Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Forsætisráðherra boðar fund vegna Súðavíkurflóðs

Krafa að­stand­enda þeirra sem fór­ust í Súða­vík­ur­flóð­inu um skip­an rann­sókn­ar­nefnd­ar var send for­sæt­is­ráð­herra og þing­nefnd í síð­ustu viku. For­sæt­is­ráð­herra hef­ur þeg­ar boð­að lög­mann að­stand­end­anna á sinn fund. Formað­ur þing­nefnd­ar­inn­ar seg­ir ein­boð­ið að setja slíka nefnd á fót. Fyr­ir því séu bæði efn­is­leg og sið­ferð­is­leg rök.

Forsætisráðherra boðar fund vegna Súðavíkurflóðs

„Það er ánægjuefni að forsætisráðherra skuli bregðast svo skjótt við erindinu,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson hæstaréttarlögmaður í samtali við Heimildina. Þrettán manns, aðstandendur fólks sem lést í snjóflóðunum í Súðavík í janúar árið 1995, sendu Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra beiðni þann 20. apríl, þar sem óskað var eftir fundi með Katrínu sem brást fljótt við erindinu og boðaði lögmann hópsins á fund í forsætisráðuneytinu í byrjun næstu viku.  

Erindi hópsins við stjórnvöld er að skipuð verði rannsóknarnefnd af hálfu alþingis, til að skoða þátt yfirvalda í snjóflóðinu. Í nýlegri rannsókn Heimildarinnar komu fram nýjar upplýsingar um vitneskju yfirvalda um snjóflóðahættu á Súðavík, sem ekki var brugðist við. Fjórtán manns létust í flóðinu, þar af átta börn. Aðstandendur reyndu ítrekað að fá þátt yfirvalda í flóðinu rannsakaðan, en án árangurs.

„Enn er tækifæri til að draga lærdóm af snjóflóðinu í Súðavík“
Úr bréfi lögmanns þrettánmenninganna

„Tilgangur slíkrar rannsóknar á aðdraganda og eftirmálum snjóflóðsins væri meðal annars að rannsaka málsatvik, meta kerfislæg vandamál sem voru, og eru hugsanlega enn, til staðar er varða snjóflóðavarnir, og hugsanlegan þátt þeirra í því manntjóni sem varð í Súðavík,“ segir í erindi lögmannsins fyrir hönd hópsins, þar sem jafnframt er vísað til þess að rannsóknin hafi af þessum sökum mikla almenna þýðingu.

„Umbjóðendur mínir telja að gera megi athugasemdir við nær alla atburðarásina í kringum snjóflóðið,“ segir í erindinu þar sem vísað er til þess að fyrst núna, 28 árum eftir flóðið, hafi mikið af þessum upplýsingum komið fram í fyrsta sinn, í rannsókn Heimildarinnar og gagnaöflun aðstandenda þeirra sem létust.

Í erindinu er farið yfir upplýsingar og gögn sem sýna þá fjölmörgu annmarka sem voru á viðbrögðum yfirvalda, bæði stuttu fyrir og eins árin og áratuginn á undan snjóflóðinu. Yfirvofandi snjóflóðahætta er sögð hafa verið yfirvöldum ljós löngu áður en flóðið féll, en engu að síður hafi sú hætta verið vanmetin í opinberu hættumati, þvert á upplýsingar sem fyrir lágu.

„Þó hefur áfallið orðið umbjóðendum mínum enn þungbærara eftir að nýjar upplýsingar komu fram á sjónarsviðið sem sýna meðal annars fram á vitneskju yfirvalda um snjóflóðahættu á hluta þess svæðis sem snjóflóðið féll á árið 1995, en var utan skilgreinds hættumats. Hættumatið var þannig haldið alvarlegum annmörkum að þessu leyti.“

„Persónulega finnst mér einboðið að setja slíka nefnd á fót“
Þórunn Sveinbjarnardóttir
formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis

Vísað er til þess hvernig yfirvöld hafi vanrækt að verja byggðina, hunsað aðvörunarorð gegn frekari íbúabyggð, og látið hjá líða að koma upplýsingum um yfirvofandi hættu til íbúanna kvöldið og nóttina fyrir flóðið.

„Af framangreindu er ljóst að hægt er að gera alvarlegar athugasemdir við atburðarásina alla sem átti sér stað í aðdraganda snjóflóðsins. Reglum um boðleiðir og fullnægjandi viðvaranir var ekki fylgt í aðdraganda flóðsins. Þá voru annmarkar á því hættumati sem lá fyrir og rangar upplýsingar og forsendur lagðar til grundvallar þess sem varð til þess að manntjón hlaust af.“

Einboðið og siðferðilega rétt

Erindið sem lögmaður þrettánmenningana sendi forsætisráðherra var einnig sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis, enda fer nefndin með umsjón og framkvæmd slíkra rannsókna, samkvæmt lögum, þó alþingi geti eftir sem áður sjálf ákveðið slíka skipun. Í samtali við Heimildina segist Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafa fengið í hendur erindi hópsins. 

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingisÞórunn Sveinbjarnardóttir þingkona Samfylkingarinnar er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis, sem fer með það hlutverk að útfæra og leggja línur um framkvæmd rannsóknarnefnda sem skipaðar eru af alþingi.

„Persónulega finnst mér einboðið að setja slíka nefnd á fót vegna þess að umfjöllun Heimildarinnar leiðir ýmislegt í ljós sem ég er viss um að hafi almennt ekki verið á vitorði margra. Hins vegar er ég líka á þeirri skoðun að eftirlifendur og aðstandendur þeirra sem þarna fórust eigi siðferðilegan rétt til þess að aðdragandinn og viðbrögðin við hamförunum séu rannsökuð til hlítar,“ sagði Þórunn.

Hefur ítrekað verið neitað

Aðstandendurnir þrettán sem standa að baki beiðninni eru fulltrúar sex húsa við Túngötu og Nesveg í Súðavík. Aðstandendur þeirra 14 einstaklinga sem létust í flóðinu. Um er að ræða börn, foreldra og systkini hinna látnu. Hluti þessa hóps hefur áður – ítrekað – reynt að fá fram rannsókn á þætti yfirvalda í þeim mikla mannskaða sem varð í flóðinu, en án árangurs.

Strax eftir flóðið fór lögmaður þeirra fram á að skipuð yrði opinber rannsóknarnefnd vegna þeirra. Þeirri beiðni var hafnað af yfirvöldum sem létu sér nægja að láta Almannavarnir ríkisins vinna skýrslu um flóðin. Sú skýrsla kom út ári eftir flóðið og var strax harðlega gagnrýnd. Ekki síst sú fullyrðing í skýrslunni að þrátt fyrir margvísleg mistök, hafi í raun ekkert getað forðað því manntjóni sem var, þar sem húsin sem fóru undir flóðið hafi öll verið utan skilgreinds hættusvæðis. Sú fullyrðing var einfaldlega röng.

28 ára biðSigríður Rannveig Jónsdóttir, Hafsteinn Númason og Maya Hrafnhildardóttir eru meðal þeirra þrettán sem standa að baki beiðni um skipan rannsóknarnefndar vegna Súðavíkurflóðsins. Þau hafa beðið þess á þriðja áratug að óháð rannsókn færi fram á þætti yfirvalda í flóðinu, sem kostaði 14 mannslíf, meðal þeirra voru dóttir Sigríðar, þrjú barna Hafsteins og foreldrar Mayu.

Á þetta og fleiri atriði bentu aðstandendur strax árið 1996 og óskuðu eftir því að yfirvöld fengju óháðan aðila til rannsóknarinnar. Almannavarnir ríkisins væru enda að rannsaka eigin verk og því ekki til þess bær að gera málinu skil. Dómsmálaráðuneytið hafnaði þeirri beiðni og vísaði á Ríkissaksóknara sem vísaði málinu frá sér, það gerði Umboðsmaður líka og Ríkissaksóknari öðru sinni árið 2004. 

Í bréfi lögmanns þrettánmenninganna til forsætisráðherra er vísað til þess hvernig aðstandendum var ítrekað neitað um þá eðlilegu kröfu að óháður aðili rannsakaði málið. Lögreglurannsókn hafi ekki einu sinni farið fram, líkt og kveðið var á um í lögum. Þetta hafi valdið aðstandendum sem glímdu flestir við ólýsanlega sorg og mikið áfall, óþarfa sársauka og erfiði. 

„Ábati og tilgangur slíkrar rannsóknar hefði jafnframt getað leitt skýrt í ljós hvað fór úrskeiðis í samskiptum og viðbrögðum viðbragðsaðila, meðal annars með það fyrir augum að koma í veg fyrir að sambærilegir atburðir endurtækju sig,“ segir í erindi hópsins til forsætisráðherra, þar sem bent er á  að „enn [sé] tækifæri til að draga lærdóm af snjóflóðinu í Súðavík“.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Súðavíkurflóðið

Alþingi skipar rannsóknarnefnd um Súðavíkurflóðið
FréttirSúðavíkurflóðið

Al­þingi skip­ar rann­sókn­ar­nefnd um Súða­vík­ur­flóð­ið

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hef­ur sam­þykkt beiðni að­stand­enda þrett­án þeirra sem fór­ust í snjóflóð­inu í Súða­vík í janú­ar ár­ið 1995 um að fram fari op­in­ber rann­sókn á að­drag­anda og eft­ir­mál­um flóðs­ins. Mál­ið fer til þing­for­seta og svo þings­ins í heild. Alls lét­ust fjór­tán þeg­ar snjóflóð féll á byggð­ina í Súða­vík snemma morg­uns 16. janú­ar, þar af átta börn.
Stíga fyrstu skrefin vegna mögulegrar rannsóknarnefndar vegna Súðavíkurflóðsins
FréttirSúðavíkurflóðið

Stíga fyrstu skref­in vegna mögu­legr­ar rann­sókn­ar­nefnd­ar vegna Súða­vík­ur­flóðs­ins

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Al­þing­is ákvað í morg­un að hefja gagna­öfl­un vegna mögu­legr­ar rann­sókn­ar­nefnd­ar á veg­um Al­þing­is vegna að­drag­anda og eft­ir­mála snjóflóðs­ins sem féll ár­ið 1995 í Súða­vík. Nið­ur­staða þeirr­ar vinnu verð­ur grund­völl­ur ákvörð­un­ar um hvort leggja eigi til skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar.
Katrín bendir þinginu á að rannsaka aðdraganda og eftirmál Súðarvíkurflóðanna
FréttirSúðavíkurflóðið

Katrín bend­ir þing­inu á að rann­saka að­drag­anda og eft­ir­mál Súð­ar­vík­ur­flóð­anna

Í bréfi sem Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sendi Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is, seg­ist hún telja að rann­sókn­ar­nefnd á veg­um Al­þing­is væri til þess fall­in að skapa traust um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á að­drag­anda og eft­ir­mál­um snjóflóð­anna í Súða­vík 1995. Flóð­in hafi ver­ið reið­arslag fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.
Hættan í Súðavík skjalfest áratug fyrr af sérfræðingi Veðurstofu
ViðtalSúðavíkurflóðið

Hætt­an í Súða­vík skjalfest ára­tug fyrr af sér­fræð­ingi Veð­ur­stofu

Vinnu­gögn snjóflóða­sér­fræð­ings sem starf­aði á Veð­ur­stof­unni til 1984 sýna að snjóflóða­hætta í Súða­vík var mun meiri á því svæði sem seinna var sagt hættu­laust en fór und­ir snjóflóð ár­ið 1995. Höf­und­ur þess furð­ar sig á því að yf­ir­völd hafi sett fram hættumat, sem stang­að­ist á við þeirra eig­in gögn.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár