1128. spurningaþraut: Elsta óopnaða vínflaskan og elsta íþróttafélagið

1128. spurningaþraut: Elsta óopnaða vínflaskan og elsta íþróttafélagið

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir tonlistarkonan?

***

Aðalspurningar:

1.  Við hvað starfar Rósa Guðbjartsdóttir?

2.  Hvað er elsta starfandi íþróttafélagið á landinu, stofnað 1888?

3.  Hvaða þéttbýlisstaður er næstur Reynisfjalli?

4.  Hvar verður vart veðurfyrirbrigðanna El Niño og La Niña?

5.  Hversu gömul er elsta óopnaða vínflaskan sem varðveist hefur? Er hún frá 3400 fyrir Krist — 340 eftir Krist — eða 1340 eftir Krist?

6.  Árið 1662 fór fram fundur einn hér á landi þar sem forráðamenn Íslendinga skrifuðu upp á ákveðið atriði að kröfu Dana. Hvað var það?

7.  Hvar á íslandi fór þessi fundur fram?

8.  Í hvaða styrjöld voru skriðdrekar fyrst notaðir?

9.  Hvaða fótboltalið hefur oftast orðið meistari í karlafótboltanum á Ítalíu?

10.  Hvað kallast kallast laktósi á íslensku?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlinn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hún er bæjarstjóri í Hafnarfirði.

2.  Glímufélagið Ármann. Hér var ég með í huga líkamlegar íþróttir sem kallaðar eru. Mér hefur verið bent á að Skotfélag Reykjavíkur kalli sig „elsta íþróttafélag landsins“ en það var stofnað 1867. Ég gef því rétt fyrir Skotfélagið líka.

3.  Vík í Mýrdal.

4.  Í Kyrrahafi.

5.  340 eftir Krist.

6.  Einveldi Danakonungs.

7.  Í Kópavogi.

8.  Fyrri heimsstyrjöld.

9.  Juventus.

10.  Mjólkursykur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Laufey Lin.

Á neðri myndinni er skákmeistarinn Viktor Kortsnoj.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár