sem heltek­ið hafa op­in­bera um­ræðu á Ís­landi tek­ið á sig mynd dægra­stytt­ing­ar fyr­ir fréttafíkla. Á með­an sitji stóru mál­in sem mestu máli skipta gjarn­an eft­ir á hak­an­um. Til að mynda um­hverf­is- og lofts­lags­mál­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár