Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Allt að 900 starfsmenn skóla og frístundaheimila gætu lagt niður störf

Allt að 900 starfs­menn skóla og frí­stunda­heim­ila í fjór­um sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu gætu lagt nið­ur störf, í fyrstu lotu verk­falla sem að­ild­ar­fé­lög BSRB hefja að greiða at­kvæði um í dag. Verk­falls­að­gerð­ir BSRB-fé­laga eru fyr­ir­hug­að­ar í fleiri sveit­ar­fé­lög­um.

Allt að 900 starfsmenn skóla og frístundaheimila gætu lagt niður störf
BSRB Verkfallsaðgerðirnar sem fyrirhugaðar eru hjá BSRB-félögum gætu náð til alls 1.500 manns. Mynd: Bára Huld Beck

Á hádegi í dag hefjast fyrstu atkvæðagreiðslurnar um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu ellefu aðildarfélaga BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga. Fyrstu aðgerðirnar eru áformaðar í Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnanesi og Mosfellsbæ í maí og júní, en þar mun starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila leggja niður störf ef verkfallsboðun verður samþykkt.

Atkvæðagreiðslunni lýkur á hádegi á laugardag. Samkvæmt upplýsingum sem Heimildin fékk frá BSRB ná áformaðar aðgerðir til um 900 starfsmanna í sveitarfélögunum fjórum.

Misjafnt er á milli sveitarfélaganna fjögurra hvort allir félagsmenn aðildarfélaga BSRB greiði atkvæði um verkfallsaðgerðirnar eða einungis starfmenn þeirra stofnana sem verkfallsaðgerðirnar ná til.

Segja Sambandið neita að leiðrétta mismunun á launum

Í tilkynningu frá BSRB segir að kjaradeilan snúi að sameiginlegri kröfu BSRB-félaga um að starfsfólk sveitarfélaga, m.a. starfsfólk leikskóla, grunnskóla, sundlauga, íþróttamiðstöðva og starfsfólk í þjónustu við fatlað fólk, fái sömu laun fyrir sömu eða sambærileg störf innan sömu stofnunar eða sveitarfélags og aðrir hafi þegar fengið frá 1. janúar.

„Þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga neitar að leiðrétta augljósa mismunun á launum starfsfólks, og fundir með ríkissáttasemjara hafa engu skilað, er næsta skref að félagsfólk greiði atkvæði um verkfallsaðgerðir svo knýja megi viðsemjendur okkar til samninga,“ segir í tilkynningunni. 

Kjaradeilan, sem er á milli ellefu félaga starfsmanna sveitarfélaga, snertir samninga alls um 7.000 starfsmanna.

Aðgerðir fyrirhugaðar víðar um landið

Ef verkfallsboðunin verður samþykkt verður fyrsta lota verkfalla dagana 15. og 16. maí í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum Kópavogs, Garðabæjar, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar, en greidd eru atkvæði um frekari aðgerðir sem ná fram í júnímánuð.

Á næstu dögum koma fleiri BSRB-félög til með að boða til atkvæðagreiðslu um aðgerðir, en aðgerðir eru sagðar fyrirhugaðar í Hafnarfirði, Ölfusi, Árborg, Vestmannaeyjum, Reykjanesbæ og víðar um landið. Alls gætu 1.500 manns um land allt lagt niður störf í þeim aðgerðum sem eru áformaðar, verði samþykkt að ráðast í þær. 

Sveitarfélögin sýni starfsfólki sínu „ótrúlega óbilgirni“

Í fréttatilkynningu BSRB er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur formanni að sú staða sem uppi er í kjaraviðræðunum komi mjög á óvart, þar sem BSRB hafi farið fram með mjög hófsamar kröfur til skamms tíma.

„Hins vegar virðist Samband íslenskra sveitarfélaga hafa skilið eftir samningsviljann heima og sýnir starfsfólki sveitarfélaga ótrúlega óbilgirni. Um er að ræða hreina mismunun þar sem fólk sem vinnur jafnvel sömu störf, á sama vinnustað, með sömu starfsheiti er boðið upp á misjöfn kjör. Auðvitað sættir sig enginn við slíkt,“ er haft eftir Sonju Ýr.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár