Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Er listaverkið tómt ílát?

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir fjall­ar um verk­ið Ör­laga­ten­ing­ur­inn eft­ir Finn Jóns­son (1892-1993) á sýn­ing­unni Við­nám á Lista­safni Ís­lands og seg­ir að hægt sé að gera meiri kröf­ur til safns­ins.

Er listaverkið tómt ílát?
Myndlist

Við­nám

Niðurstaða:

Listamaður: Finnur Jónsson (1892-1993)

Titill verks: Örlagatengurinn, 1925

Sýning: Viðnám

Staður: Listasafn Íslands – Safnahúsið

Stjarna: *

Gefðu umsögn

 

 

Listamaður: Finnur Jónsson (1892–1993)

Titill verks: Örlagateningurinn, 1925

Sýning: Viðnám

Staður: Listasafn Íslands – Safnahúsið

Stjarna: *

 

Það er ekki venja þegar fjallað er um myndlistarsýningar að taka út eitt verk og gera því sérstök skil. Það verður hins vegar gert hér. Á sýningunni Viðnám sem fjallað var um í síðasta tölublaði Heimildarinnar, er að finna verk eftir Finn Jónsson sem ber titilinn Örlagateningurinn. Verkið er frá árinu 1925 og markar ákveðin þáttaskil í sögu íslenskrar myndlistar. Þetta er abstrakt verk þar sem þó má greina hlutbundin form, m.a. tening, tvo hnetti og þrívíða ferninga sem er stillt upp eins og leiksviði á miðju flatarins. Þegar verkið var sýnt fyrst höfðu aldrei áður verið sýnd abstrakt verk á Íslandi, en þó bendir margt til þess að það hafi ekki verið þess vegna sem það fékk blendnar viðtökur. Ástæðan var fremur tenging Finns Jónssonar við Der Sturm galleríið í Berlín. Abstrakt verkin seldust hins vegar ekki og Finnur sneri sér að öðru í bili. Það er margt merkilegt við Örlagateninginn, enda ekki mörg verk eftir íslenska listamenn sem jafn mikið hefur verið skrifað um af fræðimönnum. Þessi skrif tengjast bæði verkinu sjálfu, viðtökusögu verka Finns, sögu nútímalistar á Íslandi og orðræðunni um íslenska myndlist við upphaf 20. aldar.

 

Rými og hugmyndafræði

Á sýningunni Viðnám er verkið að finna í sal á fyrstu hæð Safnahússins, þar sem það hangir á millivegg sem hefur verið sérstaklega byggður inn í sýningarsalinn. Upphenging verksins vekur strax athygli fyrir að vera sérkennileg en verkið hangir eitt á breiðum gafli, á móti innganginum í salinn (sem er lítið meira en stórt herbergi) og við innganginn að rými sem milliveggir afmarka og hefur að geyma vídeóinnsetningu eftir Doddu Maggý. Önnur verk sem sjást á þessum stað hanga hvort sínum megin við mjóan gang, ýmist á öðrum hluta milliveggjarins eða föstum vegg salarins. Þetta eru málverk eftir íslensku samtímalistamennina Sigurð Árna Sigurðsson, Jón B.K. Ransu, Tuma Magnússon og Erlu Þórarinsdóttur. Þegar komið er fyrir horn milliveggjarins, opnast sýn að öðrum, ögn víðari „gangi“ þar sem á vinstri hönd má sjá verk eftir Daníel Örn Halldórsson, Eirúnu Sigurðardóttur og Jóhannes S. Kjarval. Verk Kjarvals, Ekspanótískt artifisjón af landslagi frá 1929, er það eina sem er frá sama tímabil og verk Finns.

Samkvæmt texta um sýninguna Viðnám tengjast öll verkin sjálfbærni og siðferðilegri orðræðu. Sýningunni er einnig ætlað að brúa bilið milli lista og vísinda. Hvort tveggja hlýtur samkvæmt þessu að eiga við Örlagatening Finns Jónssonar, en verkið hefur verið sett upp í þeim hluta sýningarinnar sem ber yfirskriftina „Lögmál“. Lögmálin tengjast eðlis- og efnafræði samkvæmt áðurnefndum texta, sem fjallar almennt um vísindi og list sem ögrar vísindalögmálum. Nú veit ég ekki hvað Finnur Jónsson hefði sagt um þetta, en verk hans hefur aðallega verið túlkað sem hrein formfræði þótt einnig megi tengja það táknfræði þeirra forma sem verkið er samsett úr og andlegum málefnum sem abstraktlistamenn þriðja áratugar 20. aldar löðuðust að. Finnur tjáði sig aldrei með beinum orðum um þetta verk, eða önnur frá svipuðum tíma, en þó er vitað að hann sótti innblástur í eigin reynsluheim og varð fyrir áhrifum frá expressjónískum listamönnum, m.a. Wassily Kandinsky, á meðan hann var við nám í Þýskalandi.

 

Sögu- og merkingarlaust tóm  

Það vekur athygli að það er ekkert að finna um stórmerkilega sögu verksins í listsögulegu samhengi á sýningunni Viðnám. Þar er ekkert að finna um verkið sjálft, hvernig deilur í Kaupmannahöfn um gildi nútímalistar rötuðu til Íslands né hverjir tóku þátt í að flytja þær deilur hingað til lands. Þá kemur ekkert fram um áhrif síðari heimsstyrjaldarinnar á viðtökur verksins og annarra verka Finns eftir stríð, hvorki í pólitísku né listsögulegu samhengi, né hvernig það hlaut „uppreist æru“ eftir að hafa verið sett upp á sýningu á evrópskri nútímalist í Strassborg árið 1970. Ekkert um endurkomu verksins inn í íslenska listasögu. Það er engu líkara en það hafi aldrei verið neitt sagt um þetta verk eða önnur tengd því á ferli Finns. Það er ekki svo mikið sem ýjað að því sem fræðimenn hafa sagt um áhrif þess, og hefur þó ýmislegt verið rætt og ritað.

Júlíana Gottskálksdóttir var fyrst til að skrifa meistararitgerð um nám og dvöl Finns í Þýskalandi árið 1975 og í kjölfarið grein um viðtökur Örlagateningsins og annarra verka Finns í Árbók Listasafns Íslands árið 1993. Hannes Sigurðsson fjallaði einnig um verk Finns frá þriðja áratugnum í greinini „Landnáma hin nýja“ í Fjölni 1997 sem byggir á meistararitgerð hans í listasögu við Berkeley háskóla. Hubert van den Berg fjallaði síðan um verk Finns frá sjónarhóli framúrstefnufræða í lærðri grein í Ritinu 2006, og í menningarsögu framúrstefnu á Norðurlöndum 2012. Benedikt Hjartarson gerði viðtökum verka Finns skil í Ritinu 2006 og sjálf hef ég gert atlögu að sögu verksins með því að velta upp spurningum um rótina að því að Valtýr Stefánsson taldi ástæðu til að gagnrýna Finn án þess að hafa séð verkin. Valtýr átti síðar eftir að skrifa umfjöllun um sýningu Finns þar sem hann gagnrýndi hann fyrir að vera undir of miklum áhrifum af þýskri myndlist.

Það vekur óneitanlega athygli að Listasafn Íslands, sem er ætlað að miðla þekkingu á íslenskri myndlist og listasögu, skuli takast að sneiða fram hjá þessum skrifum. Sagan er vissulega flókin en henni hafa verið gerð skil frá ýmsum hliðum og því ansi langt gengið að láta eins og Örlagateningurinn sé sögulaust abstraktmálverk sem sjálfsagt sé að fjalla um út frá sjálfbærni og strengjafræði nútíma eðlisfræði. Um leið er látið eins og verkið sé tómt ílát sem hægt er að fylla með þeirri merkingu sem sýningarstjóranum dettur í hug hverju sinni. Það er hægt að gera meiri kröfur til Listasafns Íslands.

 

 

 

 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
1
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Sendu skip til Grænlands
2
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Lagði ekki upp með ótímabundið hvalveiðileyfi eins og varð raunin
4
Fréttir

Lagði ekki upp með ótíma­bund­ið hval­veiði­leyfi eins og varð raun­in

Bjarni Bene­dikts­son not­aði sína síð­ustu daga í embætti til að veita Hval hf. ein­stakt leyfi til veiða á lang­reyð­um. Leyf­ið renn­ur aldrei út. Í fyrstu taldi hann sig van­hæf­an til að taka ákvörð­un en skipti svo um skoð­un hálf­um mán­uði síð­ar. At­burða­rás­in kem­ur heim og sam­an við lýs­ing­ar á leyniupp­töku af syni og við­skipta­fé­laga Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns á hvað stæði til gera.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár