Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Íbúar um flóttafólk: „Mikið af þessu á flakki á nóttunni“

Blaða­mað­ur og ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar heim­sóttu Reykja­nes­bæ og tóku nokkra íbúa tali um þann orð­róm sem geng­ið hef­ur um bæ­inn, að ógn stafi af flótta­fólki og um­sækj­end­um um al­þjóð­lega vernd.

Það er bjart yfir öllu og hafið stillt þegar blaðamaður og ljósmyndari keyra eftir Reykjanesbrautinni á leið í Reykjanesbæ. Tilgangur ferðarinnar er að tala við bæjarbúa um fjölgun flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd í sveitarfélaginu, um þá orðróma sem virðast hafa verið á kreiki um að það standi ógn af því fólki sem leitar skjóls þar. Þeir eru nokkrir orðrómarnir sem ganga um manna á milli til dæmis um „hælisleitanda sem safnar geymasýru úr bílum“ en hann hafði reyndar löngu verið afsannaður. 

Hann birtist fyrst sem frétt á forsíðu Morgunblaðsins sumarið 2019. Fyrirsögnin var:  „Hælisleitandi safnaði geymasýru á Ásbrú“ og fréttin ekki nema rétt tæp 80 orð. Blaðið sagðist hafa það eftir áreiðanlegum heimildum að öryggisvörður hefði komið að hælisleitanda við þessa iðju og að lögreglunni hafi í kjölfarið verið gert viðvart. Aldrei kom fram í hvaða tilgangi viðkomandi hygðist nota sýruna. 

Fréttin var sú mest lesna á vef mbl.is daginn sem hún birtist og var síðar tekin upp af öðrum stórum miðlum. Tólf tímum eftir birtingu upphaflegu fréttarinnar fylgdi önnur á mbl.is þar sem yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum sagði lögregluna aldrei hafa verið kallaða út vegna þessa og ólíklegt væri að umsækjandinn um alþjóðlega vernd hafi ætlað að nota sýruna í annarlegum tilgangi. Síðar kom í ljós að viðkomandi hafði ætlað að nýta sýruna til að losa stíflu í vaski á heimili sínu.

En fræinu hafði verið sáð og það á forsíðu dagblaðs. Eyða fyrir hvern sem vildi að fylla í, til hvers hælisleitandinn ætlaði sýruna. Á Facebook síðu mbl.is, þar sem fréttinni var deilt, gerði fólk tilraunir til að fylla í þá eyðu.  

„Þeir nota það til að kasta í andlit fólks,“ skrifaði einn en flest ummælin undir fréttinni voru á þessa leið, að flóttafólk væri hættulegt og að „alvöru“ Íslendingum stæði ógn af þeim.

Kjarninn fjallaði um málið á sínum tíma, ummælin og samhengið og svo það að þingmaður hefði tekið þátt í umræðunni. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, deildi upprunalegu frétt Morgunblaðsins á Facebook vegg sinn og efaðist um að geymasýran hafi átt að vera notuð í „fallegum og góðum ásetningi“. Þegar hann ritaði þetta og deildi víðar hafði lögreglan þegar afsannað málflutninginn. 

Fitjar

Þegar blaðamaður og ljósmyndari komu sér á tal við íbúa Reykjanesbæjar nær fjórum árum síðar, fyrir utan verslunarkjarnann í Fitjum, bergmálaði orðrómurinn: „Það var nú í fréttum fyrir nokkru að náungi var hérna að safna geymasýru úr bílum. Það er náttúrulega bara notað í einum tilgangi, að skvetta framan í einhvern,“ sagði Atli Már Jóhannsson. Þá talaði hann um að hafa heyrt af því að „krakkar og fólk hefur verið áreitt inn í strætisvögnum, hérna í búðunum, inn á Krossmóum og víðar“. Aðspurður að því hvaðan hann heyrði þessar staðhæfingar svaraði hann af Facebook síðum og frá fólki „sem maður þekkir“. 

Orðrómur enn á lífiAtli Már Jóhannsson segist hafa heyrt af hælisleitanda sem vildi gera öðrum mein með sýru. Sá orðrómur hefur hins vegar löngu verið afsannaður.

„Það er bara orðið allt of mikið af þessu fólki hérna. Það verður bara að segjast eins og er,“ sagði hann. Það þyrfti ekki annað en að fara niður í Krossmóa og „sjá hvernig ástandið er þar,“ segir Atli og bætir við: 

„Þetta fólk hangir bara á göngunum og er hérna út um allt.“

Orðfæri hans, um „Þetta fólk“ kom oft upp á tali okkar við íbúa þennan dag. 

„Þetta lið“ var orðalag sem Agnar Már bifvélavirki notaði þegar blaðamaður náði tali af honum og spurði hvort hann fyndi fyrir fjölguninni. „Já, ég bý út í Garði og þetta lið býr beint á bak við mig.“ Börn í Garði „þora ekki í strætó lengur“ fyrir áreiti frá fullorðnu fólki og ráðist hefði verið á „unga stelpu í búðinni“. „Við erum ekki hrifin af því,“ sagði hann og átti hann við íbúa í Garði, aðra en flóttamenn og umsækjendur.  

Er þetta eitthvað sem þú hefur séð sjálfur?

„Bæði séð og heyrt. Ég veit um börn sem hafa lent í því,“ svaraði Agnar. Aðspurður um hvort hann sæi lausn í sjónmáli sagði hann hana felast í fræðslu, samtali og því að „planta ekki fólkinu niður hvar sem er“. 

„Þetta lið“Agnar Már segist bæði hafa séð sjálfur og heyrt af flóttamönnum vera áreita börn þar sem hann býr í Garði. Lögreglan vill ekki staðfesta sannleiksgildi þeirrar staðhæfingar.

„Reka hafnarboltakylfu í hnakkann á þeim“

Fréttir um áreitt börn höfðu áður birst á miðlum á borð við Víkurfréttir og Suðurnes.net. Í byrjun árs 2017 er frétt birt á Víkurfréttum sem fjallar um að „samfélagsmiðlar í Reykjanesbæ loga“ vegna flóttamanna sem höfðu áreitt börn í strætó og gert „aðsúg að lögreglu“. Fréttin er unnin upp úr færslu sem birtist á lokaðri íbúasíðu bæjarfélagsins. Börnin áttu að hafa hringt á neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð lögreglu eftir að „erlendir karlmenn voru að áreita börn“. 

„Eru þeir sagðir hafa bæði kysst og þuklað á börnum í strætisvagninum,“ segir í fréttinni. Bílstjóri strætisvagnsins er sagður viss um að þetta væru hælisleitendur frá Albaníu. Í ummælum við færsluna, sem fréttin var unninn upp úr, án annars samhengis, var staðhæft að „umræddum mönnum“ hafi verið vísað úr landi.

Foreldri skrifar að mennirnir væru „alræmdir“ og að fleiri foreldrar hafi kvartað undan því að börnin þeirra hafi „lent í þessum mönnum“ inn í verslunum. „Þetta eru albanskir stakir karlmenn-glæpamenn,“ skrifar foreldrið og bætir við: „Við eigum ekki að gefa afslætti og vísa fólki burt hið snarasta sem ekkert erindi hefur hérna.“

„Það er bara orðið allt of mikið af þessu fólki hérna. Það verður bara að segjast eins og er“
Atli Már Jóhannesson

Síðar skrifar sama foreldri önnur ummæli þar sem það segir mennina hafa beitt börn „kynferðislegu ofbeldi“, lögreglan sé það fámenn og hafi það lítil úrræði að lítið sé hægt að aðhafast. Þegar lögreglan átti að hafa reynt að yfirheyra þá hafi mætt henni 20 til 30 manns „með aðsúg“. Kona ein lagði það til að „einhverjir góðborgarar“ tækju „málin í sínar hendur“ fyrst „löggan er svona fáliðuð.“

Einn íbúi sem svaraði á þræðinum gekk meira að segja svo langt að hóta því að „reka hafnarboltakylfu í hnakkann á þeim,“ yrði hann vitni að áreitinu. Annar íbúi tekur undir með honum og tjáir honum svo að hann taki með sér borvél.

Þá er talað um að fara út að leita að þeim og á öðrum stað spurt um heimilisfang.  Einn segir: „Hýða þetta pakk að íslenskum sið.“ Mbl.is ásamt öðrum miðlum fjallaði um málið og vísaði í upprunalegu frétt Víkurfrétta. Daginn eftir birtist hins vegar frétt á mbl.is um að lögreglan hafði haft upp á þeim grunaða, „sem reyndist vera 14 ára gamall jafnaldri stúlkunnar“. 

„Dreng­irn­ir eru börn og ósakhæf­ir vegna ald­urs og verður því ekki aðhafst frek­ar í mál­um þeirra af hálfu lög­reglu. Þeir voru hæl­is­leit­end­ur hér á landi en munu hafa farið af landi brott í nótt,“ segir í fréttinni.

Á þræðinum sem um ræðir segjast íbúar hafa fengið upplýsingar úr ýmsum áttum og nefna í því samhengi lögregluna. „Reykjanesbær þarf að endurskoða þetta með hælisleitendur- margir til vandræða, hef heyrt það frá mörgum þar á meðal lögreglumönnum.“

„Hýða þetta pakk að íslenskum sið.“
Ummæli á Facebook

Heimildin leitaði til lögreglunnar á Suðurnesjum til fá upplýsingar um sannleiksgildi þessara staðhæfinga og annarra sem birtast í máli íbúa Reykjanesbæjar en lögreglan, hvorki lögreglustjórinn né yfirlögregluþjónn vildu veita í viðtal. Í tölvupósti frá Úlfari Lúðvíkssyni lögreglustjóra segir :„Þessum spurningum verður ekki svarað.“ Aðspurður um það hvers vegna ekki svarar hann: 

„Bið þig að sýna því skilning en slíkum spurningum verður ekki svarað af hálfu embættisins.   Það er ekki hlutverk lögreglu að svara flökkusögum eða taka þátt í spurningaleikjum eins og hér háttar til. Bið þig vinsamlega um að svara ekki þessum tölvupósti.“

Vantar betri úrlausn á vanda sínum

Kristbergur Jónsson, öryrki, hafði heyrt orðróma um „innbrot og annað“ en benti hins vegar á að honum þætti flóttamönnum vanta „betri úrlausn“ á vanda sínum, það fengi ekki mikla aðstoð, sem hann þekkti sjálfur vel og bætti svo við:  „Það er bara enginn ógn af þessu fólki.“Samkvæmt tölum frá lögreglunni voru færri hegningarlagabrot á Suðurnesjum per íbúa heldur en árið 2014, þar með talið innbrot sem voru mun færri eða 27 árið 2014 og 14 í fyrra. 

Fá ekki aðstoðKristbergur Jónsson segir flóttamenn og hælisleitendur ekki fá næga aðstoð frá yfirvöldum sem hann þekkir sjálfur af eigin raun.

Laeila Jensen Friðriksdóttir, einnig öryrki, var á svipuðu máli. „Ég finn bara rosalega til með þessu fólki að þurfa að hírast í litlum, leiðinlegum og lélegum húsnæðum og hafa ekkert að gera allan liðlangan daginn.“ Að hennar mati ætti ríkisstjórnin að leysa þennan vanda.  

Ríkisstjórnin ætti að leysa þettaLaeila Jensen Friðriksdóttir segir ríkisstjórnina bera ábyrgð á þeim flóttamönnum og hælisleitendum sem koma til landsins og það sé því hennar að leysa vanda þeirra.

Inn í verslunarkjarnanum sátu fjórir grunnskólanemar á bekk sem engan vanda sáu.

 „Þetta er bara venjulegt fólk,“ segir einn þeirra sem bætir síðar við að í skólanum þeirra séu um það bil einn til tveir krakkar af erlendum uppruna sem bætast í hópinn á ári hverju. Aðspurð hvort þau hafa upplifað einhver vandræði af því segja þau öll í kór: „nei“ og ein þeirra bætir við: „Það er bara tekið rosalega vel á móti þeim. Þau eru rosalega velkomin.“  

Rosalega velkominFjórmenningarnir á myndinni segja enga neikvæða reynslu hafa af fjölgun flóttamanna og hælisleitenda í bænum.

Miðbærinn

Þegar gengið er um miðbæ Reykjanesbæjar má sjá fjölda veitingastaða frá öllum heimshornum, sumir sennilega reknir af innflytjendum og slagorð sveitarfélagsins: Í krafti fjölbreytileikans, virðist eigi vel við. Fyrsti viðmælandi sem við rekumst á Hafnargötu heitir Jón Þór Ísberg og er húðflúrmeistari.

Verkefni frekar en vandamálJón Þór Ísberg lítur á aðlögun flóttamanna og hælisleitenda í samfélaginu sem verkefni frekar en vandamál.

Hann kallar móttöku flóttamanna verkefni frekar en vandamál. „Af þeirri einföldu ástæðu að þetta fólk er að koma úr allskonar aðstæðum og þá þarf að halda áfram að hafa umgjörð og tæki og tól fyrir þetta fólk að koma inn í þetta þjóðfélag,“ og bætir við: 

„Það liggur ekki meiri ógn af þeim en af öðrum samlöndum mínum,“ Hann hlusti ekki á orðróma á samfélagsmiðlum og kallar þá „hræðsluáróður“. Tveir einstaklingar í miðbænum kusu að koma ekki fram undir nafni og mynd af ótta við að vera kallaðir rasistar og missa jafnvel viðskipti út á það. Annar þeirra heyrði að „ þeir séu að brjóta allskonar af sér og stela og nauðga og eitthvað,“ en ekkert um „þetta lið“ rati í blöðin. Aðspurður um það hvort hann hafi lent í einhverju neikvæðu sjálfur sagði hann nei. „Ég þekki alveg fólk sem hefur lent í þessu. Bara nauðgað, alveg nokkrir í hóp,“ og bætir við: 

„Það er bara alltof mikið af þessu fólki hérna. Við erum bara löngu búin að missa tökin á þessu. Meira að segja lögreglan segir það. Ekki opinberlega samt.“ Mikið af „þessu“ segir hann á „flakki á nóttunni“ og sagðist svo hafa heyrt að 61 mál á dag kæmi inn á borð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna flóttamanna.

„Fólk hérna er mjög næs við flóttamenn. Við upplifum þennan bæ sem heimili“
Abdul Rahman

Eins og áður kom fram vildi lögreglan ekki staðfesta málafjöldann á borði sínu  eða aðrar staðhæfingar íbúa. Hinn aðilinn segist vita af verslunareigendum sem fjölguðu starfsfólki vegna þjófnaðar af hálfu flóttamanna. Þá segist hann þekkja til konu sem færi ekki í göngutúr án hundsins síns af ótta við að lenda í árás. Heilu blokkirnar væru teknar undir flóttafólk og af bæjarbúum og skólarnir réðu ekki við ástandið. 

„Blokkirnar“ sem um ræðir eru leiguíbúðir í Reykjanesbæ sem stjórnvöld tóku á leigu undir búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, gerði þetta að umtalsefni á bæjarstjórnarfundi í apríl:

„Við höfum séð að ráðuneytið hefur verið að taka blokk eftir blokk til leigu til að leigja undir hælisleitendur og þeir sem eru að missa leigusamninga sína á þessu ári fá ekki endurnýjun á samningi og eru sendir á götuna.“ Aftur mynduðust umræður um málið á íbúasíðu bæjarins. „Fátækt fólk nær ekki endum saman, það á ekki peninga fyrir mat því launin duga ekki og það er í hrönnum að missa leiguhúsnæði sín og þar er EKKERT RÍKISVALD sem grípur fólkið eins og gert er við svokallaða "efnahagsflóttamenn og hælisleitendur."

Vinnumálastofnun sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að öllum fyrri leigjendum hafi verið boðið annað húsnæði í eigu húseiganda á sama verði. 

Draumaland

Í blómabúðinni Draumalandi við Tjarnargötu starfar Nanna sem segir „ kurr í fólki,“ sem hafi áhyggjur af fjölgun flóttafólks. „Þetta kostar fullt af peningum sem við gætum ráðstafað á annan hátt. Samt er ég ekki á móti flóttafólki en þetta er bara of mikið.“ Sjálf hafði hún enga neikvæða reynslu af flóttafólki eða hælisleitendum. 

Kurr í fólkiNanna í blómabúðinni Draumalandi segir fólk hafa áhyggjur af fjölguninni, hún kosti sitt og hægt væri að ráðstafa peningum annað.

Við sömu götu, beint á móti ráðhúsinu, stendur Pylsuvagninn. Á bekk einum situr maður með derhúfu og sólgleraugu sem segir blaðamanni frá bænum og bæjarlífinu, að bærinn sé „sofandi“ og vanti upp á skemmtanalíf. Það sé orðið þannig að erlendar mafíur ráði yfir sumum skemmtistöðum og taki jafnvel frá sæti þar og leyfi „íslendingum“ ekki að setjast.

Í jeppling við hlið vagnsins sat Ingvar Ingvason, ellilífeyrisþegi sem sagði meiri peninga fara í „ flóttamenn heldur en í ellilífeyrinn minn,“ þess vegna þyrfti að fækka þeim. Hann taldi nú enga ógn af þeim og átti sömuleiðis enga slæma reynslu af þeim. 

Meira fé í flóttamenn en ellilífeyriIngvar Ingvason sagðist viss um að meira fé væri ráðstafað í málaflokk flóttamanna og hælisleitenda en ellilífeyrisþega.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að allt sem lagt er út vegna flóttafólks og hælisleitanda sé „greitt af ríkinu,“ sveitarfélagið fái allan kostnað endurgreiddan frá ríkinu. Eftir að hælisleitandi hlýtur alþjóðlega vernd, fær kennitölu og ákveður að búa áfram í Reykjanesbæ sé hann hins vegar „orðinn eins og hver annar íbúi.“ Samningur á milli ríkisins og sveitarfélagsins gerir svo ráð fyrir að endurgreiða framfærslu á vegum félagsþjónustunnar fyrir 350 manns í þeirri stöðu. 

„Þegar þú ert orðinn íbúi hér, þá áttu rétt á sömu þjónustu á sama stað og allir aðrir. “
Kjartan Már Kjartansson

Íbúar bæjarins hafa spurt Kjartan að því af hverju félagslega þjónustan við þessa nýju íbúa er ekki til húsa einhverstaðar annarsstaðar en í ráðhúsinu þar sem félagsþjónusta bæjarins er staðsett. Íbúar hafa kvartað undan því að viðtöl við nýja íbúa taki langan tíma, sem Kjartan segir þau vissulega gera vegna tungumálaörðugleika. Kjartan segir að það stríði gegn grunn hugmyndafræði þjónustunnar:

„Þegar þú ert orðinn íbúi hér, þá áttu rétt á sömu þjónustu á sama stað og allir aðrir. Þó að þú sért með erlendann bakgrunn. Það heitir inngilding og við viljum að þau komist inn í samfélagið og komi í ráðhúsið og sund, geri bara eins og aðrir íbúar gera.“ 

Krossmói

Margir bæjarbúa nefndu á verslunarmiðstöðina Krossmóa þegar vísað var til meintra vandræða vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. Á leið út úr bænum, var því rétt að koma við þar og taka stöðuna.

„Þeir hanga í Krossmóa“Þó nokkrir íbúar bentu á Krossmóa í samhengi við orðróma um ógn sem stafaði af flóttamönnum og hælisleitendum.

Inni í Krossmóum náðum við tali af  Kristrúnu Jónsdóttur verkakonu sem sagði ekki „þverfótað fyrir þeim í sumum verslunum,“ og átti þá við flóttamenn og hælisleitendur. „Svo er þetta inn á lóðum hjá fólki, týnandi eitt og annað. Já, bara stela barnaleikföngum og svoleiðis.“ Sjálf hafði hún ekki lent í neinu neikvæðu en segist viss um að „dóp neyslan hafa aukist alveg svakalega hérna“.

Alltaf að bíða eftir árásKristrún Jóhannesdóttir segist ávalt viðbúin árás af hálfu flóttamanna þó svo að hún hafi enga fyrri neikvæða reynslu af þeim persónulega.

Almennt segir hún fólk vera orðið reitt, það sé „búið að fá alveg nóg“ en bæjarstjórinn „dásami“ hinsvegar flóttafólk og hælisleitendur. „Hann er voða hrifinn af þessu.“ Aðspurð hvort hún upplifi raunverulega ógn við eigið öryggi segir hún:„Maður á alltaf von á því að það komi að því.“ 

Fyrir utan stendur strætóskýli þar sem vagnar koma reglulega frá Ásbrú. Við strætóskýlið standa þrír ungir menn, Abdul Hadi, Shahin Alikhil og Abdul Rahman og veifa. 

Upplifum bæinn sem heimaAbdul Hadi, Shahin Alikhil og Abdul Rahman segja vel tekið á móti sér í bænum.

Abdul Rahman, sá sem er lengst til hægri á myndinni,  segir að hann hafi búið hér á landi í þrjá mánuði, sé upprunalega frá Afghanistan en búi ná ásamt hinum tveimur í herbergi á Ásbrú. Aðspurðir að því hvort þeim finnist þeir velkomnir í bæjarfélaginu svarar Abdul Rahman játandi. „Fólk hérna er mjög næs við flóttamenn. Við upplifum þennan bæ sem heimili“. Í sömu andrá keyrir rúta full af fólki upp að strætóskýlinu frá Ásbrú. Úr henni ganga nokkrar barnafjölskyldur og kona með lítið barn, á leið inn í Krossmóa. 

„Ég vildi óska að það væri annað viðhorf“

Fjölbreytileiki í sinni fjölbreyttustu myndKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, harmar þá orðræðu sem á sér stað í bænum í garð flóttafólks og hælisleitenda. Hún sé ekki í takt við slagorð bæjarins: Í krafi fjölbreytileikans.

Kjartan Már bæjarstjóri segir að hann vildi óska þess að „það væri annað viðhorf til þessara  mála, hjá þessum hluta bæjarbúa, sem eru ósáttur“ en sýndi þeim sömuleiðis skilning. „Mér þykir voða leiðinlegt að það séu einhverjir íbúar hér sem líði illa af því að hér er fólk í neyð sem þarf aðstoð,“ segir hann og bætir við: 

„Ég skil þá mjög vel en ég vildi óska þess að við værum komin lengra út af því að slagorð Reykjanesbæjar er: Í Krafti fjölbreytileikans. Það á við um fjölbreytileika í sinni fjölbreyttustu mynd, kynhneigð, trúarbrögð, þjóðerni, fólk með fötlun, allt þetta.“

Hann segir fjölgunina eflaust eiga eftir að aukast og fjölmenningu á Íslandi um leið en Íslands sé hins vegar langt á eftir hinum Norðurlöndunum varðandi skilning. „Þetta á bara eftir að aukast. Þeim sem líður illa í þessu umhverfi, fjölmenningu, ég veit ekki hvað þeir ætla að gera.“ 

Spurður að því hvað hann sjái sem lausn við því að bæjarbúum, eins og hann orðar það, líði illa vegna þessa segir hann: „Betri heim,“ og á þá við styrjöldum og stríðum út í heimi ljúki því að hans sögn vilji „allt þetta fólk fara heim til sín aftur,“ og nefnir sérstaklega í því samhengi þá Úkraínumenn, Sýrlendinga og Venesúelabúa.

„Það eru mjög fáir að leika sér af því að flýja land og koma hingað, til þess að vera hérna í snjókomunni. Ísland er æðislegt og allt það en þessu fólki líður ekki öllu vel, langt í frá.  Eru með börn sem eru í tilfinningakreppu og sakna vina sinna og skilja ekki tungumálið í skólanum og mamma og pabbi eru atvinnulaus og fá ekki vinnu. Það er enginn að óska sér þessarar stöðu.“

Hans afstaða til málsins sé þá að gera þeim lífið „eins bærilegt og hægt er á meðan þau eru hérna hjá okkur“ og sama eigi við um aðra íbúa Reykjanesbæjar. „Við erum í því alla daga að reyna að gera betur við okkar íbúa, alveg sama hverjir þeir eru eða hvaðan þeir koma upphaflega.“

Skortur á vilja til að kynna sér málin

Aðspurður að því hvort vanti upp á aðgerðir af hálfu bæjarstjórnar til að ná til þessa hóps bæjarbúa, til dæmis með fræðslu, segir Kjartan að það hafi verið reynt nýlega, á íbúafundi í Stapa um málefni fólks á flótta, en hundrað manns hefðu mætt og þar af helmingur fólk sem starfar í málaflokknum.

„Við vorum með pallborð, við vorum með allskonar. Ég átti von á miklu fleira fólki. Það voru hundrað manns sem komu, hefði viljað hafa þúsund manns í húsinu,“ segir hann. Hinn helminginn af fundargestum telur hann vera „dæmigerða“ íbúa Reykjanesbæjar sem vildu fræðast um málefnið. „Hinir komu ekki og hvað getum við þá gert?“ Hann segir mikið efni aðgengilegt þeim sem vilji kynna sér málaflokkinn en til þess þurfi vilja sem hann telur að skorti. „Hvernig færðu fólk til að vilja það? Ég er bara fiðluleikari, ég er ekki sálfræðingur.“

Hann segir stjórnmálamenn „auðvitað“ þurfa að taka ábyrgð á orðræðu sinni, hvort sem það er inn á bæjarstjórnarfundum eða í pontu Alþingis. Hann segir að orðrómarnir sem hafa sprottið upp þar og þaðan til bæjarbúa megi skýra að hluta til með því að hópurinn sem sé á móti flóttafólki, hælisleitendum eða fjölguninni, sé hávær og þá sé „svolítið freistandi fyrir pólitíkusa að taka undir þessa háværu umræðu. Þá eru þeir með inn í bergmálshellinum og fá hrós fyrir að vera sömu skoðunnar og taka undir“. Hinir, sem hann telur sem meirihluta, þeir sem „skilji málið og er hlynnt þessu,“ þori að hans sögn ekki að tjá sig opinberlega af ótta við að „vera tekið af lífi á samfélagsmiðlum. Af háværa hópnum“. 

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Eyþór Dagur skrifaði
    Ég hef aldrei skilið hversvegna þarf að halda fólki sem hingað kemur uppi á skattfé. Af hverju má ekki skylda þetta fólk til að vinna eins og annað fólk sem kemur hingað í leit að betra lífi? Ég hef unnið alla ævi og borga skatta. Mér finnst það eðlilegt og þig svo þjónustu í staðinn. Af hverju er það rangt að gera sömu kröfur til allra? Mér finnst það siðferðisbrestur að ætla bara sumum að halda uppi velferðarkerfinu okkar hérna. Það vill svo skemmtilega til að hér fyrir ofan er auglýsing frá SAmeyki vegna 1. maí. Hnefi á lofti og í honum stendur réttlæti, jöfnuður velferð. Það á nefnilega 100% við það sem ég hef sagt hér.
    0
  • JÖLA
    Jón Örn Loðmfjörð Arnarson skrifaði
    Hvað sem hver segir – þá á allur kostnaður vegna stuðnings við flóttamenn, hvaða nafni sem þeir nefnast, að borgas af samfélaginu EKKI NÆRSAMFÉLAGINU.
    Við sem samfélag, ákváðum á hinu háa Alþingi þennan stuðning og eigum að standa undir því, ekki senda ábyrgðina á nær samfélagið sem tekur við vandanum, þó það sé ætíð gert með ótrúlega góðum huga.
    Getur verið að ráðamenn samfélagsins séu að skarta stolnum fjöðrum?
    -3
    • SSS
      Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
      Annað hvort ert þú með skertann lesskilning eða þú last ekki greinina JÖLA.

      "Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að allt sem lagt er út vegna flóttafólks og hælisleitanda sé „greitt af ríkinu,“ sveitarfélagið fái allan kostnað endurgreiddan frá ríkinu."
      5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Eitruð jákvæðni hefur neikvæðar afleiðingar
1
Viðtal

Eitr­uð já­kvæðni hef­ur nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar

Að hafa já­kvæðni að leið­ar­ljósi get­ur létt lund­ina, auð­veld­að dag­leg­ar at­hafn­ir og hjálp­að okk­ur að tak­ast á við líf­ið og til­ver­una. En það er ekki alltaf já­kvætt að vera já­kvæð­ur. Já­kvæðni get­ur nefni­lega ver­ið eitr­uð.
Harðsvíraðir Sjálfstæðismenn tóku yfir og losuðu sig við Egil út af pólitík
2
Fréttir

Harð­svír­að­ir Sjálf­stæð­is­menn tóku yf­ir og los­uðu sig við Eg­il út af póli­tík

Eg­ill Helga­son hef­ur haft dag­skrár­vald í um­ræð­um um ís­lenska póli­tík í meira en tvo ára­tugi. Fyrst á Skjá ein­um, svo á Stöð 2 og loks á RÚV. Nú er hann hætt­ur. En ým­is­legt hef­ur geng­ið á yf­ir ár­in.
Allur marinn og bólginn eftir flug til Rómar
3
Úttekt

All­ur mar­inn og bólg­inn eft­ir flug til Róm­ar

Fólk sem not­ar hjóla­stól er ít­rek­að sett í hættu­leg­ar að­stæð­ur þeg­ar það ferð­ast með flug­vél­um. Við­mæl­end­ur Heim­ild­ar­inn­ar hafa slasast í flugi og kvíða hverri flug­ferð. Þeir kalla eft­ir breyt­ing­um, betri þjálf­un fyr­ir starfs­fólk og mögu­leika á að þeir geti set­ið í sín­um eig­in stól­um í flugi.
Hrafnar fylgdu honum
4
Minning

Hrafn­ar fylgdu hon­um

Jón Gunn­ar Ottós­son, fædd­ur 27.11.1950 - lát­inn 15.09.2023
Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð
5
Fréttir

Reikni­stofa bank­anna varði tug­um millj­óna í greiðslu­lausn sem aldrei var not­uð

Reikni­stofa bank­anna vann að þró­un á nýrri greiðslu­lausn á ár­un­um 2017 til 2019. Lausn­in hét Kvitt og átti að virka þannig að fólk gæti borg­að með henni í versl­un­um með bein­greiðsl­um af banka­reikn­ingi. Lausn­in hefði getað spar­að neyt­end­um stór­fé í korta­notk­un og færslu­gjöld. Hún var hins veg­ar aldrei not­uð þar sem við­skipta­bank­arn­ir vildu það ekki.
Fékk ekkert að vita fyrr en of seint: „Þú verður að koma og hjálpa mér“
6
Fréttir

Fékk ekk­ert að vita fyrr en of seint: „Þú verð­ur að koma og hjálpa mér“

Ung­ur mað­ur frá Venesúela sem er kom­inn með til­boð um starf með fötl­uðu fólki hér á landi fékk ekki að vita af því að vísa ætti hon­um úr landi fyrr en of seint var fyr­ir hann að kæra ákvörð­un­ina. Hann seg­ir að lög­mað­ur­inn sem hon­um var skip­að­ur hafi ekki svar­að vik­um sam­an. Ekk­ert bíð­ur hans í Venesúela, lík­lega ekki einu sinni hans eig­in móð­ir.
Þingmaður mætti undir áhrifum í þáttinn
7
Fréttir

Þing­mað­ur mætti und­ir áhrif­um í þátt­inn

Eg­ill Helga­son henti einu sinni klukku út í sal eft­ir að lok­að var fyr­ir út­send­ingu á Silfri Eg­ils. Guðni Ág­ústs­son keyrði Eg­il heim eft­ir á og ró­aði hann.

Mest lesið

  • Eitruð jákvæðni hefur neikvæðar afleiðingar
    1
    Viðtal

    Eitr­uð já­kvæðni hef­ur nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar

    Að hafa já­kvæðni að leið­ar­ljósi get­ur létt lund­ina, auð­veld­að dag­leg­ar at­hafn­ir og hjálp­að okk­ur að tak­ast á við líf­ið og til­ver­una. En það er ekki alltaf já­kvætt að vera já­kvæð­ur. Já­kvæðni get­ur nefni­lega ver­ið eitr­uð.
  • Harðsvíraðir Sjálfstæðismenn tóku yfir og losuðu sig við Egil út af pólitík
    2
    Fréttir

    Harð­svír­að­ir Sjálf­stæð­is­menn tóku yf­ir og los­uðu sig við Eg­il út af póli­tík

    Eg­ill Helga­son hef­ur haft dag­skrár­vald í um­ræð­um um ís­lenska póli­tík í meira en tvo ára­tugi. Fyrst á Skjá ein­um, svo á Stöð 2 og loks á RÚV. Nú er hann hætt­ur. En ým­is­legt hef­ur geng­ið á yf­ir ár­in.
  • Allur marinn og bólginn eftir flug til Rómar
    3
    Úttekt

    All­ur mar­inn og bólg­inn eft­ir flug til Róm­ar

    Fólk sem not­ar hjóla­stól er ít­rek­að sett í hættu­leg­ar að­stæð­ur þeg­ar það ferð­ast með flug­vél­um. Við­mæl­end­ur Heim­ild­ar­inn­ar hafa slasast í flugi og kvíða hverri flug­ferð. Þeir kalla eft­ir breyt­ing­um, betri þjálf­un fyr­ir starfs­fólk og mögu­leika á að þeir geti set­ið í sín­um eig­in stól­um í flugi.
  • Hrafnar fylgdu honum
    4
    Minning

    Hrafn­ar fylgdu hon­um

    Jón Gunn­ar Ottós­son, fædd­ur 27.11.1950 - lát­inn 15.09.2023
  • Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð
    5
    Fréttir

    Reikni­stofa bank­anna varði tug­um millj­óna í greiðslu­lausn sem aldrei var not­uð

    Reikni­stofa bank­anna vann að þró­un á nýrri greiðslu­lausn á ár­un­um 2017 til 2019. Lausn­in hét Kvitt og átti að virka þannig að fólk gæti borg­að með henni í versl­un­um með bein­greiðsl­um af banka­reikn­ingi. Lausn­in hefði getað spar­að neyt­end­um stór­fé í korta­notk­un og færslu­gjöld. Hún var hins veg­ar aldrei not­uð þar sem við­skipta­bank­arn­ir vildu það ekki.
  • Fékk ekkert að vita fyrr en of seint: „Þú verður að koma og hjálpa mér“
    6
    Fréttir

    Fékk ekk­ert að vita fyrr en of seint: „Þú verð­ur að koma og hjálpa mér“

    Ung­ur mað­ur frá Venesúela sem er kom­inn með til­boð um starf með fötl­uðu fólki hér á landi fékk ekki að vita af því að vísa ætti hon­um úr landi fyrr en of seint var fyr­ir hann að kæra ákvörð­un­ina. Hann seg­ir að lög­mað­ur­inn sem hon­um var skip­að­ur hafi ekki svar­að vik­um sam­an. Ekk­ert bíð­ur hans í Venesúela, lík­lega ekki einu sinni hans eig­in móð­ir.
  • Þingmaður mætti undir áhrifum í þáttinn
    7
    Fréttir

    Þing­mað­ur mætti und­ir áhrif­um í þátt­inn

    Eg­ill Helga­son henti einu sinni klukku út í sal eft­ir að lok­að var fyr­ir út­send­ingu á Silfri Eg­ils. Guðni Ág­ústs­son keyrði Eg­il heim eft­ir á og ró­aði hann.
  • Ólafur Jónsson
    8
    Aðsent

    Ólafur Jónsson

    Ég ásaka

    Ólaf­ur Jóns­son skrif­ar um gengi krón­unn­ar og gjald­fell­ingu þjóð­ar­inn­ar.
  • Vill þyngri refsingar fyrir vændiskaup
    9
    Fréttir

    Vill þyngri refs­ing­ar fyr­ir vændis­kaup

    Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, vara­þing­mað­ur Vinstri grænna, seg­ir það skjóta skökku við að vændis­kaup telj­ist til brota sem ljúka má með lög­reglu­stjóra­sekt. Hún tel­ur að nafn­leynd sem vændis­kaup­end­ur hafa not­ið í rétt­ar­kerf­inu gefa til kynna að dóm­stól­um þyki vændis­kaup al­var­legri og skamm­ar­legri glæp­ur en við­ur­lög­in gefi til kynna. Bryn­hild­ur vill að refsiramm­inn fyr­ir vændis­kaup verði end­ur­skoð­að­ur.
  • Sjö þúsund heimili fengu 1,1 milljarð í vaxtabætur sem allt stefndi í að myndu ekki fá þær
    10
    Fréttir

    Sjö þús­und heim­ili fengu 1,1 millj­arð í vaxta­bæt­ur sem allt stefndi í að myndu ekki fá þær

    Ís­lensk stjórn­völd hafa skipt um hús­næð­isstuðn­ings­kerfi á und­an­förn­um ára­tug. Stuðn­ing­ur­inn hef­ur ver­ið færð­ur úr kerfi sem miðl­ar hon­um fyrst og síð­ast til lægri tekju­hópa yf­ir í kerfi sem læt­ur hann að uppi­stöðu renna til þriggja efstu tekju­hóp­anna. Breyt­ing sem gerð var und­ir lok síð­asta árs skil­aði sér að mestu til milli­tekju­fólks.

Mest lesið í vikunni

„Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur“
1
Viðtal

„Ég vona að ég eigi aldrei eft­ir að sökkva svo djúpt aft­ur“

Eg­ill Helga­son er á tíma­mót­um. Hann er hætt­ur með Silfr­ið sem lengi var kennt við hann sjálf­an, helsta póli­tíska um­ræðu­þátt lands­ins. Hann seg­ist í upp­hafi hafa skolf­ið eins og lauf í vindi þeg­ar hann var í sjón­varpi en elski nú að vera í beinni. Eg­ill kynnt­ist eig­in­konu sinni á nekt­ar­stað og þau eign­uð­ust son ári síð­ar. Hann rifjar upp þeg­ar ölv­að­ur þing­mað­ur mætti til hans í sett­ið og þeg­ar hann fleygði vatn­s­könnu út í sal í reiðikasti. Eg­ill hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.
Eitruð jákvæðni hefur neikvæðar afleiðingar
2
Viðtal

Eitr­uð já­kvæðni hef­ur nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar

Að hafa já­kvæðni að leið­ar­ljósi get­ur létt lund­ina, auð­veld­að dag­leg­ar at­hafn­ir og hjálp­að okk­ur að tak­ast á við líf­ið og til­ver­una. En það er ekki alltaf já­kvætt að vera já­kvæð­ur. Já­kvæðni get­ur nefni­lega ver­ið eitr­uð.
Elliði telur sig vera undanþeginn siðareglum Ölfuss
3
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Elliði tel­ur sig vera und­an­þeg­inn siða­regl­um Ölfuss

Í siða­regl­um kjör­inna full­trúa í Ölfusi kem­ur fram að þær eigi við um alla þá sem sitja í nefnd­um og ráð­um á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins. Elliði Vign­is­son sit­ur í nefnd­um á veg­um bæj­ar­stjórn­ar Ölfuss auk þess sem hann sit­ur alla bæj­ar­stjórn­ar- og bæj­ar­ráðs­fundi. Hann tel­ur sig samt vera und­an­þeg­inn siða­regl­um kjör­inna full­trúa sem koma eiga í veg fyr­ir hags­muna­árekstra.
Harðsvíraðir Sjálfstæðismenn tóku yfir og losuðu sig við Egil út af pólitík
4
Fréttir

Harð­svír­að­ir Sjálf­stæð­is­menn tóku yf­ir og los­uðu sig við Eg­il út af póli­tík

Eg­ill Helga­son hef­ur haft dag­skrár­vald í um­ræð­um um ís­lenska póli­tík í meira en tvo ára­tugi. Fyrst á Skjá ein­um, svo á Stöð 2 og loks á RÚV. Nú er hann hætt­ur. En ým­is­legt hef­ur geng­ið á yf­ir ár­in.
Allur marinn og bólginn eftir flug til Rómar
5
Úttekt

All­ur mar­inn og bólg­inn eft­ir flug til Róm­ar

Fólk sem not­ar hjóla­stól er ít­rek­að sett í hættu­leg­ar að­stæð­ur þeg­ar það ferð­ast með flug­vél­um. Við­mæl­end­ur Heim­ild­ar­inn­ar hafa slasast í flugi og kvíða hverri flug­ferð. Þeir kalla eft­ir breyt­ing­um, betri þjálf­un fyr­ir starfs­fólk og mögu­leika á að þeir geti set­ið í sín­um eig­in stól­um í flugi.
Hvetur fólk til að innleiða nýjungar í kynlífi
6
Viðtal

Hvet­ur fólk til að inn­leiða nýj­ung­ar í kyn­lífi

„Við fram­leið­um ró­andi og tengj­andi tauga­boð­efni og horm­ón við að stunda kyn­líf, hvort sem við fá­um full­næg­ingu eða ekki,“ seg­ir Áslaug Kristjáns­dótt­ir, kyn­fræð­ing­ur, kyn­lífs­ráð­gjafi og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Bók­in henn­ar, Líf­ið er kyn­líf, kom út í ág­úst og sat hún fyr­ir svör­um Heim­ild­ar­inn­ar um kyn­líf.
Hrafnar fylgdu honum
7
Minning

Hrafn­ar fylgdu hon­um

Jón Gunn­ar Ottós­son, fædd­ur 27.11.1950 - lát­inn 15.09.2023

Mest lesið í mánuðinum

Bera ör barnæskunnar ævilangt: „Við vorum með sár úti um allt“
1
ViðtalBrot Kjartans Adolfssonar

Bera ör barnæsk­unn­ar ævi­langt: „Við vor­um með sár úti um allt“

Linda ólst upp á heim­ili með dæmd­um barn­aníð­ingi og konu sem var síð­ar dæmd fyr­ir mis­þyrm­ing­ar gagn­vart börn­un­um. Frá því að al­syst­ir henn­ar leit­aði til lög­reglu leið eitt og hálft ár þar til Linda komst í fóst­ur. Á þeim tíma versn­uðu að­stæð­ur á heim­il­inu. Enn lengri tími leið þar til yngri systkini þeirra voru fjar­lægð það­an.
„Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur“
2
Viðtal

„Ég vona að ég eigi aldrei eft­ir að sökkva svo djúpt aft­ur“

Eg­ill Helga­son er á tíma­mót­um. Hann er hætt­ur með Silfr­ið sem lengi var kennt við hann sjálf­an, helsta póli­tíska um­ræðu­þátt lands­ins. Hann seg­ist í upp­hafi hafa skolf­ið eins og lauf í vindi þeg­ar hann var í sjón­varpi en elski nú að vera í beinni. Eg­ill kynnt­ist eig­in­konu sinni á nekt­ar­stað og þau eign­uð­ust son ári síð­ar. Hann rifjar upp þeg­ar ölv­að­ur þing­mað­ur mætti til hans í sett­ið og þeg­ar hann fleygði vatn­s­könnu út í sal í reiðikasti. Eg­ill hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.
Eitruð jákvæðni hefur neikvæðar afleiðingar
3
Viðtal

Eitr­uð já­kvæðni hef­ur nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar

Að hafa já­kvæðni að leið­ar­ljósi get­ur létt lund­ina, auð­veld­að dag­leg­ar at­hafn­ir og hjálp­að okk­ur að tak­ast á við líf­ið og til­ver­una. En það er ekki alltaf já­kvætt að vera já­kvæð­ur. Já­kvæðni get­ur nefni­lega ver­ið eitr­uð.
Reykjavíkurborg tilkynnir Samtökin 22 til lögreglu
4
FréttirHinsegin bakslagið

Reykja­vík­ur­borg til­kynn­ir Sam­tök­in 22 til lög­reglu

Skóla- og frí­stunda­ráð Reykja­vík­ur hef­ur gert skóla­stjórn­end­um í grunn­skól­um Reykja­vík­ur við­vart um að óboðn­ir gest­ir frá Sam­tök­un­um 22 hafi kom­ið í Lang­holts­skóla síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Eru skóla­stjórn­end­ur beðn­ir að und­ir­búa starfs­fólk fyr­ir slík­ar uppá­kom­ur. Fólk­ið frá sam­tök­un­um 22 tók með­al ann­ars upp mynd­bönd af starfs­fólki skól­ans. Mál­ið hef­ur ver­ið til­kynnt til lög­reglu.
Bauð kjörnum fulltrúa fjárhagsaðstoð í skiptum fyrir pólitískan stuðning
5
ViðtalSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Bauð kjörn­um full­trúa fjár­hags­að­stoð í skipt­um fyr­ir póli­tísk­an stuðn­ing

Leó Árna­son, fjár­fest­ir og for­svars­mað­ur fast­eigna­fé­lags­ins Sig­túns á Sel­fossi, gerði bæj­ar­full­trúa til­boð ár­ið 2020. Bæj­ar­full­trú­inn, Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son, átti að beita sér fyr­ir því að sveit­ar­fé­lag­ið hætti við að kaupa hús Lands­bank­ans. Til­boð­ið fól í sér að Sig­tún myndi greiða fyr­ir kosn­inga­bar­áttu Mið­flokks­ins.
„Ég hef aldrei séð peninga fyrr“
6
FréttirHátekjulistinn 2023

„Ég hef aldrei séð pen­inga fyrr“

Skattakóng­ur Vest­fjarða, Súg­firð­ing­ur­inn Þor­steinn H. Guð­björns­son, greiddi 95 millj­ón­ir í skatta á síð­asta ári. Skatt­greiðsl­urn­ar eru til­komn­ar eft­ir sölu á fisk­veiðikvóta en hann neydd­ist Þor­steinn til að selja til að ganga frá erfða­mál­um eft­ir að fað­ir hans dó.
Bráðhress með fjórða stigs sortuæxli
7
Allt af létta

Bráð­hress með fjórða stigs sortuæxli

„Ég geri þetta lif­andi, held ég,“ seg­ir Sig­ur­björn Árni Arn­gríms­son, skóla­meist­ari á Laug­um, íþrótta­lýs­andi og bóndi, sem lýsti ný­ver­ið sínu 42. stór­móti í frjáls­um íþrótt­um. Fjórða stigs sortuæxli aftr­ar hon­um ekki í dag­leg­um störf­um og fagn­aði hann fimm­tugsaf­mæl­inu á hest­baki á fjöll­um við smala­mennsku með fjöl­skyld­unni.

Mest lesið í mánuðinum

  • Bera ör barnæskunnar ævilangt: „Við vorum með sár úti um allt“
    1
    ViðtalBrot Kjartans Adolfssonar

    Bera ör barnæsk­unn­ar ævi­langt: „Við vor­um með sár úti um allt“

    Linda ólst upp á heim­ili með dæmd­um barn­aníð­ingi og konu sem var síð­ar dæmd fyr­ir mis­þyrm­ing­ar gagn­vart börn­un­um. Frá því að al­syst­ir henn­ar leit­aði til lög­reglu leið eitt og hálft ár þar til Linda komst í fóst­ur. Á þeim tíma versn­uðu að­stæð­ur á heim­il­inu. Enn lengri tími leið þar til yngri systkini þeirra voru fjar­lægð það­an.
  • „Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur“
    2
    Viðtal

    „Ég vona að ég eigi aldrei eft­ir að sökkva svo djúpt aft­ur“

    Eg­ill Helga­son er á tíma­mót­um. Hann er hætt­ur með Silfr­ið sem lengi var kennt við hann sjálf­an, helsta póli­tíska um­ræðu­þátt lands­ins. Hann seg­ist í upp­hafi hafa skolf­ið eins og lauf í vindi þeg­ar hann var í sjón­varpi en elski nú að vera í beinni. Eg­ill kynnt­ist eig­in­konu sinni á nekt­ar­stað og þau eign­uð­ust son ári síð­ar. Hann rifjar upp þeg­ar ölv­að­ur þing­mað­ur mætti til hans í sett­ið og þeg­ar hann fleygði vatn­s­könnu út í sal í reiðikasti. Eg­ill hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.
  • Eitruð jákvæðni hefur neikvæðar afleiðingar
    3
    Viðtal

    Eitr­uð já­kvæðni hef­ur nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar

    Að hafa já­kvæðni að leið­ar­ljósi get­ur létt lund­ina, auð­veld­að dag­leg­ar at­hafn­ir og hjálp­að okk­ur að tak­ast á við líf­ið og til­ver­una. En það er ekki alltaf já­kvætt að vera já­kvæð­ur. Já­kvæðni get­ur nefni­lega ver­ið eitr­uð.
  • Reykjavíkurborg tilkynnir Samtökin 22 til lögreglu
    4
    FréttirHinsegin bakslagið

    Reykja­vík­ur­borg til­kynn­ir Sam­tök­in 22 til lög­reglu

    Skóla- og frí­stunda­ráð Reykja­vík­ur hef­ur gert skóla­stjórn­end­um í grunn­skól­um Reykja­vík­ur við­vart um að óboðn­ir gest­ir frá Sam­tök­un­um 22 hafi kom­ið í Lang­holts­skóla síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Eru skóla­stjórn­end­ur beðn­ir að und­ir­búa starfs­fólk fyr­ir slík­ar uppá­kom­ur. Fólk­ið frá sam­tök­un­um 22 tók með­al ann­ars upp mynd­bönd af starfs­fólki skól­ans. Mál­ið hef­ur ver­ið til­kynnt til lög­reglu.
  • Bauð kjörnum fulltrúa fjárhagsaðstoð í skiptum fyrir pólitískan stuðning
    5
    ViðtalSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

    Bauð kjörn­um full­trúa fjár­hags­að­stoð í skipt­um fyr­ir póli­tísk­an stuðn­ing

    Leó Árna­son, fjár­fest­ir og for­svars­mað­ur fast­eigna­fé­lags­ins Sig­túns á Sel­fossi, gerði bæj­ar­full­trúa til­boð ár­ið 2020. Bæj­ar­full­trú­inn, Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son, átti að beita sér fyr­ir því að sveit­ar­fé­lag­ið hætti við að kaupa hús Lands­bank­ans. Til­boð­ið fól í sér að Sig­tún myndi greiða fyr­ir kosn­inga­bar­áttu Mið­flokks­ins.
  • „Ég hef aldrei séð peninga fyrr“
    6
    FréttirHátekjulistinn 2023

    „Ég hef aldrei séð pen­inga fyrr“

    Skattakóng­ur Vest­fjarða, Súg­firð­ing­ur­inn Þor­steinn H. Guð­björns­son, greiddi 95 millj­ón­ir í skatta á síð­asta ári. Skatt­greiðsl­urn­ar eru til­komn­ar eft­ir sölu á fisk­veiðikvóta en hann neydd­ist Þor­steinn til að selja til að ganga frá erfða­mál­um eft­ir að fað­ir hans dó.
  • Bráðhress með fjórða stigs sortuæxli
    7
    Allt af létta

    Bráð­hress með fjórða stigs sortuæxli

    „Ég geri þetta lif­andi, held ég,“ seg­ir Sig­ur­björn Árni Arn­gríms­son, skóla­meist­ari á Laug­um, íþrótta­lýs­andi og bóndi, sem lýsti ný­ver­ið sínu 42. stór­móti í frjáls­um íþrótt­um. Fjórða stigs sortuæxli aftr­ar hon­um ekki í dag­leg­um störf­um og fagn­aði hann fimm­tugsaf­mæl­inu á hest­baki á fjöll­um við smala­mennsku með fjöl­skyld­unni.
  • Elliði telur sig vera undanþeginn siðareglum Ölfuss
    8
    FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

    Elliði tel­ur sig vera und­an­þeg­inn siða­regl­um Ölfuss

    Í siða­regl­um kjör­inna full­trúa í Ölfusi kem­ur fram að þær eigi við um alla þá sem sitja í nefnd­um og ráð­um á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins. Elliði Vign­is­son sit­ur í nefnd­um á veg­um bæj­ar­stjórn­ar Ölfuss auk þess sem hann sit­ur alla bæj­ar­stjórn­ar- og bæj­ar­ráðs­fundi. Hann tel­ur sig samt vera und­an­þeg­inn siða­regl­um kjör­inna full­trúa sem koma eiga í veg fyr­ir hags­muna­árekstra.
  • Skaðlegar snyrtivörur: „Fólk er að veikjast“
    9
    Fréttir

    Skað­leg­ar snyrti­vör­ur: „Fólk er að veikj­ast“

    Una Em­ils­dótt­ir um­hverf­is­lækn­ir seg­ir að í hill­um versl­ana á Ís­landi sé „allt mor­andi í skað­leg­um snyrti­vör­um“. Rann­sókn­ir á lang­tíma­áhrif­um óæski­legra efna í snyrti­vör­um séu fá­ar og Una seg­ir að af­leið­ing­arn­ar séu þeg­ar farn­ar að koma fram. Fólk sé far­ið að veikj­ast.
  • Leynd yfir viðskiptum Elliða við námufjárfesta í Ölfusi: „Það er bara mitt mál“
    10
    ÚttektJarðefnaiðnaður í Ölfusi

    Leynd yf­ir við­skipt­um Ell­iða við námu­fjár­festa í Ölfusi: „Það er bara mitt mál“

    Íbú­ar Ölfuss standa nú frammi fyr­ir því að ákveða hvort Þor­láks­höfn eigi að verða námu­bær til fram­tíð­ar. Stærð­ar­inn­ar möl­un­ar­verk­smiðja þýska steyp­uris­ans Heidel­berg er plön­uð í tún­fæt­in­um. Sam­hliða á Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri í fast­eigna­við­skipt­um við námu­fjár­fest­ana Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf Öl­vis­son sem eru sveip­uð leynd.

Nýtt efni

Ísland í mútum
GreiningÍsland í mútum

Ís­land í mút­um

Aldrei hafa fleiri ver­ið und­ir rann­sókn vegna gruns um að hafa ým­ist þeg­ið eða greitt mút­ur á Ís­landi. Sautján manns eru und­ir í fjór­um rann­sókn­um Hér­aðssak­sókn­ara og tveir til við­bót­ar fengu dóma ný­lega. Þar til í fyrra voru mútu­rann­sókn­ir og dóm­ar tald­ir á fingr­um annarr­ar hand­ar.
Bros í Bónus
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Bros í Bón­us

Far­ald­ur ein­mana­leika og fé­lags­legr­ar ein­angr­un­ar herj­ar á heim­inn.
Elliði hefur áður varið sig gegn spurningum með því að hann sé ekki „pólitíkus“
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Elliði hef­ur áð­ur var­ið sig gegn spurn­ing­um með því að hann sé ekki „póli­tík­us“

Minni­hlut­inn í sveit­ar­stjórn Ölfuss hef­ur ákveð­ið að vísa húsa­máli Ell­iða Vign­is­son­ar bæj­ar­stjóra til siðanefnd­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Elliði hef­ur var­ið sig í mál­inu með því að hann sé ekki kjör­inn full­trúi og þurfi þar af leið­andi ekki að ræða við­skipti sín í smá­at­rið­um.
Molnandi minningahöll
GagnrýniMeð guð í vasanum

Moln­andi minn­inga­höll

Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir leik­hús­gagn­rýn­andi fór og sá fyrstu frum­sýn­ingu Borg­ar­leik­húss­ins í vet­ur, glæ­nýtt ís­lenskt leik­verk eft­ir Maríu Reyn­dal.
Gjöf sem hefur galla
GagnrýniEkki málið

Gjöf sem hef­ur galla

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir brá sér á frum­sýn­ingu þriðja verks­ins í þrí­leik þýsku stjörn­unn­ar Marius von Mayen­burg í Þjóð­leik­hús­inu.
Tónlistarunnendur: Ekki láta næstu tónleika framhjá ykkur fara!
GagnrýniES kvartett

Tón­list­ar­unn­end­ur: Ekki láta næstu tón­leika fram­hjá ykk­ur fara!

Tón­list­ar­gagn­rýn­and­inn Arn­dís Björk brá sér í Norð­ur­ljósa­sal Hörpu, á tón­leikaröð­ina Sí­gild­ir sunnu­dag­ar, og hlýddi á banda­ríska ES strengja­kvart­ett­inn.
Af hverju verður fólk svona?
Fólkið í borginni

Af hverju verð­ur fólk svona?

Una Björg Jó­hann­es­dótt­ir hef­ur löng­um velt fyr­ir sér, og sér­stak­lega nú síð­ustu daga, hvað búi á bak við hat­ur, af hverju fólk hat­ar og hvað hef­ur gerst í þeirra lífi sem leið­ir af sér hat­ur. Það mik­il­væg­asta sem hún hef­ur lært í líf­inu er „ást og um­hyggja, sam­staða og skiln­ing­ur“.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Þingmaður mætti undir áhrifum í þáttinn
Fréttir

Þing­mað­ur mætti und­ir áhrif­um í þátt­inn

Eg­ill Helga­son henti einu sinni klukku út í sal eft­ir að lok­að var fyr­ir út­send­ingu á Silfri Eg­ils. Guðni Ág­ústs­son keyrði Eg­il heim eft­ir á og ró­aði hann.
Arctic Fish á að greiða kostnaðinn við veiðar á eldislöxunum
FréttirLaxeldi

Arctic Fish á að greiða kostn­að­inn við veið­ar á eld­islöx­un­um

Guðni Magnús Ei­ríks­son, sviðs­stjóri hjá Fiski­stofu, seg­ir al­veg ljóst í lög­um að það er Arctic Fish sem á að borga fyr­ir rekkafar­ana. For­stjóri Arctic Fish, Stein Ove Tveiten, vill ekki svara því beint hvort fyr­ir­tæk­ið ætli að greiða fyr­ir rekkafar­ana.
Krónan eða evran?
Kjartan Broddi Bragason
Aðsent

Kjartan Broddi Bragason

Krón­an eða evr­an?

Kom­andi slag­ur um fram­tíð­ar­gjald­mið­il lands­ins verð­ur að byggj­ast á öðr­um rök­semd­um en ein­vörð­ungu vaxta­stigi.
Fékk ekkert að vita fyrr en of seint: „Þú verður að koma og hjálpa mér“
Fréttir

Fékk ekk­ert að vita fyrr en of seint: „Þú verð­ur að koma og hjálpa mér“

Ung­ur mað­ur frá Venesúela sem er kom­inn með til­boð um starf með fötl­uðu fólki hér á landi fékk ekki að vita af því að vísa ætti hon­um úr landi fyrr en of seint var fyr­ir hann að kæra ákvörð­un­ina. Hann seg­ir að lög­mað­ur­inn sem hon­um var skip­að­ur hafi ekki svar­að vik­um sam­an. Ekk­ert bíð­ur hans í Venesúela, lík­lega ekki einu sinni hans eig­in móð­ir.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • Þóra Dungal fallin frá
    4
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    5
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    6
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.
Loka auglýsingu