Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ekki ástæða til að hætta við nýja byggð í Skerjafirði

Skýrsla starfs­hóps um áhrif nýs hverf­is í Skerja­firði á flug­að­stæð­ur á Reykja­vík­ur­flug­velli er loks kom­in. Starfs­hóp­ur­inn tel­ur ekki unnt að full­yrða, án frek­ari rann­sókna, að áhrif hverf­is­ins á flug verði slík að hætta skuli við upp­bygg­ing­una. Inn­viða­ráðu­neyt­ið og Reykja­vík­ur­borg hafa kom­ist að sam­komu­lagi um að jarð­vegs­vinna á svæð­inu hefj­ist.

Ekki ástæða til að hætta við nýja byggð í Skerjafirði
Reykjavíkurflugvöllur Starfshópurinn rýndi aðallega í tvær fyrirliggjandi skýrslur sem unnar hafa verið við fyrir Reykjavíkurborg og Isavia um áhrif byggðarinnar á flugaðstæður á vellinum. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Starfshópur á vegum innviðaráðherra telur ekki hægt að fullyrða, án frekari rannsókna, að áform Reykjavíkurborgar um íbúabyggð í Skerjafirði hafi það slæm áhrif á aðstæður fyrir flug að uppbyggingaráformin verði sett á ís.

Í skýrslunni, sem birt var í dag, segir þó að byggðin í Nýja Skerjafirði samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi þrengi að starfsemi flugvallarins frá því sem nú er, breytingar verði á vindafari á flugvellinum og nothæfi hans skerðist. 

Uppbyggingin verður sett af stað

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafi tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar í Nýja Skerjafirði. 

Þá muni Reykjavíkurborg í samvinnu við Isavia yfirfara ákvæði í deiliskipulagi sem lúta að því að takmarka áhrif vinds við uppbyggingu og útfærslu byggðar og landmótunar á svæðinu, í samræmi við ábendingar starfshópsins.

LoftmyndMyndin sýnir tillögu að deiliskipulagi fyrri áfanga hins svokallaða Nýja Skerjafjarðar.

Nýja hverfið í Skerjafirði hefur verið pólitískt bitbein á milli ríkis og borgar um nokkurt skeið. Deiliskipulagið sem samþykkt var 2021 gerir ráð fyrir að þar verði blönduð byggð með um 690 íbúðum, í framhaldi af eldra hverfi í Skerjafirðinum. Það er þó einungis fyrsti áfangi fyrirhugaðrar uppbyggingar.  

Í maí í fyrra sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að Reykjavíkurborg myndi ekki fá að hefja uppbyggingu hverfisins fyrr en búið væri að finna starfsemi Reykjavíkurflugvalllar nýjan stað. 

Í aðdraganda þess höfðu skeytasendingar gengið á milli ráðuneytis hans, borgarinnar og Isavia vegna áforma sem borgin hafði um að hefja jarðvegsvinnu á svæðinu vegna fyrirhugaðrar byggðar.

InnviðaráðherraSigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins.

Á endanum var þessu deilumáli siglt í hendurnar á starfshópi, sem nú hefur kannað fyrirliggjandi gögn og lendingin orðin sú að hverfið mun rísa.

Fulltrúi borgarinnar undirritaði með bókun

Í lokaorðum skýrslunnar er þess getið að það sé og verði ákvörðunaratriði stjórnvalda, rekstraraðila og notenda flugvallarins hvort og þá hvaða skerðing nothæfis sé ásættanleg fyrir flugið á Reykjavíkurflugvelli. Í greinargerð hópsins sé ekki lagt mat á þetta atriði.

Fulltrúi Reykjavíkurborgar í starfshópnum, Glóey Helgudóttir Finnsdóttir, undirritaði hins vegar skýrsluna með bókun, þar sem segir að niðurstaðan sé sú að fyrirhuguð byggð muni hafa í för með sér einhverjar breytingar en umfang þeirra sé óverulegt. 

„Ekkert hefur því komið fram sem bendir til að aðstæður fyrir flug á Reykjavíkurflugvelli raskist það mikið að byggingaráformum í Skerjafirði skuli annað hvort frestað eða þau slegin af,“ segir í bókuninni.

Eyjólfur Árni Rafnsson var formaður starfshópsins og í honum sátu einnig Sveinn Valdimarsson frá Isavia, Ingvar Kristinsson frá Veðurstofu Íslands, Orri Eiríksson frá Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Þorgeir Pálsson frá Háskólanum í Reykjavík, auk Glóeyjar frá Reykjavíkurborg.

Ýmsar mótvægisaðgerðir mögulegar

Starfshópurinn rýndi samkvæmt því sem fram kemur í skýrslunni aðallega í fyrirliggjandi gögn úr skýrslum frá verkfræðistofunni Eflu og hollensku flugvísindastofnuninni NLR.

NLR hafði lagt til í sinni skýrslu að Isavia, rekstraraðili flugvallarins, myndi ráðast í mótvægisaðgerðir sem gætu m.a. falist í aukinni upplýsingagjöf til flugmanna við tiltekin veðurskilyrði og hins vegar söfnun raungagna með vöktun veðuraðstæðna og tilkynningum flugmanna um kviku eða aðstæður þar sem mikil ókyrrð hefði merkjanleg áhrif á flug.

Starfshópurinn sem innviðaráðherra setti saman segir svo í skýrslunni að skoða megi frekari aðgerðir, eins og takmarka hæð fyrirhugaðrar byggðar í Nýja Skerjafirði við flötinn 1:35 frá miðlínu flugbrautar.

Einnig megi skoða hvernig megi draga úr áhrifum frá jöðrum fyrirhugaðrar byggðar í Nýja Skerjafirði með annarri útfærslu skipulags og formun mannvirkja og skoða möguleg áhrif landslagsmótunar milli fyrirhugaðrar byggðar og flugvallarins til að draga úr áhrifum byggðarinnar.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Er bjóðandi fólki að búa svona nálægt flugbraut? Er ekki hávaðinn ærandi? Og hvað með mengun?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár