Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ekki ástæða til að hætta við nýja byggð í Skerjafirði

Skýrsla starfs­hóps um áhrif nýs hverf­is í Skerja­firði á flug­að­stæð­ur á Reykja­vík­ur­flug­velli er loks kom­in. Starfs­hóp­ur­inn tel­ur ekki unnt að full­yrða, án frek­ari rann­sókna, að áhrif hverf­is­ins á flug verði slík að hætta skuli við upp­bygg­ing­una. Inn­viða­ráðu­neyt­ið og Reykja­vík­ur­borg hafa kom­ist að sam­komu­lagi um að jarð­vegs­vinna á svæð­inu hefj­ist.

Ekki ástæða til að hætta við nýja byggð í Skerjafirði
Reykjavíkurflugvöllur Starfshópurinn rýndi aðallega í tvær fyrirliggjandi skýrslur sem unnar hafa verið við fyrir Reykjavíkurborg og Isavia um áhrif byggðarinnar á flugaðstæður á vellinum. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Starfshópur á vegum innviðaráðherra telur ekki hægt að fullyrða, án frekari rannsókna, að áform Reykjavíkurborgar um íbúabyggð í Skerjafirði hafi það slæm áhrif á aðstæður fyrir flug að uppbyggingaráformin verði sett á ís.

Í skýrslunni, sem birt var í dag, segir þó að byggðin í Nýja Skerjafirði samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi þrengi að starfsemi flugvallarins frá því sem nú er, breytingar verði á vindafari á flugvellinum og nothæfi hans skerðist. 

Uppbyggingin verður sett af stað

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafi tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar í Nýja Skerjafirði. 

Þá muni Reykjavíkurborg í samvinnu við Isavia yfirfara ákvæði í deiliskipulagi sem lúta að því að takmarka áhrif vinds við uppbyggingu og útfærslu byggðar og landmótunar á svæðinu, í samræmi við ábendingar starfshópsins.

LoftmyndMyndin sýnir tillögu að deiliskipulagi fyrri áfanga hins svokallaða Nýja Skerjafjarðar.

Nýja hverfið í Skerjafirði hefur verið pólitískt bitbein á milli ríkis og borgar um nokkurt skeið. Deiliskipulagið sem samþykkt var 2021 gerir ráð fyrir að þar verði blönduð byggð með um 690 íbúðum, í framhaldi af eldra hverfi í Skerjafirðinum. Það er þó einungis fyrsti áfangi fyrirhugaðrar uppbyggingar.  

Í maí í fyrra sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að Reykjavíkurborg myndi ekki fá að hefja uppbyggingu hverfisins fyrr en búið væri að finna starfsemi Reykjavíkurflugvalllar nýjan stað. 

Í aðdraganda þess höfðu skeytasendingar gengið á milli ráðuneytis hans, borgarinnar og Isavia vegna áforma sem borgin hafði um að hefja jarðvegsvinnu á svæðinu vegna fyrirhugaðrar byggðar.

InnviðaráðherraSigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins.

Á endanum var þessu deilumáli siglt í hendurnar á starfshópi, sem nú hefur kannað fyrirliggjandi gögn og lendingin orðin sú að hverfið mun rísa.

Fulltrúi borgarinnar undirritaði með bókun

Í lokaorðum skýrslunnar er þess getið að það sé og verði ákvörðunaratriði stjórnvalda, rekstraraðila og notenda flugvallarins hvort og þá hvaða skerðing nothæfis sé ásættanleg fyrir flugið á Reykjavíkurflugvelli. Í greinargerð hópsins sé ekki lagt mat á þetta atriði.

Fulltrúi Reykjavíkurborgar í starfshópnum, Glóey Helgudóttir Finnsdóttir, undirritaði hins vegar skýrsluna með bókun, þar sem segir að niðurstaðan sé sú að fyrirhuguð byggð muni hafa í för með sér einhverjar breytingar en umfang þeirra sé óverulegt. 

„Ekkert hefur því komið fram sem bendir til að aðstæður fyrir flug á Reykjavíkurflugvelli raskist það mikið að byggingaráformum í Skerjafirði skuli annað hvort frestað eða þau slegin af,“ segir í bókuninni.

Eyjólfur Árni Rafnsson var formaður starfshópsins og í honum sátu einnig Sveinn Valdimarsson frá Isavia, Ingvar Kristinsson frá Veðurstofu Íslands, Orri Eiríksson frá Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Þorgeir Pálsson frá Háskólanum í Reykjavík, auk Glóeyjar frá Reykjavíkurborg.

Ýmsar mótvægisaðgerðir mögulegar

Starfshópurinn rýndi samkvæmt því sem fram kemur í skýrslunni aðallega í fyrirliggjandi gögn úr skýrslum frá verkfræðistofunni Eflu og hollensku flugvísindastofnuninni NLR.

NLR hafði lagt til í sinni skýrslu að Isavia, rekstraraðili flugvallarins, myndi ráðast í mótvægisaðgerðir sem gætu m.a. falist í aukinni upplýsingagjöf til flugmanna við tiltekin veðurskilyrði og hins vegar söfnun raungagna með vöktun veðuraðstæðna og tilkynningum flugmanna um kviku eða aðstæður þar sem mikil ókyrrð hefði merkjanleg áhrif á flug.

Starfshópurinn sem innviðaráðherra setti saman segir svo í skýrslunni að skoða megi frekari aðgerðir, eins og takmarka hæð fyrirhugaðrar byggðar í Nýja Skerjafirði við flötinn 1:35 frá miðlínu flugbrautar.

Einnig megi skoða hvernig megi draga úr áhrifum frá jöðrum fyrirhugaðrar byggðar í Nýja Skerjafirði með annarri útfærslu skipulags og formun mannvirkja og skoða möguleg áhrif landslagsmótunar milli fyrirhugaðrar byggðar og flugvallarins til að draga úr áhrifum byggðarinnar.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Er bjóðandi fólki að búa svona nálægt flugbraut? Er ekki hávaðinn ærandi? Og hvað með mengun?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár