Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tveggja flygla tal - Spunaflug í gaukmánuði

Arn­dís Björk Ás­geirs­dótt­ir fór í Sal­inn í Kópa­vogi og hlýddi á stað­arlista­mann­inn, Dav­íð Þór, leika á fyrstu af þrem­ur ein­leiks­tón­leik­um sem hann mun leika þar þetta ár­ið.

Tveggja flygla tal - Spunaflug í gaukmánuði
„Það er ekki hægt að bera Davíð Þór saman við neinn. Hann fer sínar eigin leiðir og víst er að þær eru mjög ófyrirsjáanlegar,“ segir meðal annars í dómi Arndísar Bjarkar Ágústsdóttur um tónleika píanistans Davíðs Þórs Jónssonar.
Tónleikar

Dav­íð Þór

Gefðu umsögn

Píanóleikarinn Davíð Þór Jónsson er staðarlistamaður Salarins í Kópavogi í ár. Fyrstu einleikstónleikar hans af þrennum sem hann mun halda í Salnum þetta árið, fóru fram sunnudaginn 30. apríl síðastliðinn og hófust þeir klukkan 13.25, en þá mun sól hafa verið hæst á lofti á þeim degi í gaukmánuði eins og hörpumánuður er kallaður í Snorra-Eddu. 30. apríl er jafnframt alþjóðlegur dagur djazzins. Tónleikarnir eru haldnir að frumkvæði Salarins og eru hluti af nýsköpunarverkefni Salarins. 

Á sviðinu voru tveir flyglar, loklausir, stillt upp hvor á móti öðrum með einum píanóstól á milli. Reykvél hafði greinilega verið notuð áður en áheyrendum var hleypt inn í sal og upphaf tónleikanna var þrungið nokkurri spennu og mystík. Það er sannarlega ekki á hvers manns færi og mikil berskjöldun að bjóða til tónleika þar sem efnisskráin er ekki fyrirfram gefin en í prentaðri efnisskrá var að finna sex ljóð eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur, Sigurð Guðmundsson og Sigurð Pálsson, svona til að gefa tóninn. Davíð Þór, sem settist við Bösendorfer hljóðfærið, tók sér svo enn lengri tíma en venjulegt þykir til að hefja tónleikana, kannski til að ná algjörri þögn en þeir sem þekkja það að sitja í sal með fólki, sem byrjar að anda í takt, vita hvað ég meina þegar ég segi að svoleiðis þagnir geta verið magnaðar.

Upphaf tónleikanna var órætt, Davíð Þór fikraði sig áfram og vann inn í hið dularfulla andrúmsloft sem hafði skapast með þögninni, smám saman varð leikurinn agressívari og rytmískari og endaði aftur í dramatískri þögn. Fyrri hluta tónleikanna var skipt í nokkra hluta, sem flestir byrjuðu á draumkenndum slitrum sem síðar uxu út í myrk og stundum ofsafengin þrástef á neðra registeri hljóðfærisins. Stefin umbreyttust svo hægfara, óáþreifanlega og óútreiknanlega. Á stundum fannst mér eins og ég stæði við hurð að hlusta í gegn til að greina hvaða verk væri verið að flytja en ásláttur Davíðs á hljóðfærið og úrklippulegar hendingar hans voru fáránlega vel útfærðar, ekki ósvipað collage myndverkum. Impressionistískar hendingar og hughrif flugu um heilann, sem leitaði að lagi sem aldrei kom. Samt sem áður varð þetta örlítið einsleitt eftir því sem á leið.

Sama má segja um andstæður efra og neðra registers, sem voru honum greinilega hugleiknar en ef maður er með hljóðfæri sem spannar rúmar sjö áttundir er eiginlega undarlegt að nýta sér það ekki. Ég spáði lengi hvort hann væri að notfæra sér hinn algjörlega aldrei notaða sostenuto pedal flygilsins, pedalinn sem heldur niðri nótum sem þú vilt að haldist niðri svo þú getir spilað hinar og yfirtónarnir hljóma án þess þó að halda þeim sjálfur niðri, en sama hvað ég rýndi þá var hann ekki að því. 

Síðari hluti tónleikanna var ólíkur hinum fyrri. Steinwayinn, sem hafði staðið á sviðinu allan tímann og hafði þjónað hlutverki magnara með öllum sínum opnu strengjum og hljómi, meðvitaður um það sem fram fór á Bösanum, hafði uppmagnað seiðinn sem Davíð framdi á fyrri hluta tónleikanna og var nú notaður til leiks og ekki nóg með það, heldur lék Davíð á báða flyglana í einu, geri aðrir betur, meira að segja reif hann sig úr jakkanum eftir fyrsta slottið til að eiga auðveldara með að ná á hægri pedal hvors flygils í einu. Þetta hef ég aldrei séð gert og hreint og beint skil ekki hvernig er hægt en heilahvel Davíðs Þórs hljóta að vera betur tengd en hjá öðru fólki.

„Hann fer sínar eigin leiðir og víst er að þær eru mjög ófyrirsjáanlegar.“

Sömu register voru notuð á báðum flyglum og þar dobblaði hann nótur og raddaði eins og meistara einum er lagið. Upp úr þurru hljómaði laglína sem hefði getað verið fengin úr íslensku þjóðlagi en það var það eina sem ég fann ríma við ljóðin í efnisskrá, það er við ljóð Sigurðar Pálssonar, Þjóðremba, „óásættanleg andstæða þjóðarstolts“. 

Síðasti hluti tónleikanna var í mars-takti og var það sennilega heillegasti hluti tónleikanna. Hann minnti helst á rússnesku meistarana Rachmaninov og Prokofiev, eins ólíkir og þeir eru, með þykkum hljómum og taktföstum rythma. Þetta voru áhugaverðir tónleikar en mér fannst vanta á þá heildarmynd en kannski var Davíð Þór ekki að leita eftir neinni heildarmynd. Ósjálfrátt fer hugurinn að leita að samanburði en það er ekki hægt að bera Davíð Þór saman við neinn. Hann fer sínar eigin leiðir og víst er að þær eru mjög ófyrirsjáanlegar. Fyrsti hluti spunaverks Davíðs Þórs varð þarna til og verður aldrei endurtekið eins, en ég hvet alla til að missa ekki af hugarflugi þessa frábæra listamanns á næstu tónleikum sem verða 27. ágúst.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
3
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár