Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Allt að 900 starfsmenn skóla og frístundaheimila gætu lagt niður störf

Allt að 900 starfs­menn skóla og frí­stunda­heim­ila í fjór­um sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu gætu lagt nið­ur störf, í fyrstu lotu verk­falla sem að­ild­ar­fé­lög BSRB hefja að greiða at­kvæði um í dag. Verk­falls­að­gerð­ir BSRB-fé­laga eru fyr­ir­hug­að­ar í fleiri sveit­ar­fé­lög­um.

Allt að 900 starfsmenn skóla og frístundaheimila gætu lagt niður störf
BSRB Verkfallsaðgerðirnar sem fyrirhugaðar eru hjá BSRB-félögum gætu náð til alls 1.500 manns. Mynd: Bára Huld Beck

Á hádegi í dag hefjast fyrstu atkvæðagreiðslurnar um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu ellefu aðildarfélaga BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga. Fyrstu aðgerðirnar eru áformaðar í Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnanesi og Mosfellsbæ í maí og júní, en þar mun starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila leggja niður störf ef verkfallsboðun verður samþykkt.

Atkvæðagreiðslunni lýkur á hádegi á laugardag. Samkvæmt upplýsingum sem Heimildin fékk frá BSRB ná áformaðar aðgerðir til um 900 starfsmanna í sveitarfélögunum fjórum.

Misjafnt er á milli sveitarfélaganna fjögurra hvort allir félagsmenn aðildarfélaga BSRB greiði atkvæði um verkfallsaðgerðirnar eða einungis starfmenn þeirra stofnana sem verkfallsaðgerðirnar ná til.

Segja Sambandið neita að leiðrétta mismunun á launum

Í tilkynningu frá BSRB segir að kjaradeilan snúi að sameiginlegri kröfu BSRB-félaga um að starfsfólk sveitarfélaga, m.a. starfsfólk leikskóla, grunnskóla, sundlauga, íþróttamiðstöðva og starfsfólk í þjónustu við fatlað fólk, fái sömu laun fyrir sömu eða sambærileg störf innan sömu stofnunar eða sveitarfélags og aðrir hafi þegar fengið frá 1. janúar.

„Þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga neitar að leiðrétta augljósa mismunun á launum starfsfólks, og fundir með ríkissáttasemjara hafa engu skilað, er næsta skref að félagsfólk greiði atkvæði um verkfallsaðgerðir svo knýja megi viðsemjendur okkar til samninga,“ segir í tilkynningunni. 

Kjaradeilan, sem er á milli ellefu félaga starfsmanna sveitarfélaga, snertir samninga alls um 7.000 starfsmanna.

Aðgerðir fyrirhugaðar víðar um landið

Ef verkfallsboðunin verður samþykkt verður fyrsta lota verkfalla dagana 15. og 16. maí í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum Kópavogs, Garðabæjar, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar, en greidd eru atkvæði um frekari aðgerðir sem ná fram í júnímánuð.

Á næstu dögum koma fleiri BSRB-félög til með að boða til atkvæðagreiðslu um aðgerðir, en aðgerðir eru sagðar fyrirhugaðar í Hafnarfirði, Ölfusi, Árborg, Vestmannaeyjum, Reykjanesbæ og víðar um landið. Alls gætu 1.500 manns um land allt lagt niður störf í þeim aðgerðum sem eru áformaðar, verði samþykkt að ráðast í þær. 

Sveitarfélögin sýni starfsfólki sínu „ótrúlega óbilgirni“

Í fréttatilkynningu BSRB er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur formanni að sú staða sem uppi er í kjaraviðræðunum komi mjög á óvart, þar sem BSRB hafi farið fram með mjög hófsamar kröfur til skamms tíma.

„Hins vegar virðist Samband íslenskra sveitarfélaga hafa skilið eftir samningsviljann heima og sýnir starfsfólki sveitarfélaga ótrúlega óbilgirni. Um er að ræða hreina mismunun þar sem fólk sem vinnur jafnvel sömu störf, á sama vinnustað, með sömu starfsheiti er boðið upp á misjöfn kjör. Auðvitað sættir sig enginn við slíkt,“ er haft eftir Sonju Ýr.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
5
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
6
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár