Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1128. spurningaþraut: Elsta óopnaða vínflaskan og elsta íþróttafélagið

1128. spurningaþraut: Elsta óopnaða vínflaskan og elsta íþróttafélagið

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir tonlistarkonan?

***

Aðalspurningar:

1.  Við hvað starfar Rósa Guðbjartsdóttir?

2.  Hvað er elsta starfandi íþróttafélagið á landinu, stofnað 1888?

3.  Hvaða þéttbýlisstaður er næstur Reynisfjalli?

4.  Hvar verður vart veðurfyrirbrigðanna El Niño og La Niña?

5.  Hversu gömul er elsta óopnaða vínflaskan sem varðveist hefur? Er hún frá 3400 fyrir Krist — 340 eftir Krist — eða 1340 eftir Krist?

6.  Árið 1662 fór fram fundur einn hér á landi þar sem forráðamenn Íslendinga skrifuðu upp á ákveðið atriði að kröfu Dana. Hvað var það?

7.  Hvar á íslandi fór þessi fundur fram?

8.  Í hvaða styrjöld voru skriðdrekar fyrst notaðir?

9.  Hvaða fótboltalið hefur oftast orðið meistari í karlafótboltanum á Ítalíu?

10.  Hvað kallast kallast laktósi á íslensku?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlinn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hún er bæjarstjóri í Hafnarfirði.

2.  Glímufélagið Ármann. Hér var ég með í huga líkamlegar íþróttir sem kallaðar eru. Mér hefur verið bent á að Skotfélag Reykjavíkur kalli sig „elsta íþróttafélag landsins“ en það var stofnað 1867. Ég gef því rétt fyrir Skotfélagið líka.

3.  Vík í Mýrdal.

4.  Í Kyrrahafi.

5.  340 eftir Krist.

6.  Einveldi Danakonungs.

7.  Í Kópavogi.

8.  Fyrri heimsstyrjöld.

9.  Juventus.

10.  Mjólkursykur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Laufey Lin.

Á neðri myndinni er skákmeistarinn Viktor Kortsnoj.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár