Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eigandi Arnarlax óttast að tími sjókvía sé senn á enda á Íslandi

Norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar AS, stærsti hlut­hafi Arn­ar­lax á Bíldu­dal, hef­ur áhyggj­ur af því að tími sjókvía á Ís­landi kunni senn að vera á enda. Á sama tíma þró­ar fyr­ir­tæk­ið af­l­ands­lausn­ir í lax­eldi sem flytja eiga iðn­að­inn út á rúm­sjó.

Eigandi Arnarlax óttast að tími sjókvía sé senn á enda á Íslandi
Ríkasti maður Noregs Gustav Witzoe yngri, stærsti eigandi Arnarlax á Bíludal í gegnum Salmar, er ríkasti maður Noregs.

Norskur eigandi íslenska laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal óttast að tími opinna sjókvía á Íslandi sé hugsanlega senn á enda. Þetta kemur fram í ársreikningi norska félagsins Salmar AS fyrir árið 2022 sem birtur var opinberlega í dag. Ástæðan fyrir því að norska fyrirtækið hefur áhyggjur af þessu er sú að umræðan um opnar sjókvíar er orðin gagnrýnin, meðal annars í Kanada.

„Fyrirtækið telur að það sé meðbyr með því að gefa sjálfbæru laxeldi á Íslandi tækifæri til að vaxa.“
Úr ársreikningi Salmar AS fyrir 2022

Um þetta segir í ársreikningi Salmar: „Opnum sjókvíum Salmar gæti staðið ógn af því ríkisvaldið í Noregi og á Íslandi myndi ákveða að breyta fiskeldisstrategíu sinni þannig að að hún byggi bara á lokuðum kvíum. Þessi hætta er raunveruleg í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur um þetta í Kanada.

Ísland og aflandseldiðÍ ársreikningi Salmar AS er sjókvíaeldi Arnarlax á Íslandi stillt upp við hliðina á þróun félagsins á aflandseldi í gegnum félagið Salmar Aker Ocean. Fyrirtækið er með leyfi fyrir tæplega 24 þúsund tonn á Íslandi en stefnir á framleiðslu í aflandseldi upp á 150 þúsund tonn.

Salmar er leiðandi í heiminum í þróun á aflandseldi

Í ársreikningum er rakið hvernig Salmar AS ver umtalsverðum fjármunum í það að þróa lausnir í aflandseldi á laxi samhliða því að laxeldi í sjókvíum, eins og fyrirtækið stundar á Íslandi á undir högg að sækja. Aflandseldi á laxi gengur út á það að þróa lausnir í fiskeldi þar sem ræktun hans fer fram úti á hafsjó, fjarri ströndum landa, laxveiðiám og grunnu hafsdýpi, sem myndi koma í fyrir þau slæmu umhverfisáhrif sem yfirleitt eru gagnrýnd við sjókvíaeldið.  Fyrirtækið segist í ársreikningnum vera leiðandi í því í heiminum að þróa slíkt aflandseldi. 

Um þetta segir í ársreikningnum: „Þróunin á laxeldi úti á hafsjó er mikilvægur hluti af þeirri strategíu Salmar að vöxtur í laxeldi og framleiðsla sé sjálfbær. [...] Úti á rúmsjó væri hægt að auka framleiðsluna og verðmætasköpunina, á sama tíma og ýtt verður undir tæknilega framþróun og hægt verður að opna fyrir fjölmargar nýjar leiðir í framleiðslu á laxi í náttúrulegu umhverfi hans.

Eitt af því sem vekur athygli í þessum orðum Salmar er að fyrirtækið undirstrikar mikilvægi þess að vöxtur í laxeldi í heiminum verði „sjálfbær“. Fyrirtækið undistrikar að þessi auknu vöxtur verði örugglega frekar sjálfbær á hafi úti frekar en í sjókvíum. 

Þessi orð eru í samræmi við það sem fyrrverandi stjórnarformaður Salmar AS, Atle Eide, hefur sagt opinberlega. Hann hefur spáð því að sjókvíaeldi eins og það er þekkt í dag verði ekki stundað lengur árið 2030. 

Fékk lán til hlutabréfakaupa frá SalmarStjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, fékk lán til hlutabréfakaupa í Arnarlaxi frá norskum eiganda þess, Salmar AS.

Stefna á vöxt á Íslandi og gera kaupréttarsamninga

Á sama tíma og Salmar AS setur aukið púður og peninga í þróunina á aflandseldi þá stefnir fyrirtækið líka á aukinn vöxt í sjókvíaeldi á Íslandi í gegnum Arnarlax.  Í ársreikningnum kemur fram að Arnarlax eigi leyfi fyrir framleiðslu á 23.700 tonnum af eldislax á Íslandi á ári og hafi sótt um frekari leyfi í Ísafjarðardjúpi og í Arnarfirði. 

Svo segir um stöðu sjókvíaeldis á Íslandi: „Aðstæður fyrir laxeldi á Íslandi hafa batnað eftir að hafa verið frekar óútreiknanlegar í mörg ár. Arnarlax heldur áfram að eiga í virku og uppbyggilegu samtali við stjórnvöld á Íslandi varðandi þessi mál. Fyrirtækið telur að það sé meðbyr með því að gefa sjálfbæru laxeldi á Íslandi tækifæri til að vaxa.

Þannig að staðan er sú, miðað við þetta, að Salmar og Arnarlax vonast til að geta notað af hagnaðinn af sjókvíaeldinu sem það stundar á Íslandi - framleiðsluaðferð sem fyrirtækið veit að er á útleið sem slík - til að þróa nýjar og sjálfbærari aðferðir til að framleiða eldislax. 

Í ársreikningnum kemur enn fremur fram að Salmar hafi gert kaupréttarsamninga við stjórnendur Arnarlax í lok árs 2021. Samningarnir voru virði 5,3 milljóna norskra króna í lok árs í fyrra, eða tæplega 70 milljóna króna. 

Áður hefur komið fram að Salmar hafi lánað stjórnarformanni Arnarlax, Kjartani Ólafssyni, háar fjárhæðir til að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu í gegnum eignarhaldsfélag sitt, Gyðu ehf. 

Slíkir kaupréttarsamningar og lánveitingar byggja á því að Arnarlax muni stækka og virði félagsins muni aukast með útgáfu aukinna leyfa til framleiðslu á eldislaxi í sjókvíum. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár